Alþýðublaðið - 11.11.1919, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.11.1919, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐJÐ Prófessor í I...? Það er sagt um norska stór- þjófinn Örerud, að hann hafi al- drei verið í vandræðum þó hann væri verkfæralaus, þegar hann ætlaði að brjóta upp hús til að stela úr því, því hann bjó sér til verkfæri strax á staðnum, eða notaði það sem fyrst fyrir hendi varð, eða honum datt í hug. Líkt virðist Einari Arnórssyni farið er hann í síðustu blöðum „■Mbl." getur enga líklegri iýgi fundið upp til þess að gera Ólaf Friðriksson tortryggilegan í augum alþýðunnar, en þá, að Ólaíur vilji afnema alla togaraútgerð og láta smábátaútgerð koma í staðinj Allir, jafnvel mótstöðumenn Ólafs, hlægja að þessari fjarstæðu. Ann- ars er Einar vafalaust í essinu sínu þegar honum er borgað fyrir að skrifa lygar um menn og mál- efni. Kannske lika að hann sé ekki prófessor í lögum, heldur einhverju öðru sem byrjar á 1? P. Vanðrsði €inars. Einar Arnórsson, hinn nýi rit- stjóri auðvaldsmálgagnsins, sem hefir látið gullið ginna sig til þess að segja upp sæmilega borgaðri stöðu í landsins þjónustu, til þess að gerast málsvari auðvaldsins, er í sunnudagsblaði Mgbl. að reyna að mæla eitthvað með Sveini Björnssyni, öðrum frambjóðenda Sjálfstjórnar. En, eins og von er, verða þau meðmæli fremur fátækleg. Hann tilfærir t. d. að Sveinn hafi setið óslitið í bæjarstjórn síðan 1914(!) og tekið mikinn þátt í störfunum þar. Já, hann Sveinn ætlaði að vera mikilvirkur þar, þegar hann í broddi fylkingar Sjálfstjórnarliðs- ins, ásamt Jóni E’orlákssyni og borgarstjóra, ætlaði að selja hafn- arlóðirnar. Tiltæki sem jafnvel „Yísi“ varð óglatt af og skrifaði á móti! önnur meðmæli sem Einar finnur upp, er það að Sveinn sé manna kunnugastui sjávarútveg- inum. En öðrum er ekki kunnugt um, að Sveinn hafi annað við þann atvinnuveg verið riðinn, en það, að hann var einn aðalmað- urinn í fiskiveiðafélaginu „Ægir“, eiganda botnvörpuskipsins „Kán'f, sem var það eina botnvörpuskip, sem (sökum ólags á útgerðinni) ekki bar sig á stríðsárunum, svo að eigendur nú í sumar, þegar skipið var selt, sluppu rétt skað- lausir, þrátt fyrir geisimikla verð- hækkun, sem orðið hafði á skip- inu. Jú, það er víst rétt sem Einar Arnórsson segir: „Sjávarútvegin- um er Sveinn manna kunnugastur af þeim sem nú er völ á í þing- sæti“. En ætli að það hefði ekki verið betra fyrir þingfylgi Sveins að Einar hefði ekki farið að minna á það. A. Úr elgitt herbúðum. Hásetafélagið hélt fund síðastl. sunnudag í Bár- unni. Eætt var um breytingar á lögum félagsins, en þó var sam- þykt að taka enga ákvörðun fyrri en á síðasta löglegum fundi á árinu. Samþykt var að hækka árstillögin úr 4 krónum í 10 krónur. Sigurjón Ólafsson talaði um Alþýðublaðið og hétu menn því styrk sínum. Ólafur Árnason, sem á síðasta fundi var kosinn með- stjórnandi, bað um lausn, og í hans stað var kosinn Grímnr Há- konarson. Endurskoðendur voru kosnir þeir Guðleifur Hjörleifsson og Ólafur Friðriksson. Formaður félagsins, Eggert Brandsson, mintist á kosningarnar, og tóku félagsmenn vel undir, og voru auðsjáanlega vel ánægðir með frambjóðendur alþýðunnar. Fundurinn var afarfjölmennur og lýsti lifandi áhuga manna fyrir málefnum flokksins. + Þetta og hitt. ÁmerÍ8hur risi. Maður nokkur frá Texas í Ame- ríku, Madson að nafni, er 3 álnir og 3 kvartil á hæð. Hann er 24 ára gamall og vegur 230 pund og er þó grannur. Stjáni má fara að herða sig! Knut Hamsun. Norski skáldmæringurinn Knut Hamsun hefir fengið bókmenta- verðlaun Nobels þetta ár. Laugayeg1 43 B. Jóla- og nýjárskort stórt og fjölbreytt úrval. Einnig afmælis- og fleiri tækifæriskort. Heilla- óskabréf. Von á nýjum tegundum innan skamms. Friöfinnnr Guðjónsson, Oliuofnar eru „lakkeraðir" og gerðir sem nýir. Gert við lampa og lampagrindur á Laugaveg 27. Ágæt sítrónuolia, á 5 kr. pelinn, fæst í Alþýðubrauðgerðinni. Talvélar. Pathéfónar, grammófónar, plötur (stórt úrval fyrir nál og gimstein) nálar og sérstakir grammó- fónhlutar. Hlj óöfærahús Reykj avíkur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.