Freyr - 15.08.1979, Qupperneq 12
Erlendur Jóhannsson:
Vegna mikillar framleiðsluaukningar á mjólk á síðustu árum,
samfara minnkandi neyslu á mjólkurafurðum, er svo komið, að
umframframleiðslan er nú áætluð 10—15% á ári. Vegna lélegra
markaða erlendis fyrir mjólkurvörur hefur mjög lágt verð fengist
fyrir umframframleiðsluna. Vegna þessa eru fyrirhugaðar ýmsar
ráðstafanir til að draga úr mjólkurframleiðslunni, þar á meðal er
ætlunin að leggja sérstakt gjald á kjarnfóður.
Því er mikilvægt, að bændur nái sem hagkvæmastri framleiðslu
til þess, að sú tekjurýrnun, sem óhjákvæmilega fylgir samdrætti í
framleiðslu, verði sem minnst.
Þegar heildarframleiðslukostnaður á mjólk er sundurliðaður
samkvæmt búreikningum, kemur í Ijós, að kjarnfóðrið er stærsti
útgjaldaliðurinn eða um 25% af framleiðslukostnaðinum. Því
virðast mestu möguleikarnir til að ná framleiðslukostnaðinum
niður vera í því fólgnir að finna leiðir til að draga úr kjarnfóður-
notkuninni án þess, að það leiði til samsvarandi fram-
leiðsluminnkunar.
514
FREYR