Alþýðublaðið - 11.11.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.11.1919, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ sjálfur bjó til, haldi aö einhver gleypi lygina úr honum? Nei, hann er orðinn altof vel þektur á „ sannleiks “ -brautinni, maðurinn sá. Allir, sem þekkja Ólaf og skoð- anir hans, vita að hann vill auka togaraútgerð sem mest. En hann vill ekki að gróðinn lendi eingöngu hjá einstökum mönnum, heldur njóti heildin góðs af útgerðinni. Þess vegna tyggur Einar stöðugt þessa sömu tuggu. Hún fellur svó vel í kram „matmæðra" hans, lyddanna sem að „sannleiksmál- gagninu standa. Lyddanna, sem i skugganum vega að Ólafi Friðriks- synf, af því að þær eru hiæddar við hann, komist hann á þing. Lyddanna, sem senda smala sína um alla borgina, og láta þá spúa óhróðri og lygum út á meðal al- þýðunnar. Ef ske kynni, að það hefði áhrif. En alþýðan þekkir „refina". Hún veit hvers hún má vænta af mótstöðumönnunum, sigri þeir. Og þess vegna stendur hún eins og múrveggur gegn öllum árásum á forvígismenn hennar. Fess vegna kýs hver einasti al- þýðumaður og hver einasta alþýðu- kona þá Ólaf og Þorvarð. Og þess vegna sigrar alþýðan! Iivásir. Pegar Moggi varð stór. Hann var kallaður Stóri Moggi. Hann var auðugur að ætt, en þá voru líka kostir hans taldir. Hann var heimskur, en framgjarn. 111- máll var hann um andstæðinga sína og vinum sínum ótrúr. Feð- ur hans, því þeir voru margir, sáu að svo búið mátti ekki standa. Eitthvað varð að gera til þess, að Moggi yrði talinn í heldri manna röð. Bezta ráðið hugðu þeir vera, að fá til handa honum kennara í stjórnfræði. Því á þeim árum voru engir menn með mönnum, nema þeir gætu rifist um stjórnmál. Feður Mogga hugðu, af því að drengsi var vitgrannur, en svo skapi farinn, sem að ofan er sagt, að bezt myndi að fá honum sem allra ófyrirleitnastan kennara. Það reið mest á að vanda valið. Lengi voru feður Mogga að átta sig á því, og reyna fyrir sér, hver af ættingjum þeirra og vin- um myndi heppilegastur skamma- kjaftur. Þeir fóru út í Eyjar og vestur á Firði og hver veit hvert. En allir reyndust óhæfir til að ausa skítnum. Þeir voru ýmist of ákafir eða of linir, eða latir, eða of óvanir skítverkum, eða of „fínir með sig“. Allir vildu róa, en eng- inn viðurkendi róðrarlag annars. Loksins datt einhverjum þeirra það snjallræði í hug, að fara til Mongólíu, og þar hepnaðist þeim loks að hitta mannskepnu, sem leit nógu skökkum augum á menn og málefni, til þess að honum væri treystandi. Hann var marg- reyndur að því, að gera hvað sem var fyrir peninga. Enda tókst þeim að kaupa hann fyrir 9000 kr. meiri laun en hann hafði áður til þess að sleppa ein- hverri mestu virðingarstöðu þar í landi. Og hann fór að kenna Mogga. Stráksi gleypti við öllu sem í hann var tuggið, en eink- um dáðist hann að skammarytð- um og rangfærslum og stagaðist á þeim sí og æ. Einkum þótti honum gaman að því, sem allir vissu að náði engri átt. Og hon- um reið mjög á að sverta ein- staka menn, til þess, ef ske kynni, að hann gæti haft einhver áhrif. Loks var Moggi orðinn svo þroskaður, að hann ákvað að hefjast handa og styðja tvo feður sína til þings. Annar þeirra var meinlaus og atkvæðalítill, en hann var góður til þess, að greiða at- kvæði með glæframálum sinna manna, þegar á þurfti að halda. Hinn var allra manna undirförl- astur, brosandi og blíðmáll. Hann hafði sýnt það í verkinu, að hon um mátti treysta til alls þess, er verða mætti Mogga og feðrum hans til blessunar; ekki sízt ef það væri til bölvunar landi og lýð. Þessi maður var stjórnandi ýmissa félaga og stjórnaði þeim, að því er virtist, all-vel. En þar komu ekki öll kurl til grafar. Eimskipa- félag, sem stofnað var með al- þjóðarsamtökum, vildi hann koma í eign samfeðra sinna, en auðvit- að svo, að enginn vissi fyr en alt væri um garð gengið. Blessuð sálin! Margt fleira var honum borið á brýn. Og engu logið. En hann brosti og hneigði sig til beggja handa. Það var ýmsum auðtrúa sálum næg sönnun um ágæti hans. Þess vegna var honum stilt upp og Moggi studdi hann, eða öllu heldur manntetrið frá Mongólíu. Því Moggi bergmálaði bara og japlaði á því, sem hann tugði í hann. En feður Mogga voru óá- nægðir með þann „sauðmeinlausa" og leigutólið sagði fátt honum til stuðnings. Aftur á móti glamraði það með miklum fjálgleik með „malara", sem feður Mogga höfðu á siðustu stundu fengið t;l að gefa kost á sér til þings. Auðvitað sem alveg óviðkomandi þeim. „Malar- inn“ átti að fella þann „sauð- meinlausa", aðallega vegna þess, að hann hafði i eitt skifti sýnt I það að ofurlítil ögn var eftir í honum af sómatilfinningu. Svona var nú hattað stjórnmálabraut Mogga á því herrans ári. En til allrar hamingju voru menn meðal þjóðarinnar, sem sáu hvert stefndi og þeir risu upp gegn þessum óskapnaði. Þeim fylgdi öll alþýðan óskift. Alþýðan studdi þá af alefli. Hún skildi skensið! Hún lét ekki Mogga og Mongólann fleka sig. Hún vissi að „gula hættan" hafði einu sinni orðið agaleg í landinu. Hún kærði sig ekki um að hún ykist aftur og magnaðist og þess vegna kanft hán sína menn á þing. Pulur. Fyrirspurn. Nú fyrir fáum dögum ók mað- ur á hjóli um kl. 7 að kveldi á dreng og meiddi hann talsveit. Maðurinn hafði ekkert Ijósker,. Vegna þess vildi eg spyrja yður,. herra ritstjóri, hvort hjólatíkus- um muni leyfilegt að stofna lim- um sínum og annara í hættu, með því að fara á hjóli þegar myrkur er komið, án þess að hafa Ijosker. Borgari. Svar: Nei.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.