Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1974, Blaðsíða 10

Freyr - 01.09.1974, Blaðsíða 10
Sumstaðar er búið að ofþurrka svo að vökvunar er þörf í Þurrviðratíð. Tafla 4. Uppskera í hkg/ha í vökvunartil- raun, sem gerð var í Noregi árin 1956— 1960. Ár Óvökvað Vökvað TJppskeruauki 1956 87 91 4 1957 ............. 133 133 0 1958 ............... 90 102 12 1959 65 117 52 1960 ............... 75 88 13 Meðaltal ............ 90 106 16 er ef til vill hægt að byrja með nokkrar tugþúsundir króna. Svo ódýrt kerfi annaði þó varla meiru en nokkrum hekturum lands. Ef reiknað er með, að kerfi, sem ætlað er til að vökva 20 ha, kosti 300 þúsund krónur, næmu afskriftir og vextir 54.000 kr. á ári eða 2.700 kr. á ha. Á Norðurlönd- um er reiknað með að tveggja til þriggja klukkustunda vinna á ha fari í að koma vökvunarkerfi af stað og flytja það til miðað við að vökvað sé einu sinni hver ha. Ef reiknað er með 2V2 klst. á ha og að traktor til að flytja pípur og dreifara um landið sé notaður í 1 klst., gæti kostnaðar- reikningur litið þannig út: Afskriftir og vextir 2.700 Vinna ............ 500 Traktor .......... 500 3.700 kr. á ha á ári Samkvæmt skýrslu búreikningaskrifstof- unnar var framleiðsluverð á heyi 1972 kr. 451 hver 100 kg. Til að vökvunarkerfið í ofangreindu dæmi skilaði hagnaði þyrfti uppskeruauki fyrir vökvunina því að vera yfir 9 hb/ha að meðaltali. Ég vil biðja menn að taka þessa útreikn- inga mína ekki of alvarlega, því að þeir eru byggðir á veikum grunni auk þess sem ekki er tekið tillit til kostnaðar vegna við- halds og viðgerða, né heldur til rekstrar á dælu. Þá skiptir og máli, hvort búið getur aflað heyja á annan ódýrari hátt eða ekki. Og þannig mætti enn halda áfram. Til- gangur með útreikningunum er sá að fá einhverja mynd af arðsemi vökvunar. Temprun á uppgufun. Tempra má uppgufun vatns úr jarðvegi með tvennu móti: Með því að breiða eitthvað yfir jarðveg- inn til að hindra vatn í að gufa upp, og með því að mynda skjól svo að dragi úr vindhraða og þar með úr þurrki. 298 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.