Freyr - 01.09.1974, Qupperneq 43
BÆNDUR Á SVÆÐI
Efnahagsbandalagsins ern 5,7 milljónir segja er-
lendar fréttir. Skipting þeirra eftir þjóðum er sem
hér segir:
ítalskir bændur 38%
Franskir — 25%
Vestur-þýskir — 19,1%
Breskir — 5,5%
Irskir — 4,7%
HoIIenskir — 2,9%
Danskir — 2,4%
Belgiskir — 2,3%
Luxemburg. — 0,1%
KORNVERSLUN RÍKISINS
í Noregi, hefur starfað síðan 1928 og á liðnum 46
árum fært starfsemi sína til vel kerfaðs fyrirkomu-
Iags í hvívetna.
A síðasta ári voru vígð síló, sem rúma skulu
40.000 tonn af melassa. Þau eru reist í Stavangri,
en þar er einnig stærsta sílósamstæðan, sem ætluð
er til móttöku á erlendu og innfluttu korni. I>ar er
rúm fyrir 140.000 tonn korns og við sílóin geta
50.000 tonna sílóskip lagt til tæmingar. Eiginlega
er þetta — eða getur verið — langbesta birgðastöð
á Norðurlöndum, enda nota Svíar t. d. aðstöðu þar
er á þarf að halda.
Kornhlöðubyggingar verslunarinnar á undan-
förnum árum, hafa afskrifast á örskömmum tíma,
þannig, að með hagkvæmum innkaupum hefur
verið unnt að vinna stórar fjárhæðir og geyma í
eigin hlöðum. Og með liækkandi verði korns á
heimsmarkaði hefur einnig verið unnt að halda
innanlandsverði mun lægra en almenn markaðs-
skilyrði hafa boðið. Melassasílóin í Stafangri eiga
að tryggja möguleika á varðveislu mikils magns
til blöndunar í fóður þótt eitthvað beri út af með
framleiðslu eða sölu á erlendum mörkuðum. Raun-
ar er öll starfsemi Kornverslunarinnar við það
miðuð að skapa öryggi, en það er nokkuð sem
fært hefur norsku þjóðinni milljarða verðmæti á
liðnum árum.
KORNBIRGÐIR
hinna stóru framleiðslulanda þurru í hitteðfyrra
þegar kornuppskeran brást í Rússlandi vegna
þurrka. Þá og síðan hefur öll kornvara á heims-
markaði verið í háu verði og því er spáð, að mjög
sé ólíklegt að verðið falli aftur svo nokkru nemi,
enda tæplega við því að búast því að verðlag bæði
kornvöru og próteinvöru mótast af því, að skortur
er á þessum nauðsynjum í heiminum og fólk hefur
fallið úr hungri og ófeiti um undanfarna mánuði,
einkum í Afríku og Austurlöndum.
Við þetta bætist nú, þegar þetta er skráð, í maí-
lok, að útlit er á ýmsum stöðum fyrir verulegan
uppskerubrest vegna ofþurrka.
I fyrra áttu Svíar afgang af uppskeru brauð-
korns (hveiti og rúgs) sem nam um 800 þúsund
tonnum, en allt er þar þrotið og í þurrkum vor-
mánaðanna skrælnaði jörð og gróður víða um Norð-
urlönd, sandur og mold fauk af ökrum og tók með
sér óspírað eða lítt spírað útsæði og bar það út í
veður og vind. Það eykur ekki uppskerumagn eða
líkur fyrir góðri eftirtekju af kornökrum. Segja
má að vísu, að uppskera eins lítils lands, eins og
Svíþjóðar, afgeri ekkert í sambandi við heims-
birgðir, og er það rétt, en þegar álíka útlit og hér
hefur verið Iýst, virðist nú vera um norðanverða
Evrópu og langt inn í Rússland, þá er gefið að
miklar líkur eru til þess, að þessi Iandsvæði skili
ekki nógu korni í þjóðarbúin svo að sækja þurfi
korn til manneldis til annarra heimsálfa, eins og
gerst hefur um áraraðir.
Norðmenn keyptu hveiti og rúg af Svíum og
Svíar framleiddu hrökkbrauð úr 30 þúsund tonnum
af korni og hagræddu uppskeru sinni annars til
sölu á fleiri vegu. En nú, ári síðar er viðhorfið
allt annað. Annars er það svo, að sterkefnuð þjóð
eins og Svíar, neytir kornvöru í stöðugt minnkandi
mæli rétt eins og gerist með öðrum ríkum þjóðum.
KRAFTFÓÐURKÝR
Með aukinni notkun kraftfóðurs handa norskum
kúm hefur mjólkurmagn þeirra vaxið stórlega á
fáum árum. Hafa sumir gefið það í skyn, að verið
sé að rækta þar gripi „kraftfóðurkýr“, sem í
minnkandi mæli geti breytt gróffóðri í mjólk og
kjöt. Frá öðrum hliðum er þessu andmælt kröft-
uglega og jafnvel staðhæft og byggt á reynslu, að
með aukinni kraftfóðurnotkun hafi tekist að skapa
þróttmikinn stofn, sem einnig geti breytt auknu
magni gróffóðurs í manneldisvöru.
F R E Y R
331