Freyr - 01.09.1974, Side 27
Próteinlindir.
Prótein er nokkuð, sem ekki sprettur upp
eins og lindir undan hólbörðum. Þó að
gnótt þess sé þar sem dýralíf er auðugt,
er almennur skortur á því í hitabeltislönd-
um og jafnvel í tempruðum beltum hnatt-
arins. Svo er og hitt, að þótt ýmsar jurtir
safni próteini í nokkrum eða verulegum
mæli er það ekki í öllu jafn gott og gilt
eins og það er fæst úr dýraríkinu. í jurta-
próteini er talsvert eða mikið af lægri
köfnunarefnissamböndum, en vissar lífs-
nauðsynlegar amínósýrur skortir þar svo
sem lysin.
Um undanfarin ár hefur viðleitni verið
viðhöfð til þess að fá yfirlit yfir prótein-
notkun annarsvegar og framleiðslu sömu
vöru hinsvegar. Alþjóða-félagsstofnanir
hafa staðið fyrir þeim rannsóknum. Þær
hafa sýnt, að árið 1965 nam heimsfram-
leiðsla próteins um 80 milljónum lesta en
ályktað, að þörfin væri 105 milljónir svo
að skorturinn nam þá um 25 milljónum
lesta. Skortur þessi er alvarlegur á ýmsum
hnattsvæðum, jafnvel þó ekki sé um orku-
hungur að ræða. Gerir hann sín vart sér-
staklega á öllu ungviði og er gleggstur í
formi rýrra og vesalla vöðva á öllu ung-
viði, einkum á landssvæðum heitari hluta
heimsins. Allir játa, að prótein úr dýra-
ríkinu er gildisauðugra en það, sem fæst
úr heimi flórunnar, enda er hið fyrrnefnda
að öðru jöfnu greitt talsvert hærra verði
en hið síðargreinda.
Leit að nýjum próteinlindum.
Með framangreindar staðreyndir í huga
hefur um áraraðir verið sýnd viðleitni
víða um lönd til þess að kanna aðferðir
til að vinna köfnunarefni úr loftinu, á líf-
rænan eða efnafræði-tæknilegan hátt.
Hafa menn aðallega haldið sig við þá að-
ferð að nýta sem aflgjafa orkulindir, er
fyrirfinnast í náttúrunni og næra örverur
eða lífverur á lágu tilverustigi, á síðari ár-
um er talsvert fengizt við ræktun þangs og
baktería, sem hafa ört vaxtarskeið og nýta
ólífræn köfnunarefnissambönd til viður-
væris.
Einnig hafa gersveppir komið mjög við
sögu í þessum efnum á síðari árum. Reynt
hefur verið — með góðum árangri — að
rækta gersveppi á mysu, sykurrófum, mel-
assa, malti, vínberjasafa og fleiri sykur-
ríkum efnum svo sem sykurreyr og jafnvel
tréni. Þetta getur allt gengið en kostar mis-
jafnlega mikið og umfram allt verður að
taka tillit til verðsins á orkugjafanum, sem
notaður er, próteinið má ekki verða óhóf-
lega dýrt.
Afgerandi viðhorf mótaðizt þegar upp-
götvað var, að gersveppur nokkur getur
þrifist á jarðolíu sem orkugjafa.
Lífvera sú hefur fengið heitið BP-gerið.
Nafnið stafar af því, að vísindamenn hjá
olíufélaginu BP (British Petroleum) kom-
ust að því, nærri því óvart, að á olíu gat
vaxið sveppur, er nýtir köfnunarefni lofts-
ins sér til viðurværis og byggir prótein af
því.
Alfred Champagnat heitir franskur mað-
ur, er fékk þá hugmynd, að úr því að um-
ræddur sveppur gæti notað olíu sem orku-
gjafa og bundið köfnunarefni loftsins, væri
hugsanlegt að þannig mætti skapa fullgilt
prótein með aðstoð sveppanna. Hann stýrir
Lavera-olíuhreinsunarstöðunni í Frakk-
landi og í samráði og samvinnu við efna-
og gerlafræðistofnun í Marseilles var haf-
izt handa um tilraunir á þessu sviði.
Fyrir aðeins 12 árum mótaði hann starfs-
háttu í þessu skyni og með samþykki og
fjárframlögum BP var hafizt handa árið
1962 — fyrir aðeins 10 árum — að taka
verkefnið upp á starfsskrá og verja fjár-
munum í tilraunaskyni til þess að fram-
leiða prótein kerfisbundið, með aðstoð
sveppagróðurs og olíur sem næringarefni.
Dýratilraunir.
Áður en kerfisbundnar tilraunir hófust var
vel vitað, að takast mætti að framleiða
F R E Y R
315