Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1974, Page 15

Freyr - 01.09.1974, Page 15
ÁRNI JÓNSSON: INNDJUPSAÆTLUN Ljósmyndir af býlunum eru fengnar fró Byggingastofnun landbúnaðarins. Aðdragandi að fferð Inn-Djúps áætlunar. Fyrri hluta árs 1971 fóru fram fyrstu viSræður á milli landnámsins og stjórna búnaðarfélaga Inn- Dj úpshreppanna fjögurra, Ögur-, Reykjarfjarðar-, Nauteyrar- og Snæfjallahreppa, um landbúnaðar- vandamál byggðarinnar. Á aðalfundi Stéttarsambands bænda í sept. 1971 var samþ. tillaga um að leita eftir því við landnám ríkisins að taka að sér endurskipulagningu á rækt- un í Inn-Djúpi. Á fundi landnámsstjórnar í okt. 1971 fól stjórnin landnámsstjóra að athuga vandamál þessa byggða- lags. Veturinn 1971 og ’72 hóf landnámið gagnaöflun, sem náði til m. a. ræktunar, bústofns og húsakosts hinna einstöku jarða. Niðurstöður af þessari at- hugun leiddu m. a. í ljós, að meðalbústærð var 290 ærgildi, eða um 110 ærgildum undir landsmeðal- tali. Sumarið 1972 var þessi gagnaöflun endurskoð- uð í samstarfi við bændurna sjálfa. Um haustið var svo gerð áætlun, sem miðaði að því að leiða í ljós, hversu mikil fjárfesting væri því samfara að koma meðalbústærð £ þessum fjórum hreppum upp í landsmeðaltal, eða 400 ærgildi, og kom þá fram, að fjárfesting mundi vera um 84 milljónir króna. Innifalið í þessari fjárfestingu var bústofns- auki, útihúsabyggingar og ræktun. Um helmingur þessa fjár mundi fást sem lán í Stofnlánadeild og sem framlag samkvæmt jarðræktarlögum. Áætlun þessi var m. a. send landbúnaðarráðherra í nóvember 1972 til athugunar. 13. febr. 1973 ákveður landbúnaðarráðuneytið að skipa 5 manna nefnd til að vinna áfram að Inn- Djúpsáætlun á vegum landnámsins og í samráði við Framkvæmdastofnun ríkisins. Nefndin hóf fundi 20. febr. og hraðaði störfum sínum eftir því sem aðstæður frekast leyfðu. Náið samstarf var frá Inndjúpsáætlunin nær yfir svæði fjögurra hreppa. F R E Y R 303

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.