Freyr - 15.08.1979, Page 31
Frá Búreikningastofu landbúnaðarins:
Árið 1978 var hagstætt
bændum
Kúabúin sýndu hæstar fjölskyldutekjur.
Á árinu 1978 færðu 220 bændur búreikninga
í samvinnu við Búreikningastofu landbún-
aðarins. Uppgjöri lauk í júlí og bráða-
birgðaskýrslu var skilað til sexmannanefnd-
arí lokjúlí. í aðalvinnslu eru ekki talin með68
býli sem teljast á einhvern hátt afbrigðileg t.
d. vegna tekna af öðru en landbúnaði, eða af
öðrum búgreinum en sauðféog nautgripum.
Þeim 152 búum, sem þá eru eftir er skipt í
þrjáflokkaeftirsamsetningu búanna, kúabú,
sauðfjárbú og blönduð bú. Kúabúin voru 66,
sauðfjárbúin 42 og blönduðu búin 44. Stærð
búanna er metin í ærgildum og er ern kýr
sögð jafngilda 20 kindum eða 20 ærgildum.
Meðalstærð búreikningabúanna árið 1977
reyndist vera 608 ærgildi eða 5% stærri en
árið 1977.
Kúabúin eru stærst eða797ærgildi, blönd-
uðu búin 531, og sauðfjárbúin minnst, 403
ærgildi.
Meðal fjölskyldulaun af landbúnaði og
vextir af eigin fé reyndust vera 5.280 þúsund
kr., þegar eignir hafa verið afskrifaðar um
990 þús. kr.
Að krónutölu eru þetta mun hærri tekjur en
árið 1977 eða 110% hækkun. Launatekjur
fyrir aðra vinnu eru að auki 247 þúsund. kr.
Kúabúin sýndu hæstar fjölskyldutekjur
eða kr. 5.888 þús. kr. (hækkun um 100%) en
sauðfjárbúin sýndu að meðaltali 4.754 þús.
kr. (hækkun 113%) og blönduðu búin 4.868
þús. kr. (hækkun um 110%).
Á undanförnum árum hafa orðið nokkrar
sveiflur í tekjum eftir bútegundum. Árið 1969
til og með árinu 1973 skipa kúabúin efsta
sæti en árin 1974 og 1975 skipasauðfjárbúin
efsta sæti. Árið 1976 eru svipaðar fjöl-
skyldutekjur frá þessum þremur bútegund-
um, en árið 1977 og 1978 skipa sauðfjárbúin
neðsta sæti. Ein aðalástæða fyrir þessum
breytingum er sveiflur í afurðamagni eftir
árskú og kind frá ári til árs. Meðalnyt hefur
hækkað síðustu þrjú árin en afurðir eftir kind
staðið í stað. Kjarnfóður hefur einnig hækk-
að minna en aðrir liðir, en sá liður er lang-
stærstur á kúabúunum.
finningar að hinu leytinu. Þeim mun nauð-
synlegra er að taka á þessum málum með
varúð og virðingu fyrir ærlegum og skyn-
samlegum ábendingum, ef árangursrík sam-
staða á að fást um heildarlausn.
Hér að framan er aðeins lauslega drepið á
nokkur atriði, sem bíða úrlausnar, m. a. til að
undirstrika nauðsyn þess að hafasem flesta í
ráðum, sem haldgóða þekkingu hafa hver á
sínu sviði, en forðast misvitrar og óraun-
hæfar lagasetningar og reglur.
FREYR
533