Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1974, Qupperneq 30

Freyr - 01.09.1974, Qupperneq 30
Tilstuðlan ánamaðksins í þessu efni er sér- lega mikilvæg. Anamaðkurinn grefur göng um jarðveginn og um þau streymir loft, súrefni kemst um þau til róta og til lífvera þeirra, sem hagræða lífrænum efnum og gera þau að nothæfri næringu fyrir jurt- irnar. Það er sem sé þannig, að rotnandi lífræn efni þurfa að molast og rofna niður í frumefni til þess að frumur jurtanna geti hagnýtt þau sér til viðurværis, — til nær- ingar. í því efni er ánamaðkurinn góð hjálp, því að hann nærist af jurtaleifunum, nærist af þeim og skilar þeim sem brota- brotum. Hann grefur ekki göngin 1 mold- inni, — til þess hefur hann engin tæki — hann blátt áfram sagt étur moldina og flyt- ur hana í gegn um hinn einfalda melting- arveg sinn og tekur næringuna til sín á þeirri leið. Þegar moldin er sérlega laus getur hann þó, með vöðvaafli sínu, þrengt sér áfram í moldinni. Á leið sinni í gegn um jarðveginn étur hann aldrei lifandi jurtahluta. En hann hagræðir efnunum til góðrar og gagnlegrar nýtingar jurtum og öðrum gróðri. Þegar raki og ylur er hæfilegur er ána- maðkurinn helst í gróðurlagi moldarinnar, efstu 10—20 sentimetrunum, en þegar kólnar í veðri, á haustnóttum, borar hann sig niður og þegar jarðvegsdýpi leyfir finnst hann stundum 50—100 sentímetra undir yfirborði á vetrum. Þar liggur hann í dvala en skreiðist svo til yfirborðs þegar betur árar. í vætutíð, þegar jarðvegurinn verður vatnsósa, má einatt sjá fjölda ána- maðka á eða í yfirborði jarðvegs, stundum skríðandi um stéttir og steinhellur. Hann sækist eftir rakri mold en ekki eftir því að liggja í vatni því að í vatni er of lítið af súrefni til lífshræringa hans. Af þessu er auðskilið, að eins og ána- maðkur sækist eftir myldnum og næring- arríkum jarðvegi, þannig er hann sérlega jarðbætandi aðili. Vel unnin jörð er þannig góður gróðrarbeður fyrir hann. * * * Ánamaðkur er sérlega gagnleg lífvera við ræktun jarðar og góður liðsauki í ræktun- arstörfum bænda. Ýmsir þekkja þar að auki gagnsemi hans í þágu veiðimanna hvort sem er til lax- eða silungsveiða. Þykir sumum þéttbýlisaðiljum lítið varið í ágang veiðimanna í garðlönd sín, þar sem snemmsumars er stundum gengið um garða með óhæfilegum aðförum, gróðri er spillt og önnur spjöll unnin, einkum þar sem „stóri breski ánamaðkurinn“ lifir, en það er sérstakt afbrigði, sem kvað hafa verið flutt hingað af enskum laxveiðimönnum fyrir mörgum árum og virðist þrífast hér mæta vel. Eigi vitum vér hve mörg afbrigði ána- maðks lifa hér á landi, máske geta dýra- fræðingar upplýst það. Hitt er staðfest, að í Svíþjóð eru 14 afbrigði ánamaðka, frá 3 sm til 16 sm að lengd fullvaxnir. í venjulegum görðum eru þar taldar vera fjórar eða fimm tegundir og aðrar tegundir svo í öðrum jarðvegstegundum. í ýmsum löndum heims eru aðrar tegundir — önnur afbrigði — og í Ástralíu eru til ánamaðkar, er ná allt að 3 metra lengd. Það hljóta að vera heilmiklir hellar, gangarnir, sem þeir dólpungar mynda um jarðveginn. ❖ * * Um síðastliðin 10 ár hafa tveir Svíar, við Háskólann í Lundi, unnið að rannsóknum viðvíkjandi lífsskilyrðum og lífsháttum ánamaðksins og leitast við að finna árang- ur starfa hans við ólík skilyrði. Þetta er gert í þeim tilgangi að komast að raun um hvernig hægt er að efla tilveru þessa fúsa starfsaðila ræktandans, sem rækir störf sín með vöðvaorku, því að engin eru í honum beinin og ekki er hægt að segja, að hann inni nokkur störf af hendi, því að ekki hefur hann hendur, aðeins eru á hliðum hans vörturaðir, sem þrýsta frá sér, eins- konar herfishnúðar, gröfutennur, eða hvað helst má líkja þeim við. En aðal-starfs- 318 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.