Freyr

Årgang

Freyr - 15.08.1979, Side 5

Freyr - 15.08.1979, Side 5
Utgáfustjórn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON ÓU VALUR HANSSON Ritstjóri JÓNASJÓNSSON Aöstoðarritstjóri: JÚLÍUS J. DANÍELSSON Heimilisfang: BÆNDAHÖLIN, REYKJAVÍK POSTHÖLF 7080, REYKJAVÍK Áskriftarverð kr. 5500 árgangurinn Ritstjórn, innheitnta, afgreiösia < auglýsingar: Bændahöllinni, Reykjavík, sími 19200 Rlkisprentsmiöjan Gutenberg Reykjavík — Simi 84522 Máttur menntunar og fraeðslu Hvanneyrarskóli 90 ára Kjarnfóðurát mjólkurkúa Gildi sauðfjársæðinga Vakar í mjólkurframleiðslu Búfé og gróður 1978 Ný bók um trjárækt Gærur af islensku fé Hvaða fugla á að friða? Góð afkoma bænda 1978 Gott ár hjá Mjólkursamsölunni Ný bók um piöntusöfnun Molar Máttur menntunar og fræðslu Nýlega hefur verið minnst merkisafmæla tveggja mennta- stofnana landbúnaðarins. Níutíu ára afmæli Hvanneyrarskóla var minnst með út- gáfu á myndarlegi bók um sögu skólans og með hátíð á Hvanneyri á Jónsmessunni. Garðyrkjuskólinn að Reykjum í Ölfusi er fjörutíu ára um þessar mundir, og er þess minnst með glæsilegri garð- yrkjusýningu í og við skólann. Jafnframt eru gömul og ný húsakynni skólans til sýnis. Þessi afmæli leiða hugann að sögu búnaðarfræðslu hér, hverju hún hefur til vegar komið, og hver staðan er nú. Þegar búnaðarskólarnir fjórir; í Ólafsdal, á Hólum, að Eiðum og á Hvanneyri; voru stofnaðir á níunda áratug síðustu aldar, varekki um annan skólaað ræða í landinu en þann, sem ætlaður var fyrst og fremst fyrir þá, sem fóru til náms með embættismennsku fyrir augum. Engir skólar voru þeim ætlaðir, sem vildu aflaalmennrarþekkingar með það eitt fyrir augum að verða hæfari þegnar í þjóðlífinu. Engin skólar voru þá til að veita þeim fræðslu, sem trúðu því, að aukna þekkingu þyrfti til að efla atvinnuvegi þjóð- arinnar, landbúnað eða vaknandi sjávarútveg. Þegar búnaðarskólarnir voru stofnaðir, var landbún- aðurinn nánast eini atvinnuvegur þjóðarinnar og því ekki óeðlilegt, að þeir kæmu fyrstir. En þeir voru meira en beinir fagskólar, þeir veittu einnig almenna undirstöðumenntun, og fyrstu búfræðingarnir urðu á margan hátt boðberar nýs tíma í landinu. Auk þess að styðja að búnaðarframförum urðu þeir forgöngumenn framfara á sviði margháttaðra félagsmála og almennrar menntunar. Búnaðarskólarnir voru því merkir undanfarar héraðsskólanna, sem síðar risu vítt um landið og efldu byggðirnar að mennt og mætti. Jafnframt því, sem héraðsskólarnir og síðar margháttaðir aðrir skólar risu og námstækifærum ungs fólks fjölgaði, einangruðust búnaðarskólarnir í skólakerfinu og hafa liðið fyrir það á margan hátt. Ekki hefur verið litið á nám í bún- aðarskóla sem eðlilegt framhald almenns undirbúnings- náms undir framhaldsnám, og það gaf heldur ekki greiða leið til frekara náms í skólakerfinu. Fyrir vikið var litið á búnaðarskólana sem blindgötu, sem þeir einir völdu, sem ætluðu sér í búskap og höfðu nægi- lega trú á því, að það væri þess virði að eyða í það einum 507 FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.