Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1974, Qupperneq 31

Freyr - 01.09.1974, Qupperneq 31
cækið er munnurinn, og meltingarvegurinn er verksmiðjan. Við rannsóknir sínar hafa Svíarnir kom- ist að raun um, að í góðum jarðvegi geta verið allt að 200 ánamaðkar í hverjum fer- metra lands, og að í grasi vöxnu landi er meira af ánamaðki en í opnum akri. Þeir hafa einnig komist að raun um, að ef laufi og öðrum jurtalaufum er safnað og flutt burt af svæðinu þá er verið að skerða næringarforða ánamaðksins. Með vinnslu jarðvegsins verða ótal dauðsföll í hópi þessara vinnsluaðilja, en ánamaðkur á auðvelt með að auka kyn sitt því að hann er tvíkynja, með öðrum orðum, hann er sjálffrjóvgandi, eins og ýmsar tegundir í jurtaríkinu. Löngum hefur það verið góð og gild kenning, að hægt sé að fjölga ána- maðki með því að slíta hann sundur í tvo hluta. Þessari kenningu hafna umræddir aðiljar algjörlega. Þó segja þeir, að sé að- eins lítill stubbur afturenda ánamaðks slit- inn af geti hann lifað, annars ekki ef slitinn er eða skorinn í tvennt. Ánamaðkur veit skil dags og nætur, en hann hefur ekki augu í venjulegum skiln- ingi heldur eru það sérlegar frumur, sem greina ljósáhrif. Og að einhverjum leiðum gerir hann sér grein fyrir eðli eða bragði þeirra næringarefna, sem völ kann að vera á. Þannig kýs hann viss blöð öðrum frem- ur, hesliblöð t. d. fremur en beykiblöð. * ❖ * Ánamaðkurinn unir sér best í moldinni þegar hún er 100% rakamettuð, þ.e. þegar við kornin loðir svo mikill raki, sem þar getur mestur tollað. Sérlega hafa þeir félagar kannað hvort nokkur samvinna á sér stað meðal þessara lífvera. Hafa þeir komist að raun um að svo muni vera, að minnsta kosti getur litið svo út við ákveðin umhverfisskilyrði, og þótt ánamaðkur sé yfirleitt tvíkynja er hann engan veginn andhverfur því að frjóvga aðra einstaklinga innan hópsins, og það skeður ekki svo sjaldan. Vaxtar- og þróunarferill ungviðsins er að sjálfsögðu þeim mun örari, sem aðstaða og umhverfi búa betri lífsskilyrði, en sú saga er talsvert flókin og raunar er ræktandan- um ekki svo létt fyrir að skapa vaxandi ungviði ánamaðks hin ákjósanlegustu skil- yrði. Að vísu eru til ánamaðka-ræktendur, sem hafa fengið æfingu og leikni í starfi sínu, en það er aðallega unnið í þeim til- gangi að hafa ánamaðk sem verslunarvöru fyrir þá, sem stunda laxveiðar, því að vænn og vel lifandi ánamaðkur, með öllum sínum hundruðum vartna á yfirborði sínu, er á- litlegur góðbiti spriklandi laxi, sem er að safna næringu til þess að styrkja verðandi kynslóð, er með honum þróast og njóta skal lífs og vaxtar í möl straumvatns á fyrsta æviskeiði. Ánamaðkurinn er því góður styrkjandi æðri lífvera og þar með tilveru mannkyns- ins þótt beinlaus sé og blindur. Maí 1974 F R E Y R 319

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.