Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1990, Qupperneq 8

Freyr - 01.09.1990, Qupperneq 8
Gróðursettar 1,3 milljónir trjáplantna í sumar hafa verið gróðursettar 1,3 milljónir trjá- plantna á vegum Átaks um landgræðsluskóga 1990, en fyrirhugað var að gróðursetja 1,1-1,3 milljónir plantna. Hefur framkvæmdanefnd auk þess samið um að framleiddar verði í viðbót ein milljón plantna til þess að gróðursetja á næsta ári. Það kemur fram í tilkynningu frá framkvæmda- nefnd að vel hafi gengið að afla fjár til þessa skógræktarverkefnis og að almenningur hafi sýnt því mikinn áhuga. í framkvæmdastjórn eru Hulda Valtýsdóttir, formaður, Sigurður Blöndal, Svein- björn Dagfinnsson og Sveinn Runólfsson. Landsfundur kúabænda Á aðalfundi Landssambands kúabænda sem haldinn var á Flúðum 20.-21. ágúst sl. óskuðu fundarmenn eftir sveigjanlegri viðskiptaháttum með fullvirðisrétt í því skyni að auka hagkvæmni framleiðslunnar. Töldu þeir að núverandi fyrir- komulag á tilfærslu fullvirðisréttar milli bænda hindri eðlilega þróun búgreinarinnar og því rétt að sá fullvirðisréttur sem feliur til vegna fækkunar framleiðenda geti gengið kaupum og sölum að vissum skilyrðum fullnægðum. Rétturinn verði fyrst falboðinn heima í héraði, þ.e. á viðkomandi búmarkssvæði. Fái seljandi ekki lágmarksverð á búmarkssvæði sínu geti hann lagt réttinn í nokkurs konar „landspott" og boðið hann til sölu á öðrum svæðum. Fundurinn taldi rétt að heimilt verði að halda eftir allt að 20% af seldum rétti, aðallega til þess að auðvelda kynslóðaskipti innan búgreinar- innar auk þess að auðvelda framleiðendum að laga sig að markaðsþörfum hverju sinni. Bentu fundarmenn á að sá árangur sem náðst hefði í að laga mjólkurframleiðsluna að innan- landsneyslu gæti verið unninn fyrir gíg takist ekki nýr búvörusamningur með bændasamtökunum og ríkinu bráðlega. Danskir hestamenn á námskeiði á Hvanneyri Fjörutíu danskir eigendur íslenskra hesta voru í ágúst á námskeiði um íslenska hestinn á Bænda- skólanum á Hvanneyri. Þátttakendum voru kynnt- ir eiginleikar hans og gangur, tamning, fóðrun og uppeldi á íslandi, ennfremur hrossarækt og fóðr- un. Þá fengu þeir sýnikennslu í byggingardómum. Danirnir heimsóttu hrossabúin á Sigmundarstöð- um, Skáney og Svignaskarði og fóru síðan í út- reiðatúr með 80 hross um Borgarfjörð. Sjálfir eiga þátttakendur frá tveimur upp í þrjátíu hesta á mann. Þeir fóru norður í Hóla og Skörðugil, fóru í heimsókn að Kirkjubæ á Rangárvöllum, fylgdust með Murneyrarmótinu og íslandsmóti í hesta- íþróttum í Borgarnesi. Fullbókað er í annað nám- skeið að ári. Forstöðumaður námskeiðsins var Ingimar Sveinsson og Runólfur Sveinsson kenndi þar einnig. Fjárframlag til landgræðslu frá Ataki í (andgræðslu í sumar afhenti stjórn Átaks í landgræðslu Land- græðslu ríkisins sex milljónir króna til að græða upp Haukadalsheiði. Með þeirri hálfri milljón króna sem lögð var fram árið 1988 nægja þessi framlög til þess að græða upp tvö hundruð hektara. Átak í landgræðslu var stofnað 14. júní 1990 að frumkvæði Árna Gestssonar forstjóra og Félags íslenskra stórkaupmanna. Síðan hafa safnast yfir 20 milljónir króna. Markmið Átaksins er að safna þrjátíu milljónum króna til að græða upp land. Hlé hefur orðið á fjársöfnun á þessu ári til þess að trufla ekki fjársöfnun Skógræktarfélags íslands í tilefni 60 ára afmælis þess. Átakið ver öllu fé í samráði við Landgræðslu ríkisins til brýnna verkefna hverju sinni. Formaður þess er Árni Gestsson. 616 Freyr 17. SEPTEMBER 1990

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.