Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1977, Blaðsíða 25

Freyr - 01.12.1977, Blaðsíða 25
Tafla 1. Fjöldi lamba af einstökum litum flokkuð eftir landshlutum. Landshluti Hvít Grá Svört Mórauð Grámórauð Goltótt Botnótt Flekkótt Samtals Vesturland 17.859 765 952 290 52 139 280 253 20.590 Vestfirðir 11.568 971 690 328 92 83 179 404 14.315 Norðurl. vestra 16.060 919 1.071 342 42 100 83 142 18.759 Norðurl. eystra 39.031 2 254 2.020 841 142 159 313 529 45.289 Austurland 10.383 1.630 1.064 225 100 143 230 394 14.169 Suðurland 18.354 1.151 956 355 85 69 156 295 21.421 Samtals 113.255 7.690 6.753 2.381 513 693 1.241 2.017 134.543 eru hvít, í Sf. Þistli eru 97,9% af 2.153 lömbum hvít. Þegar nánar er litið á skiptingu goltóttra, botnóttra og flekkóttra lamba á grunnlitina, kemur fram vísbending um, að eitthvað muni til af grágoltóttum og gráflekkóttum lömbum, sem séu skráð svartgoltótt og svartflekkótt. Af hvítum lömbum eru 37,2%, sem skráð- ur er á litblærinn. Af þeim eru 38,2% sögð alhvít. Ástæða er til að hvetja bændur til að gera meira af því að skrá nákvæmlega lit hvítu lambanna. Þessar upplýsingar benda til, að tíðni erfðavísa fyrir mislitu hjá íslensku sauðfé sé um 0,4, sem er í ágætu samræmi við það, sem áður hefur verið áætlað. Stefán Aðalsteinsson hefur áður á grundvelli upp- lýsinga um innlagða ull ætlað tíðni þessara erfðavísa 0,45. Fjölbreytni litarerfðanna er nýtt mjög takmarkað í íslenskri sauðfjárrækt í dag. Nokkrir bændur fást að vísu við ræktun á gráu fé og einstaka rækta mórautt fé, en ull af því er í háu verði. Full ástæða er til að ætla, að í þessari fjölbreytni liggi sér- stæðir möguleikar til verðmætasköpunar, og þá geta slíkar upplýsingar, sem í dag eru lítið annað en skemmtilegur fróðleikur, orðið hagnýtar upplýsingar. Hin staðgóða þekking á erfðum sauðalita, sem fengist hefur með rannsóknum Stefáns Aðalsteins- sonar, gerir að verkum, að í dag getur hvaða bóndi sem er ræktað lömb af þeim lit, sem hann kynni að hafa áhuga á. Heimild: Stefán Aðalsteinsson, 1973. Tíðni á erfðavísum fyrir mislitt í íslenzku sauðfé, Búnaðarblaðið, 11: 65. Fjölbreyttni í litum lífga upp á hjörðina, — en þeir geta líka aukið arðinn. F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.