Freyr - 15.08.1979, Qupperneq 18
Gísli Kristjánsson:
Búfé og fóður 1978
Öryggiseftirlit
Á landnámsöld báru landsdrottnar ábyrgð á
því gagnvart landsetum sínum, að þeir hefðu
nóg fyrir sig og skepnur sínar af forða vetur
hvern. Þessvegna skoðuðu landsdrottnar
birgðir sérhvers landseta að haustinu og
ákváðu hve margt hver og einn mætti setja á
vetur.
Með útkomu Jónsbókar var þessi skylda
tekin af landsdrottnum og í stað þess svo
fyrir mælt, að öllum, er hey hefðu, væri skylt
að selja hinum, sem í heyþrot kæmust og lá
við refsing, ef ekki var laust látið það, sem
þurfandann skorti eða heyið var tekið
eignarnámi annars. Auðvitað var ekki á
þennan hátt hægt að fyrirbyggja felli, því að
þannig gátu fleiri en annars komist í heyþrot.
Þessi ákvæði giltu fram á 18. öld.
Um 1770 voru tillögur svo kallaðrar lands-
nefndar uppi um að stofna heyforðabúr, en
þau fyrirmæli voru svo smá í sniðum að til
einskis gagns voru. Því var það 1786, að
hreppstjórum í hverju umdæmi varveitt vald
til að mæla fyrir um ásetning íbúanna á svip-
aðan eða sama hátt og gerðist meðal lands-
drottnaforðum. Lagafyrirmæli voru þóengin
við að styðjast, aðeins var hverjum hrepp-
stjóra fengið vald til að skoða að hausti fóð-
urmagn og fjártölur og fyrirskipa að farga ef
búfé reyndist fleira en birgðir leyfðu til eðli-
legrar fóðrunar. Einnig þetta hafði sína
annmarka. Leið svo fram til hallærisáranna
eftir 1880, að þá var enn sýnd viðleitni til að
finna úrræði, er hamlað gætu atferli horfell-
iskónga. Hin svonefndu horfellislög tóku
gildi, en þau sögðu aðeins refsivert ef fé féll
vegna vanrækslu, en saknæmt var ekki ef
fénaður féll vegna fóðurskorts. Svo er sagt,
að þau lög hafi víða verið nefnd „pappírs-
lög“.
Á okkar öld hafa hvað eftir annað verið
samin lög, ertryggjaskyldu búendum nægar
birgðir handa búfé þeirra, og viðurlög við
vanfóðrun og vanrækslu og skutú þau ekki
rakin frekar.
Hinsvegar er eðlilegt að benda á þau fyrir-
mæli, sem forðagæslukaflinn í núgildandi
búfjárræktarlögum, síðast endurskoðuðum
1973, mælir fyrir um ábyrgð sveitarstjórna.
Þau lög eiga að vera í höndum hvers einasta
oddvita og sérhver sveitarstjórn hlýtur nú að
vita, að samkvæmt þeim lagagreinum, er þar
standa, ersveitarstjórnin eða bæjarstjórnin í
sérhverju tilviki ábyrg fyrir ásetningi bú-
fjáreigenda og/eða umráðamanna búfjár og
þá jafnframt árangri fóðrunar vetrarlangt í
sinni sveit eða umdæmi.
Á hina sveif eru ráðstafanir gerðar í sam-
félaginu til þess að móta baktryggingu, sem
hægt er að leita til þegar efnahagslegur
vandi knýr á dyr. Bjargráðasjóður er sú
baktrygging, svo langt sem geta hans leyfir
til þess að hlaupa undir bagga. Þangað geta
sveitastjórnir leitað um lánafyrirgreiðslu
vegna sveitunganna og ábyrgst skil á þeim
lánum, sem veitt eru úr sjóðnum. Þetta segir
um leið, að sveitarstjórn er eiginleg forsjá
520
FREYR