Freyr - 01.09.1974, Blaðsíða 18
ÆSey í ísafjarðardjúpi.
1974 verði hann metinn 25% og greiddur
af ríkisfé. Heildarupphæð í beinum óaftur-
kræfum framlögum 1974 gæti þá orðið um
kr. 6,0 millj. á áætlunarsvæði. Er þá miðað
við, að heildarupphæð sé fundin með því
að bæta aðstöðumun við verðlagsgrund-
vallarverð á framleiðsluvörum bænda, sem
koma til sölumeðferðar í sláturhúsum og
mjólkursamlögum árið 1973. Greiðsluupp-
hæð til hvers bónda miðast því við fram-
leiðslu hans á þessum búvörum.“
Með ákvörðun um að greiða 25% í að-
stöðumun til Inn-Djúpsbænda 1974 er farið
inn á nýja leið til að jafna aðstöðu bænda
eftir búsetu og til að treysta byggð á af-
skekktum landbúnaðarsvæðum, sem óum-
deilanlega standa mjög höllum fæti félags-
lega, landfræðilega, samgöngulega og veð-
urfarslega svo eitthvað sé nefnt. í skýrslu
Inn-Djúpsnefndar er bent á fjölmörg atriði,
sem skýra þennan aðstöðumun.
Spurt hefur verið um, hvaða dilk það
kynni að draga á eftir sér, ef ríkisvaldið
grípur inn í vandamál Inn-Djúpsbyggðar
með beinum fjárgreiðslum, svo sem ráðgert
er í Inn-Djúpsáætlun. Því er til að svara,
að hliðstæður aðstöðumunur finnst annars-
staðar á landinu. Má í því sambandi benda
á 3 nyrstu hreppa Strandasýslu og byggð
á Hólsfjöllum í N.-Þingeyjarsýslu.
Auk framangreindra byggðarlaga má
gera ráð fyrir, að fleiri komi til og auk
þess einstakir bæir, sem búa við lakari
aðstöðu en gerist og gengur á helstu land-
búnaðarsvæðum landsins. Viðhald byggðar
á slíkum svæðum getur verið mikilvæg
fyrir þjóðfélagið í heild og þess vegna virð-
ist réttlætanlegt að jafna aðstöðuna til að
halda við búsetu og landbúnaðarfram-
leiðslu.
í þessu sambandi er rétt að benda á, að
þótt aðstöðumunur í Inn-Djúpi sé áætlaður
25% má ætla, að flestir aðrir staðir séu
betur settir, þannig, að aðstöðumunur gæti
orðið mun minni.
Þá má vekja athygli á, að framkvæmd
Inn-Djúpsáætlunar kemur ekki til með að
opna öðrum byggðarlögum rétt til sam-
306
F R E Y R