Alþýðublaðið - 11.11.1919, Side 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
Ijvor er skárri?
Keyptur lygari — Keyptur svikari.
í’orÖum var Júdas frá Ivaríot
keyptur til að svíkja. Það kemur
enn fyrir, en nú þekkist einnig,
að menn séu keyptir til að Ijága.
Morgunblaðið er búið að tví-
taka þá lýgi, að Ólafur Friðriks-
son vilji leggja niður botnvörp-
ungaútgerðina. Þótt könnuð væru
öll orð Ólafs bæði rituð og töluð,
i>á mundi enginn maður með heil-
brigðri skynsemi geta fengið neitt
í þá átt út úr þeim. Og því er
ver, að ekki mun hægt að afsaka
Þann, sem greinina reit í Morgun-
Þlaðið, með skynsemiskorti.
Ólafur vill þvert á móti auka
útgerðina. Hann vill láta landið
gera út líka, auk einstaklinganna,
svo að eitthvað af gróðanum geti
komið i rikissjóð í stað ranglátra
tolla. Er þetta ekki hróplegt! það
getur orðið til þess að færri fari
á sveitina og missi róttindi vegna
skattakúgunar! —
Júdas hefir fengið sinn dóm í
sögunni. En hvernig verður nú
dæmt? Hvor er verri, keyptur
svikari eða keyptur lygari?
Y.
Skoplegt hjónabani.
Maður er nefndur Sveinn, hann
e>-' ættaður af Barðaströndum.
Hann hefir valið sér einkunnar-
orðin: „fagurt skal brosa en flátt
úyggja", og hefir Sveinn fyrir
Þessar sakir kvenhylli mikla, enda
Þótt hann hafi ekki sem staðfast-
astur verið.
Hann gifti sig í haust af „póli-
tískum" ástæðum konu þeirri er
Jónína Magnúsína heitir, er hún
s«lt, hæglát og greindargóð og
íurðaði suma að Sveinn skyldi
íá hennar.
Voru þau fjendur að fornu fari
°g trúðu því margir, að hvorugt
S0Ugi að athöfn þessaii með heil-
uKi huga.
Svaramonn þeirra voru Sjálf-
stjórn og Heimastjórn, en Petrína
Zophoníasdóttir, herbergisþerna
Jónínu, hélt uppi brúðarlafinu.
Gengur nú alt vel um hríð.
Nú er til sögunnar nefndur
kvennvargur er Jakobína heitir.
Hún er kona há og beinamikil,
en ekki að sama skapi kvenleg.
Hafði hún um langan aldur rif-
ist við Jónínu um pólitík og mögn-
uðust deilur þeirra svo að lokum
út af einni kjöttunnu, að fullur
fjandskapur varð.
Aldrei höfðu þau Sveinn og
Jakobína felt hugi saman, að því
er menn vissu, nema þau höfðu
einu sinni sængað „langsum"
saman.
En er Jakobína fréttir um gift-
ing þessa, vaknar í seDn Kbrjósti
hennar gamalt hatur á Jónínu og
gömul ást á Sveini. Beitir hún nú
öllum brögðum til að spilla á
milli og býður Sveini ást sína og
atlæti góð.
Sveinn brosir, en þorir ekki
fyrir Jónínu og Heimastjórn, en
hugsar sér samt gott til glóðar-
innar, því brátt mundi Jónína
fara utan. Veit Sveinn að Jónína
er kona margreynd, kvað hún eiga
í Danmörku elskhuga er Andersen
heitir, auðugur maður að löndum
í Asíu en lausafé í Danmörku.
Nú er Jónína farin utan, en
Sveinn húsbóndi hennar og Jak-
obína skemta sér vel, enda þótt
Sveinn brosi og afneiti henni
frammi fyrir almenningi.
Reiður er Heimastjórn, en her-
bergisþerna Jónínu er áður er
getið, hefir hvorki þvegið tennur
síuar nó hreinsað lín sitt síðan af
gremju og fer þó orð af hrein-
læti hennar. —
En Sjálfstjórn leikur á alsoddi.
Klaufí.
Hæíileg't svar.
„Nói um sinn arkarglugga“
augum stíru-blindum leit.
Haldinn dimmum heimsku-skugga
hvorki neitt hann sér né veit;
munninn fyllir mygluð tugga. —
Mein er að búa „þar í sveit".
Hrói.
St. Jeanne ó’yírc.
Eftir Mark Twain í Harpers
Magazin. Lausl. þýtt.
(Frh.).
Málinu lauk með dómi heunar.
En þar eð hún hafði ekkert játað,
ekkert viðurkent, þá varð þetta
sigur fyrir hana, en ósigur fyrir
Cauchon. En vélræði hans voru
óþrjótandi. Nú var Jeanue fengin
til þess að undirskrifa mjög þýð-
ingarlítið bréf, en undir því var
falið aunað skjal, sem innihélt aft'
urköllun á öllu því er hún hafði
sagt, og ýtarleg játning á öllu
sem hún var ákærð fyrir, og sem
hún hafði svo ákveðið og einarð-
lega borið af sér í síðustu þrjá
mánuði; og undir þetta falska
skjal skrifaði hún óafvitandi. Þetta
var sigur fyrir Cauchon. Cg hann
fyigdi sigrinum eftir, æstur og
miskunarlaus, með því að leggja
fyrir hana nýja gildru, sem hún
átti ekki að komast hjá. En þeg-
ar hún komst að þessu, lagði hún
árar í bát í þessu langa striði,
Og hún formælti svikunum, sem
hún hafði verið beitt, neitaði hinni
fölsuðu játningu og staðfesti að
nýju sannleikann í þeim vitnis-
burði, sem hún hafði borið við
réttarhöldin. Og hún gekk til af-
tökunnar með frið guðs í dauð-
þreyttu hjarta sínu, og með bliðar
og innilegar bænir á vörum fyrir
því lítilmenni sem hún hafði kiýut,
og þeirri vanþakklátu þjoð, sem
hún hafði frelsað.
Þegar logarnir teygðu úr sér
kring nm hana, og hún bað um
kross, sem hún gæti kyst með
deyjandi vörunum, þá var það
ekki vinur, heldur óvinur, ekki
Frakklendingur, heldur erlendur
maður, ekki stríðsbróðir, heldur
enskur hermaður, sem varð við
þessari viðkvæmu bæn. Hann braut
trjágrein við hnó sér og batt brot-
in saman í líkingu við það helgi-
tákn sem hún elskaði svo mjög,
og rétti henni síðan. Og þetta vin-
gjarnlega verk hans er ekki gleymt,
né heldur mun það nokkurntima
gleymast.