Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1974, Page 16

Freyr - 01.09.1974, Page 16
Tyrðilmýri í Snæfjallahreppi. byrjun haft við Fjórðungssamband Vestfjarða um tilhögun nefndarstarfa svo og viðfangsefni. í nóv- ember 1973 lauk nefndin störfum og skilaði vél- rituðum skýrslum um Inn-Djúpsáætlun til land- búnaðarráðuneytisins í þrem heftum — greinargerð og tillögur, framkvæmdaáætlun og fjármagns- áætlun. ❖ * * í byrjun desember 1973 fluttu allir þing- menn Vestfjarða tillögu til þingsályktunar um framkvæmd Inn-Djúpsáætlunar, 164 mál. 19. marz 1974 skilaði allsherjarnefnd S. Þ. nefndaráliti á þessa leið: „Nefndin mælir einróma með samþykkt tillögunnar.“ 22. marz 1974 samþykkir S.Þ. tillöguna sem ályktun Alþingis. 22. maí 1974 sam- þykkti landbúnaðarráðuneytið framkvæmd Inn-Djúpsáætlunar. Undirbúningur að framkvæmdaáætlun. Þegar þingsályktunartillagan um fram- kvæmd Inn-Djúpsáætlunar var samþykkt í Alþingi, voru strax teknar upp viðræður af hálfu landnámsins við Framkvæmda- stofnun ríkisins um hugsanlega lánafyrir- greiðslu Byggðasjóðs og ennfremur við stjórn Stofnlánadeildar um aukna lánafyr- irgreiðslu á grundvelli 6. gr. laga nr. 68/1973. 30. apríl sl. samþykkti Framkvæmda- stofnun ríkisins að verða við óskum um viðbótarlán til Inn-Djúpsáætlunar. í lok marz sl. var haft samband við alla bændur, sem ráðgert höfðu framkvæmdir á þessu ári og staðfestu þeir með bréfum og símtölum umsóknir um framkvæmdir 1974. Byggingastofnun landbúnaðarins hófst handa um gerð teikninga af fyrirhuguðum 304 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.