Freyr - 01.09.1974, Síða 46
M°L AR
ÞRÓUN 874—1974
Svo var nefnd sýning, er opin var í sýningarhöll-
inni í Reykjavík á skeiðinu 25. júlí til 11. ágúst
s. 1. Skyldi hún gefa til kynna þróun þá, er orðið
hefur í atvinnuháttum þjóðarinnar á því skeiði,
sem forskriftin túlkar, en auðvitað er það þróun
síðustu aldar fyrst og fremst, því að svo sem kunn-
ugt er voru atvinnuhættir íslendinga álíka eða
eins frá upphafi byggðar hér á landi til síðustu
aldamóta.
A sýningunni var einnig yfirlit um þróun og
sögu Reykj avíkurborgar frá því hún fékk kaup-
staðarréttindi og til þessa dags.
Sérleg deild var á sýningunni yfir þróun land-
búnaðarins, fyrst og fremst sem tölur og töflur, en
einnig í myndum, og landgræðslan átti þar sinn
umfangsmikla skika í náttúrlegum sniðum.
Við sama tækifæri var um að ræða búvörukynn-
ingu af hálfu sölustofnana landbúnaðarins.
Vonandi getur FREYR flutt nánari greinargerð
um sýninguna við tækifæri.
Dýralæknaþing
Norrænt dýralæknaþing var háð hér á landi í
fyrsta skipti á þessu ári, dagana 7.—11. ágúst. Með
reglulegu millibili hafa slík norræn þing verið háð
á Norðurlöndum til skiptis og hið fyrsta var haldið
árið 1902. Umrætt þing, sem hér var háð, var hið
XII í röðinni.
Um 450 dýralæknar sóttu þingið og svo konur
ýmissa svo að hópurinn var samtals um 800 manns.
Miðstöð þingsins var Háskóli íslands og Norræna
húsið. Til meðferðar voru fjölmörk mál varðandi
dýralækningar, lyf til lækninga og varnar, hrein-
lætis- og heilbrigðismál, mengunarmál og sitthvað
fleira, en störf dýralækna ná yfir fjölþættari svið
en fyrr gerðist, stundum inn á vettvang almennra
heilbrigðisefna í mannheimum og ekki aðeins innan
dýraríkisins, hið síðastnefnda einkum á sviði meng-
unar og smitunar milli manna og skepna.
Um miðjan ágúst
þegar lokið var próförkum að þessu hefti FREYs,
mátti segja að heyskap væri um gjörvallt land að
mestu lokið, í sumum sveitum alveg lokið, enda
hófst hann snemma. Yfirleitt var háarslætti lítt
sinnt enda langur beitartími framundan. Heyfengur
mun vera um eða yfir meðallag að vöxtum, en
gæðin talin sérleg, að minnsta kosti víða um land
ef ekki almennt.
Landsbygdens folk
finnskt málgagn bændanna, segir frá því nýlega,
að atvinnuráð Finna hafi ákveðið verð tilbúins
áburðar til bænda og nemi hækkunin frá því í
júlí 1973 sem hér segir:
Köfnunarefnisáburður . . 20%
Fosfatáburður ......... 33,5%
Kalíáburður ........... 40%
Þess er getið um leið, að síðan í júní í ár nemi
meðalhækkun áburðar um 18%.
Við sama tækifæri er þess getið, að einnig hækki
allt kraftfóður nokkuð í verði, og í Finnlandi sé
fóðurskortur svo að til landsins verði að flytja
maís í auknum mæli.
Þurrkarnir
um Norðurlönd á síðasta vori og fram á sumar,
hafa það í för með sér, að talsverður hnekkir er
á uppskeru korns á ýmsum landssvæðum, sums-
staðar í þeim mæli, að talið er naumast taka því
að fara um landið með uppskeruvélar. Þetta leiðir
aftur til þess, að t. d. Danir reikna með talsvert
meiri innflutningi kornvöru til fóðurs en í meðal-
ári.
Hið sama gildir raunar um hin Norðurlöndin,
nema e. t. v. Svíþjóð, en Svíar hafa verið seljendur
kornvöru, einkum hveitis, um undanfarin ár.
Mjólkurframleiðsla
þessa árs verður líklega ámóta og í fyrra eða að-
eins litlu meiri. Fyrra helming ársins var hún að
vísu talsvert meiri á Akureyri en í fyrra, eða 7—
8%, en á Selfossi, þar sem mest mjólk streymir
inn, aðeins örlitlu meiri en í fyrra. Kúastofninn
hefur aukist, en líklega hafa bændur sparað hið
dýra kraftfóður -— og þó ekki víst, enda ekki á-
stæða til þess á meðan fóðureiningin kostar minna
en hver lítri mjólkur.
Trékyllisvík
á Ströndum er í byggð þótt grannbyggðir séu í
eyði. Þannig átti myndatextinn að vera á bls. 277
í síðasta hefti. Handhafar blaðsins eru vinsamlega
beðnir að bæta við feitletruðu orðunum inn í text-
ann á réttum stað við myndina.
334
F R E Y R