Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1977, Blaðsíða 17

Freyr - 01.12.1977, Blaðsíða 17
Árásirnar á sjálfstæði Búnaðarfélags ís- lands; Freyr, 5. árg., 1908, bls. 33—38. Á Alþingi 1907, var borin fram tillaga, sem hljóðaði svo: „Félagsstjórnin sendi stjórnarráðinu árlega reikning félagsins með fylgiskjölum, enda leggi stjórnarráðið reikninginn fyrir næsta Alþingi til yfirskoð- unar og álits“. Guðjón segir um þessa til- lögu, ,,að í henni felist gjörsamleg eyði- legging á sjálfstæði Búnaðarfélagsins". Muni ætlunin vera sú að gera félagið að skrifstofu í stjórnarráðinu. Tillagan var felld á Alþingi með jöfnum atkvæðum. Fer Guðjón hörðum orðum um hana í greininni. Segir hann meðal annars um tillögumanninn: „Hr. L.H.B. las því næst upp nokkrar tölur úr skýrslum og reikning- um félagsins, er áttu að sanna, hvernig fé þess væri varið, en sem virðist miklu betur lagaðar til þess að sýna, hversu létt honum er um að rangfæra rétt mál“. Guðjón var oft óvæginn í ritskiptum. Þessi stutti útdráttur úr fáeinum af grein- um Guðjóns Guðmundssonar í Frey og Búnaðarritinu sýnir, að honum var fátt ó- viðkomandi, er snerti íslenskan landbúnað. Hann vann heils hugar fyrir bændur, ráð- lagði þeim og leiðbeindi, tók máli þeirra, þegar svo bar undir, og var ófeiminn að láta í Ijós skoðanir sínar, einnig þótt þær væru I andstöðu við þá, er hátt voru settir í þjóðfélaginu. Á ýmsum sviðum átti hann þátt í því að skapa tímamót í málefnum landbúnaðarins. Ráðunautar og aðrir leiðbeinendur bænda mundu hafa gagn af því að lesa greinar Guðjóns í Frey og Búnaðarritinu. Þeir mundu þá skilja, að margar athafnir þeirra í dag eru byggðar á undirstöðum, er Guðjón lagði. Ég hygg, að fáir eða engir íslenskir búfræðingar hafi á jafn skömmum tíma skilið eftir sig jafn djúp spor og heilla- drjúgt starf fyrir íslenskan landbúnað og Guðjón Guðmundsson gerði. Það hefur verið hljótt um Guðjón og verk hans í íslenskum blöðum og tímarit- um. Grein þessi er skrifuð til þess að fylla nokkuð upp í það skarð. Á þessu ári (1977) eru 75 ár liðin, síðan Guðjón Guðmundsson réðst til starfa sem ráðunautur hjá Búnað- arfélagi íslands. Að því leyti er þetta einnig að vissu leyti afmælisgrein um starf hans ryrir íslenska bændur. Guðjón Guðmundsson var aldamótamað- ur í þess orðs bestu merkingu. Að honum var mikill mannskaði fyrir íslenskan land- búnað. Þar fór saman mikil og góð mennt- un, framúrskarandi áhugi og starfsorka. Hann þurfti ekki lengi að leita eftir ævi- starfi. Sveitin og bændur landsins áttu hug hans allan. Þar haslaði hann sér völl. Minningin um Guðjón Guðmundsson lifir í störfum hans. F R E Y R Frá hrútasýningu í gamla daga. 853

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.