Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1977, Blaðsíða 37

Freyr - 01.12.1977, Blaðsíða 37
Gísli Kristjánsson: Járninganámskeið Það er nú hálft annað ár síðan til mín var beint fyrirspurnum úr iveimur áttum um hvort og hvar sé hægt að komast að til þess að læra járningar og viðgerðir á fóta- búnaði hesta. Spurningin er eðlileg á okkar sporthestatímum, því að á nokkru veltur um aðgerðir þegar hófar góðra gripa bila, og allir gæðingar þurfa að hafa góðan fóta- búnað til þess að geta sýnt hæfileika sína til hins ítrasta. Og tii þess að allur búnaður sé sem bestur er eðlilegt að fagmenn ræki það hlutverk, er hér að lítur. Um öll Norðurlönd að minnsta kosti hefur starfsemi af þessu tagi verið í höndum járnsmiða og löngum var skeifnasmíði og járningar hiuti af náms- efni þeirra. Hrossum hefur fækkað stórlega, dráttar- vélarnar eru komnar í þeirra stað, nema í kappreiðum og á skeiðvöllum, þar er hlut- verk hestsins vaxandi. En nútíminn hefur breytt öllum viðhorfum og einnig á sviði Hjólbarðar: Allar vélar eru á gúmmíhjólbörðum og ættu að standa á búkkum, því það fer mjög illa með hjólbarðana að láta vélina hvíla á þeim í sömu stöðu. Rafgeymar: Rafgeyma á að fjarlægja úr vélum og geyma þá inni í upphituðu húsnæði og hlaða geymana, áður en vélin er tekin í notkun. Athugið þá um leið að hreinsa vel geymasambönd. Viftu- og drifreimar úr gúmmíi. Þessar reimar vilja gróa fastar við langa geymslu og ætti að losa þær af og geyma inni. F R E Y R 873

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.