Freyr - 01.09.1974, Síða 32
Nautgripahúðir
Venjuleg fláning
innkaupsverð kr/kg
Slátran stórgripa hefur að undanförnu ekki
aukist að sama skapi og nemur fjölgun
þeirra, en að því hlýtur að koma, að meira
og meira kjöt af nautpeningi kemur á
markað, auðvitað af því að fjöldi slátur-
gripa vex. Hér skal ekki rætt um kjötmat
og kjötverð af þessum sláturgripum, þótt
það sé atriði út af fyrir sig að því er snertir
mismunun, sem gerð hefur verið á kinda-
kjöti og nautgripakjöti í niðurgreiðslum
hins opinbera. Það er þáttur út af fyrir sig,
með öllu óskiljanlegur öllum nema þeim,
sem verðinu ráða. Takmörkuð hvatning til
framleiðslu góðs kjöts af því tagi hefur
verið uppi, sem von er þegar þessu kjöti
er mismunað í opinberu verðlagi svo sem
raun er á. En kjötið er þó flokkað við mót-
töku.
Hitt er vel vert eftirtektar, að eins og
kjötið er flokkað við mat, eftir því á hvaða
aldri stórgripir eru og svo eftir gerð og
gæðum hvers kjötskrokks, þannig ber einn-
ig að meta húðir og skinn, því að á þeim
er verulegur eða mikill munur eftir því
hverjir gripirnir eru, sem húðir eru flegnar
af.
Áður en þess er minnst hvernig húðir
eru metnar við móttöku hér, er ekki óvið-
eigandi að geta þess hvernig aðrir meta og
verðleggja hliðstæða vöru. Við skulum
taka þar dæmi sem Landbrugsrádets med-
delelser tjáir frá 25. júní í ár, þar sem
greint er frá verði ýmissa húða og skinna,
mismunandi eftir tegund gripa og stærð
(þyngd húða) því að vissulega má ætla,
að mismunur á stærð og gæðum hér geti
verið í nokkru samræmi við það, er ann-
arsstaðar gerist og byggt er á gamalli og
nýrri reynslu markaðsmála. í eftirfarandi
tölum er margfaldað með gengi íslenskrar
krónu, sem þá var kr. 15,50 = 1 dönsk.
Kýrhúðir, allt að 24 kg...... 61,40
do 24,5 kg og þyngri...... 61,40
Uxahúðir 18,5—24 kg............ 63,55
do 24,5 kg og þyngri........ 35,50
Kvíguhúðir 18,5—24 kg.......... 69,60
do 24,5 kg og þyngri........ 59,70
Nautahúðir 18,5—24 kg......... 63,55
do 24,5—30 kg .............. 50,85
Uxa- kvígu- og nautahúðir und-
ir 18 kg ................... 85,25
Kálfaskinn 4—8 kg............ 102,60
do 8,5—13 kg................ 92,40
Geta ber í þessu sambandi, að hnall-
flegnar húðir eru greiddar um það bil 10%
hærra verði en hér greinir og þegar um
vélfláningu er að ræða er verðið 3% hærra
en hnallflegnu húðirnar. Verðmismunurinn
byggist að sjálfsögðu á skemmdum þeim,
sem um ræðir á húðum við fláningu eftir
því hvaða fláningaraðferð er viðhöfð.
í sama riti er frá því sagt, að hrosshúðir
séu yfirleitt borgaðar eftir stærð, en ekki
eftir þyngd. Hrosshúðir frá 660—1260 ís-
lenskar krónur og tryppahúðir 250—650
Þegar um þetta er rætt er viðeigandi að
líta á hvern mælikvarða við leggjum á
húðirnar af stórgripum okkar. Ekkert er
eðlilegra en að mat og greiðsla miðist við
frágang, auk stærðar og vænleika, en hér
eins og annarsstaðar hlýtur frágangurinn,
eða með öðrum orðum fláningin og svo
kæling og geymsla, að hafa mjög mikil
áhrif á matið og um leið verðið. Hvað verð-
ið snertir er það auðvitað markaðsverð er-
lendis, sem ákveður hvað framleiðandinn
fær í sinn hlut, en það er breytilegt eins
og allir þekkja.
En til þess að hafa eitthvað til saman-
burðar um okkar viðhorf og annarra, var
sjálfsagt að spyrja um matsreglur og mót-
töku hér, og þar upplýsti Oddur Kristjáns-
son, hjá SÍS, eftirfarandi:
320
F R E Y R