Freyr - 15.08.1979, Side 16
Gildi sauðfjársæðinga
Er ég undirritaður var að lesa próförk að rit-
gerð um hrútasýningar haustið 1978, sem á
að birtast í Búnaðarritinu síðar í sumar, tók
ég saman til fróðleiks, hve margir I. verð-
launa hrútar voru synir hrúta, sem notaðir
hafa verið á sæðingarstöðvum. Svæðið, sem
sýningarnar voru haldnar á sl. haust, var
Eyjafjörður, Skagafjörður, Húnavatnssýslur
og Mýra- og Borgarfjarðarsýslur.
Alls hlutu 1252 hrútar I. verðlaun. Af þeim
voru 524 synir hrúta á sæðingarstöðvum eða
41.9% af öllum I. verðlaunahrútum á svæð-
inu. Auk þess voru margir af öðrum I. verð-
launa hrútum sonarsynir eða dóttursynir
sæðingarhrúta.
Eftirfarandi yfirlit sýnir hverjir voru feður
þessara 524 hrúta, og hve marga I. verðlauna
syni hver þeirra átti á nefndu sýningarsvæði.
Stjarna við nafn hrúts sýnir, að hann er koll-
óttur.
Nafn og nr.
Angi 68-875 átti
Dalur 68-834 —
Hlutur 69-866 —
Soldán 71-870 —
Ófeigur* 71-855 —
Hængur 72-889 —
Klettur 72-876 —
Moli 70-869 —
Snær 66-843 —
Snúður71-882 —
Veggur 64—848 —
Dindill 70-887 —
Frosti 69-879 —
Köggull 73-877 —
Smári* 70-884 —
Rassmus* 72-878 —
Bátur* 68-830 —
Smári* 69-862 —
Blær 66-856 —
Brynjar 70-886 —
Funi 70-880 —
Laxi 67-828 —
Sopi 67-857 —
Gylfi* 70-868 —
Lokkur* 63-817 átti 3 I. verðlauna syni
Fursti 71-871 — 3 — — —
Sómi* 70-864 — 3 — — —
Hnöttur* 68-867 — 2 — — —
Nubbur* 70-863 — 2 — — —
Jökull* 67-819 — 2 — — —
Valur 71-865 — 2 — —
Snær 68-835 — 1 — —
Þór* 65-818 — 1 — — —
Kálfur* 70-885 — 1 — — —
Lappi 73-888 — 1 — —
Hnallur 62-816 — 1 — —
Eldur 67-829 — 1 — — —
Roði* 69-873 — 1 — — —
Sópur* 62-841 — 1 — — —
Prúður* 63-845 — 1 — —
Þjálfi 64-846 — 1 — — —
Blettur 65-815 — 1 — — —
Knútur* 72-872 — 1 — — —
Ljómi 65—826 — 1 — —
Þetta er aðeins eitt dæmi, sem sýnir, hve
skjótvirk kynbótaaðferð er að nota úrvals
hrúta á sæðingarstöðvum. Ekki fást með því
aðeins góðir hrútar, heldur einnig margar
afbragðs ær. Bestur árangur næst að sjálf-
sögðu með því, að bændur velji bestu ær
sínar til sæðingar og samstilli gangmál
þeirra. Einnig þarf hver maður, sem fær ær
sæddar, að sæða allmargar, til þess að hann
fái tækifæri til þess að beita allhörðu úrvali,
þegar hann velur ásetningslömbin.
Val hrúta á sæðingarstöðvar er mikilvægt,
þeir þurfa helst að vera afkvæmaprófaðir
áður en þeir eru notaðir handa mörgum ám.
Þarf nú sérstaklega að meta, hvort hrútarnir
gefa mörg föll í stjörnuflokk, af því að stefna
verður að framleiðslu vöðvasöfnunarfjár,
sem ekki hleður á sig of mikilli fitu við eðli-
legan aldur og þunga.
3. júlí 1979,
Halldór Pálsson
115 I. verðlauna syni
62 — — —
52 — — —
47 — — —
29 — —
26 — — —
25 — — —
21 — —
16 — — —
14 — — —
13 — — —
11 — — —
8 — — —
6 — —
5 — —
5 —
5 — — —
4 — — —
3 —
3 — — —
3 — — —
518
FREYR