Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1977, Blaðsíða 41

Freyr - 01.12.1977, Blaðsíða 41
Erlendir þættir ^ Norðmenn og EBE Án hinnar umfangsmiklu starfsemi ,,Fjöldasamtakanna“ hefði svar Norðmanna við tillögunni um að gangast undir ákvæði Rómarsáttmálans og gerast aðilar að EBE aldrei orð'ið nei, Án hinnar almennu þátttöku hins „hljóð- láta meirihluta fólksins“ í „Fjöldasamtökunum“ hefði þetta ekki tekist. Án fjárstuðnings frá fjölda einstaklinga og félaga til hreyfingarinnar hefði þetta heldur ekki tekist. í því sambandi er rétt að minnast þess, að nær helmingur af þeim rúmlega 10 milljónum króna, sem varið var ti! baráttunnar og gerðu hana mögulega, kom frá sölusamtökum bænda og öðrum bændasamtökum. Fyrir þennan fjárstuðning þakka „Fjöldasamtökin“ alveg sérstaklega, segir Hans Borgen. Þróunin hefur sýnt, að NorSmenn völdu rétta kostinn. „Fjöldasamtökin gegn aðíld Noregs að EBE þakka landbúnaðinum stuðninginn.“ • Það er nú orðið Ijóst af því, hvernig málin hafa þróast — ekki hvað síst í Efnahagslöndunum sjálfum —, að litlar líkur eru á því, að sá tími komi nokkurn tíman aftur, að Noregur leiti eftir því að taka þátt með öðrum Evróþu- r?kjum í slíku bandalagi og EBE er. Við megum þakka okkar sæla fyrir það, að því skuli nú vera slegið föstu, svo óumdeilanlegt er, að við, sem börðumst gegn aðild, höfðum rétt fyrir okkur. Hvaða möguleika hefðum við til dæmis haft til þess að gera og framfylgja þeim ályktunum um landbúnaðar- og neyslustefnu, sem þingið hefur gert? Hvernig hefðum við getað framfylgt þeirri stefnu okkar að auka verulega hlut innlendrar landbúnaðarframleiðslu í neyslunni? Hvaða möguleika hefðum við haft til þess að framfylgja þeirri ályktun þingsins, að bændur næðu stighækkandi tekjum, þar til bilið á milli þeirra og annarra starfshópa væri brúað? Hverjir hefðu verið möguleikar okkar í sam- bandi við útfærslu fiskveiðilandhelginnar? Hvaða mögu- leika hefðum við til þess að fylgja þeirri byggðastefnu, sem miðar að framþróun allra héraða landsins? Svarið við þessu öllu er einfaldlega: Við hefðum enga mögu- leika haft á þessu, — fullyrðir Hans Borgen. F R E Y R 877

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.