Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1974, Síða 9

Freyr - 01.09.1974, Síða 9
Vatnsjöfnuður við gnóttar- gufun (mm), tölulega rakt og kalt loftslag, t. d. á Norð- urlöndum. Hér á landi hefur notkun þeirra til þessa verið bundin við grasfleti og garða um- hverfis hús, aðallega í þéttbýli. Sú reynsla, sem þar hefur fengist, sýnir, að örva má sprettu grass hér á landi með vökvun. Helstu hlutar vökvunarbúnaðar eru dæla, pípur til að leiða vatnið á áveitu- landið og úðarar, sem dreifa vatninu eins og regni yfir gróðurinn. Hin öra tækni- þróun hefur valdið því, að sífellt eru að koma fram nýjar gerðir vökvunartækja. Þær miða ýmist að því að lækka stofn- kostnað eða minnka vinnuþörf við vökvun. Skipta má vökvunarbúnaði í fjóra aðal- flokka: a) Kerfi með aðfærslupípum úr léttmálmi. b) Kerfi, þar sem aðalstofnar eru pípur úr léttmálmi, en frá þeim liggja slöngur til úðaranna. c) Kerfi, sem er allt úr slöngum. d) Kerfi, þar sem úðarinn hreyfist með sérstökum tæknibúnaði um landið, sem vökva á. Við slík kerfi þarf litla vinnu, en þau eru dýr. Ég veit ekki til, að það hafi verið kannað utan einu sinni, hversu mikill uppskeru- auki fengist fyrir vökvun hér á landi. í það skiptið var vorið fremur úrkomusamt, svo að niðurstaðan varð sú, að engin uppskeru- auki varð af vökvuninni. Á Norðurlöndum hafa margar tilraunir með vökvun verið gerðar, og til gamans eru sýndar niður- stöður norskrar tilraunar í töflu 4. Eins og fram kemur var tilraunin gerð árin 1956— 1960, en af þeim var árið 1959 óvenju þurrt, eitt hið úrkomuminnsta sem komið hefur austanfjalls í Noregi, þar sem tilraunin var gerð. Erfitt er að gera sér grein fyrir arðsemi vökvunar, meðan ekki hefur verið kannað, við hve miklum uppskeruauka má búast. Stofnkostnaður vökvunarkerfis hlýtur að vera afar breytilegur eftir aðstæðum. Þar ræður mestu, hve misjöfn aðstaða er til að ná í gott vökvunarvatn, en einnig hve stórt land ætlað er að vökva. Fullkomnustu tækin, sem krefjast minnstrar vinnu og anna tugum hektara á einu vori, munu vart kosta undir 1 milljón króna. En með fáeinum dreifurum og stuttu slöngukerfi, F R E Y R 297

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.