Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1974, Blaðsíða 12

Freyr - 01.09.1974, Blaðsíða 12
Verðgildi - kúgildi - manngildi Togstreitan um tíma og peninga, máske fyrst og fremst um peningana, er eitt af helztu auðkennum vorra tíma. Stéttarfé- lög semja um kaup og kjör, fríðindi og hvað hér til heyrir, og ef ekki er gengið að samningum þá er verkfallsrétturinn í heiðri hafður. Þar eru boð og yfirboð og samningar — til allrar lukku — niðurstað- an. En stöðugt hærri kröfur, meira kaup, meiri frítíma, aukin hlunnindi og hver veit hvað, allt stefnandi og færandi til hærri talna, stærri upphæða, meiri veltu. Það er nú svo. Þeir eru ekki svo fáir nú- lifandi menn í þjóðfélaginu, er muna þá tíma þegar ýmsir urðu að láta sér nægja kaup, er nam einni krónu á dag, að meðal- tali yfir árið. Það voru í þá daga vinnu- menn, sem fengu 40—60 króna árskaup og svo náttúrlega fæði, húsnæði og þjónustu. Það var í þá daga er ær — loðin og lemd — eins og þá var kallað, þ. e. a. s. framgengin í fardögum, var talin viðeigandi vikukaup kaupamanns um sláttinn, en um aldamót var ærin metin á 5—10 krónur í verðlags- skrá. Til viðbótar ærverðinu fékk hann auðvitað mat sinn og húsaskjól. Hlutfallið milli kaupsins og verðgildis skepnunnar hefur vissulega raskast mikið síðan þessi mælikvarði var í gildi. Nú er landauramat að vísu úr sögunni, en við vitum þó hvers virði búféð er, í kaupum og sölu á frjálsum markaði, og svo vel eru ráðunautar og aðr- ir búmegunarfræðingar að sér í sérgreinum sínum, að þeir geta reiknað — svona nokk- urn veginn rétt — hvað það kostar að fram- leiða lifandi skepnur til ákveðins aldurs. Hitt vitum við líka, hvað hver skepna leggur sig á blóðvelli. Að sjálfsögðu er það afar breytilegt, en meðaltal er alltaf hægt að reikna og meðaltalið er því öruggara, sem stærri hópur einstaklinga er tekinn til mats. —o— Gamla matið, kýrverðið og kúgildið, þekkja aðeins gamlir menn nú orðið. Að landauramati þurfti 6 ær í hvert kúgildi. Hver þekkir nú þetta gamla mat, hundr- uð á landsvísu, álnir og fiska? Aðeins gaml- ir menn. En krónur og aura þekkja allir. Sú var tíðin, að menn töldu ekki peninga annað en gull og silfur. Ég minnist afabróð- ur míns, sem sagði frá peningum sinnar tíðar með hrifningu, það voru spesíur og dalir. „En bánkhússeðlar, það voru ekki peningar“, að hans mati. Nú mun þykja gott að fá greitt kaup í þó ekki sé nema seðlum og þeir vel metnir á vorri tíð. En hvort munu allir meta þá að verðleikum í örri hringiðu dagsins? Það þykir ekki mikill búfræðingur, sem getur ekki reiknað hvað skepnurnar hans virkilega kosta í fóðri, hagagöngu, húsnæði, hirðingu og öðru sem tilheyrir. Þetta þurfa bændurnir að geta reiknað og hagað at- höfnum sínum þannig, að sparað sé ef unnt er á kostnaðarmestu póstunum, nógu dýrar þykja afurðirnar samt, þótt þetta sé kappkostað, og reynt að framleiða á sem ódýrastan hátt. Þetta er meira en fólk reynir í almennu dagfari. Væri það gert, þá mundu ekki sí- hækkandi kaupkröfur þurfa að láta á sér bæra í hvert sinn sem samningar renna út. Auðkenni okkar tíma er fremur að eyða en spara. Gamli mannkosturinn, sem kall- aður var sparsemi, er ekki í hávegum hafð- ur nú og hver gerir áætlanir miðaðar við 300 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.