Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1974, Qupperneq 42

Freyr - 01.09.1974, Qupperneq 42
AHtaf kemur eitthrað nýtt Löngum var heyið þurrkað á teigi. Það var sól og vindur, sem þá stjórnaði hraða hey- þurrkunar og svo auðvitað athafnir manns- ins. Svo kom súgþurrkunin. Með henni kom stofnkostnaðarframlag, búnaður sá, er gera þarf í hlöðu með tilheyrandi vél, sem knýr blásara og sendir gust í gegn um stæðuna. Þessi leið er öruggari til góðs árangurs, því er ekki að neita. Hraðþurrkunin er á ferðinni á sama tíma og hún er ágæt, en við hana loðir aðeins sá ókostur, að hún er dýr og flest bendir til að þessi aðferð sé öðrum dýrari, en um leið vinnst þó það, að tap verðmætra efna er lítið, svo að verð- lagsþróun hráefna ræður mestu um endan- legar niðurstöður. Og enn er nýtt á ferðinni. Nokkuð bendir til þess, að innan tíðar verði sláttuvélin úrbúin með örbylgjutækjum, sem hafa þau áhrif strax við slátt, að sérlegar bylgjur hindri frekari öndun jurtanna og þannig dofni öll frumustarfsemi, og blöð og strá þorni á stuttri stund ef annars er þurrt. Öndun jurta þýðir efnatap eftir að slegið er og það, að hindra öndunina, þýðir snögg- an dauða, en það er einmitt það er gera skal og koma skal, segir WOLF búvísinda- maður við verkfræðiskólann í Virginia í Bandaríkjum Ameríku, en þar eru tilraunir um þetta efni gerðar. Hann segir, að 50 stiga heitar örbylgjur þurfi til að stöðva alla hvatastarfsemi frumanna og stöðva þannig öndunina, og hér sé nýjung til stór- fenglegra framfara á næsta leiti. Á hverju þingi af þessu tagi er það venja, að einn hinna erlendu gesta gangi í ræðu- stól og tjái sig fyrir hönd þeirra allra. Kom það í hlutskipti undirritaðs að þessu sinni. Með því að hræra þann streng um verndun og nýtingu lands í þágu búskapar og til forsjár bændastéttarinnar, sem allir ættliðir hafa leikið á og við haldið, fengust samstæðar undirtektir þingheims. Eins og landnemar vígðu lönd sín með brennandi kyndla á ásum, hjöllum og hnjúkum, þannig verða bændur nútímans að kynda varðelda um rétt sinn og helga sér hann í þágu þjóðarinnar, sem nauðsyn- lega hlýtur að sækja hinar frumstæðustu nauðsynjar að þeim arni, sem þar er kynt- ur — að þeim akri, sem þar er plægður. í því efni mætti hvatning Tryggve Bjerkhreim gilda: „Áh, Norges kárne menn, som bor i grenn og gardar, slökk ej de gamle vardar, som enn pá fjelli brenn.“ Þingið stóð í þrjá daga og endaði með virðulegri veislu, sem gaf tækifæri til að ræða við unga og aldna fulltrúa úr öllum landshlutum og kanna viðhorf þeirra til nútíðar og framtíðar, sem að sjálfsögðu eru á ýmsa vegu, sumpart eftir persónulegum aðstæðum, annars eftir staðháttum og tímabundnum viðhorfum, sem nágrennið eða stjórnvöld landsins hafa í mótun. G. 330 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.