Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1974, Blaðsíða 35

Freyr - 01.09.1974, Blaðsíða 35
Tölurnar sýna heildarútlán Stofnlánadeildar Iandbúnaðarins og Veðdeildar Búnaðarbankans til fjárfest- inga, í milljónum króna, skipt eftir sýslum. / FREV hefur borist skýrsla um starfsemi Búnaðar- banka íslands fyrir árið 1973. Hún ber það með sér, að árið hefur verið hag- stætt, framhald hefur verið á örri þróun síðustu ára og má m. a. geta þess, að innlán hafa því nær tvöfaldast á síðustu þremur árum. Útlán hafa vissulega aukist verulega á árinu, þó ekki jafn hraðfara og innlánin. Sjálfvirk lán eins og afurðalán og lán til Framkvæmdasjóðs, sem háð eru innlánsaukningunni, valda því, að aukning heildarútlna verður svo mikil sem raun her vitni (29%). Þegar litið er til sjálfráðra lána þ. e. lán- veitinga, sem bankinn hefur sjálfur ákvörðunarvald yfir, kemur í Ijós mun minni aukning. eða 24%. Hefur hankinn leitast við að halda í tauminn hvað þetta snertir, enda brýn nauðsyn til á tímum slíkr- ar þenslu í efnahagskerfinu. Útlánastefna hankans er alhliða, en samfara hin- um öra vexti útibúanna hefur Búnaðarbankinn í ríkari mæli tekið þátt í lánveitingum til sjávarút- vegsins, sem leiðir af hlutdeild bankans í atvinnu- háttum héraðanna. Starfsemi Búnaðarbankans fer fram á 6 stöðum í Reykjavík, fimm útibúum auk aðalbankans, og 14 stöðum utan Reykjavíkur, 10 útibúum og fjórum umboðsskrifstofum. Hafa útibú hankans og skrif- stofur utan Reykjavíkur í flestum tilvikum verið stofnuð með samningi bankans við sparisjóði og innlánsdeildir kaupfélaga, sem fyrir voru. F R E Y R 323

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.