Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1974, Blaðsíða 14

Freyr - 01.09.1974, Blaðsíða 14
0 Fóður nautpenings í Noregi SAMVIRKE, sem er félagsrit Kaupfélags- ins í Oslo og grannbyggða, getur þess í nr. 16, 1973, að um það leyti sem ritið kom á prent, hafi sumarbeit búfjár verið lokið. í því sambandi er færð á vettvang spurning- um hvort afurðasemi kúnna sé nú á há- punkti. Frá því er sagt, að síðastliðið ár hafi fóður nautpenings skipst þannig: Vothey ......................... 26,3% Beit ........................... 22,6% Kraftfóður ..................... 39,1% Þurrhey og hálmur ................ 7,9% Rótarávextir ..................... 2,0% Annað ............................ 2,1% Samtals 100,0% Þess er getið um leið, að votheysnotkun hafi enn aukist og þannig fái bændur í hendur ódýrasta fóðrið, og gott að raun- gildi þess er mikið nú þar sem prótein- auðgi votheys er ríkuleg þegar vel er verk- að og prótein mjög dýrt um þessar mundir. „Þannig er vinningurinn tvöfaldur fyrir bændur“, segir tímaritið. Þess er vert að geta í þessu sambandi, að í Noregi hefur hið opinbera stutt að votheysverkun og eflingu hennar á mjög hliðstæðan hátt og hér á landi hefur gerst um súgþurrkun á undanförnum árum. Mjólkurmagnið í Noregi var á síðast ári 5.187 kg á hverja árskú að meðaltali í eft- irlitsfélögunum, eða sama magn og árið áður, en fréttin nefnir ekki hvert er fitu- magn mjólkurinnar. Ef til vill eru þessar tölur enn hærri hjá okkur, máske eru það tvær milljónir króna, sem hver 18 ára unglingur kostar. Það er ekki svo lítil fjárfesting, en tölur yfir það koma náttúrlega ekki fram í hinum opin- beru skýrslum, sem Hagstofan, Seðlabank- inn eða aðrar stofnanir senda á prent. Hitt verður líka auðskilið, að ef einhver atvinnugrein tekur við stórum hópi ung- menna, sem alist hafa upp með öðrum stéttum, er það ekki lítið fjármagn, sem henni hlotnast þannig. Þessu hefur um áraraðir verið svo varið í okkar þjóðfélagi. Sveitafólkið hefur um áratugi annast upp- eldi ungmenna í hópatali, er horfið hefur úr sveitunum á því aldursstigi, sem starfs- skeiðið hefst. Þótt vissir póstar uppeldis- ins séu studdir af þjóðfélaginu í heild, svo sem er með skólastarfið, fellur þó megin- þunginn á aðstandendur unglinganna og þegar hópar þeirra hverfa svo úr sveitinni, eins og farfuglar á hausti og koma ekki heim til síns uppruna aftur, þá fer þar fjár- magn, sem sveitin lætur af hendi við aðrar stéttir. —o— Á það var minnst í upphafi greinar þess- arar, að á vorum dögum sé flest eða allt metið til fjármuna og togstreita stétta sé oftast eða alltaf miðuð við krónutölu eða fríðindi, venjulega hvorutveggja. Við, sem erum miðaldra og eldri, munum vel þá tíma þegar manngildi var vegið á aðra vog og mælt á annan kvarða. Þá voru ýmsar dyggðir í hávegum hafðar, sem ekki kom til mála að meta til fjár. Hvernig á þær er litið í dag þarf ekki að túlka, það þekkja allir. Tökum bara iðjusemina. Til skamms tíma var litið á þann, er hafði til- hneigingu til að smeygja sér undan starfi en hirti sín laun eins og aðrir, sem persónu skylda þeim, er taka annarra eignir ófrjálsri hendi. Þetta viðhorf er ekki í tísku vorra tíma. Það þykir svo sem ekkert tiltökumál þótt fjarrvistir frá vinnustöðum, hylskni og athafnaleysi sé launað rétt eins og ötular athafnir starfsmannsins. Tákn tímanna á þessu sviði er nánast að fá sinn hlut fyrir sem minnst framlag. Og svo virðist ýmsum, bæði hér og erlendis, að rótleysi vorra tíma sé órækur vottur um minnkandi manngildi, þar sem fornar dyggðir eru að litlu metnar. G. 302 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.