Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1974, Blaðsíða 28

Freyr - 01.09.1974, Blaðsíða 28
prótein á umræddan hátt, en hvers virði er það prótein samanborið við t. d. það, sem vinnst úr loftinu með ræktun belg- jurta? Það mál var auðvitað eðlilegt og sjálfsagt að kanna. Þetta rannsóknarefni var síðan tekið til meðferðar á Lavera-stöðinni í Frakklandi og einnig í Grangemouth í Skotlandi árið 1965. Frá 1964 hafa hollenzkar tilrauna- stöðvar einnig framkvæmt rannsóknir og „toksikologiskar“ tilraunir með tugþúsund- ir dýra til þess að fá úr því skorið hvort umrædd prótein valdi eitrunum eða hafi skaðleg áhrif á æðri lífverur, sem eta það. Á umræddum stöðvum hafa endurteknar tilraunir verið gerðar undanfarin ár á hænsnum og svínum, þannig, að í stað fiskimjöls og soyamjöls hefur olíuprótein verið notað í fóðurblöndur handa þessu bú- fé, og til samanburða haft hið venjulega verðmæta prótein úr dýraríkinu. Má um árangur þessara tilrauna segja, að þær lofa góðu. Á fleiri rannsóknarstofnunum er nú verið að prófa olíu-prótein af þessu tagi, m. a. var það reynt á Landökonomisk For- sögslaboratoríum í Kaupmannahöfn síðast- liðið ár við fóðrun aligrísa, með sérlega góðum árangri segir forstöðumaður deild- arinnar. Próteinframleiðslustöðvar. FREYR hefur áður sagt frá nýjung þeirri, er hér um ræðir og birt mynd af kerfi því, sem unnið er eftir á fyrsta stigi framleiðslu verksmiðju-próteins. (Sjá FREY bls. 89, 1971). Aðeins tvö ár eru síðan heimilað var að hefja framleiðslu próteins á umræddan hátt með verksmiðjusniði. Þær tvær verk- smiðjur, sem á er minnzt hér að framan, önnur í Frakklandi, er framleiða skal 20.000 lestir á ári, hin í Skotlandi, miðuð við 4.000 lesta árlega framleiðslu, eru nú í starfi. Reynslan á nú að sýna og sanna hver ár- angurinn verður af þessari nýjung á hag- nýtum vettvangi. Hvernig gengur fram- leiðslan? Hvað kostar próteinið? Hver er árangur af nýtingu þess? Svör við þessu og fleiru birtir reynslan. Hún er ólýgnust hér eins og annarsstaðar. Auðvitað kosta svona tilraunir of fjár, sem BP ver í þessu skyni, en allar tilraunir kosta fé, sem vænta að eflaust þjóni mannkyninu til gagns og góðs. G. Ráðningarstoía landbúnaðaríns er starfrækt á vegum Búnaðarfélags Islands og er opin allt árið. — Dagleg afgreiðsla er virka daga frá kl. 9—12 og 13—17, nema á laugardögum. Hlutverk ráðningarstofunnar er að aðstoða bændur við ráðningu verkafólks, þ. e. tmglinga og fullvaxinna manna og kvenna, til hverskonar sveitastarfa. Milligöngu um vistun bama — yngri en 12 ára — getur ráðningarstofan ekki sixmt. Nauðsynlegt er, að bændur í fjarlægum sveitum hafi umboðsmenn í Reykja- vík, er ráðningarstofan getur snúið sér til í sambandi við upplýsingar, sem vinnuveitandi og vinnuþiggjandi gagnkvæmt óska að fá, áður en ráðningar eru bundnar fastmælum. RÁÐNINGARSTOFA LANDBtJNAÐARINS Sími 19200 — Reykjavík 316 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.