Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1974, Síða 37

Freyr - 01.09.1974, Síða 37
Yfirlit yfir útlán við árslok 1973. Til atvinnuveganna Til emkaaðila Til opinberra aðila bréfasala Framkvæmdasjóðs, sem áður er getið, er stærsti liðurinn í þessari aukningu. Yfirdráttur á hlaupareikningum nam 733 millj- ónum í árslok, og er hér um að ræða nánast sömu tölu og árið áður. Verulega hefur dregið úr notkun þessa Iánsforms síðustu árin. Útlán til hinna þriggja aðalþátta efnahagskerfis- ins breyttist hlutfallslega séð lítið á árinu. Til atvinnuveganna námu útlán 3574 milljónum, til opinberra aðila 607 milljónum og til einkaaðila 540 milljónum í árslok. í fyrstnefnda flokknum er hlutur landbúnaðarins langmestur, 1484 milljónir, eða 41,5%. Varð mjög veruleg aukning lána í þessa atvinnugrein á árinu, nánar tilgreint 459 milljónir. Lánveitingar til verzlunar námu 737 milljónum, iðnaðar 655 milljónum og til samgangna og þjón- ustustarfsemi ýmiss konar, en þar með eru ferða- mál talin, námu lánveitingar 467 milljónum. Staðan við Seðlabankann. Á viðskiptareikningi Búnaðarbankans í Seðlabank- anum var innstæða 509 milljónir króna í árslok. Þessi eignareikningur speglar Iausafjárstöðuna, sem aldrei fyrr hefur verið jafngóð, hvort heldur litið er til áramótastöðunnar eða ársins yfirleitt. Búnaðarbankinn átti um áramót 1183 milljónir á bundnum reikningi vegna bindiskyldu innlánsfjár. Staðan á þessum reikningi hækkaði um 390 mill- jónir á árinu. Tvívegis var bindiskyldan aukin á árlnu og var í árslok 22% af innlánum í stað 20% bindingar, sem verið hafði í gildi um nokkurt ára- bil. Endurkaup Seðlabankans námu í heild 1016 mill- jónum, þar af voru afurðalán 873 milljónir. Jukust endurkaupin á árinu um 295 milljónir. Þegar tekið hefur verið tillit til þessara þriggja þátta kemur í Ijós, að nettó-eign í Seðlabankanum var 674 milljónir í árslok, en hafði verið 418 mill- jónir árið áður. Rekstur bankans. Rekstraryfirlit sýnir, að til ráðstöfunar um áramót voru tæplega 40 milljónir króna, en til samanburðar rúmlega 24 milljónir árið áður. Til afskrifta var varið 10 milljónum og í varasjóð runnu tæpar 30 milljónir. Bókfært eigið fé nam í árslok 130 milljónum og hafði aukizt um 30,8%. Aukning heildarfjármagns- ins varð hins vegar 1743 milljónir eða 34,0%. Kostnaður við rekstur jókst um tæplega 42 mill- jónir eða 34,3% samanborið við 32,0% árið áður. Starfsmenn voru 199 í árslok þar af 54 í útibúum utan Reykjavíkur og hafði þeim fækkað um 6 frá fyrra ári. Hér er meðtalið starfsfólk Stofnlána- lánadeildar landbúnaðarins og Veðdeildar. Útibú var stofnað á Hólmavík hinn 24. apríl með samningi við tvo sparisjóði, Sparisjóð Kaldrana- neshrepps og Sparisjóð Kaupfélags Steingrímsfjarð- ar. Útibússtjóri er Guðmundur Eiðsson, áður bókari við útibúið á Akureyri. Tvær umboðsskrifstofur voru settar á laggirnar, önnur á Laugarvatni 8. júní frá útibúinu í Hvera- gerði og hin á Hofsósi 1. desember, með samningi við Sparisjóð Hofshrepps, en sú skrifstofa er rekin af útibúinu á Sauðárkróki. Framkvæmdir hófust við nýbyggingu bankans á Blönduósi, en útibúið hefur um árabil verið í bráða- birgðahúsnæði. F R E Y R 325

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.