Freyr - 01.09.1990, Side 7
Heimsþing bænda
Dagana 4. til 8. júní sl. var haldið í Þránd-
heimi í Noregi alþjóðlegt búnaðarþing. Þar
komu saman yfir 300 fulltrúar bændasamtaka í
60 löndum. Auk þess áttu nokkrar alþjóða-
stofnanir og önnur fjölþjóðlega bændasamtök
áheyrnarfulltrúa á þinginu svo að alls tóku um
500 manns þátt í þessum fundarhöldum.
Það eru Alþjóðasamtök búvöruframleið-
enda, (sem á ensku heita International
Federation of Agricultural Producers, skamm-
stafað IFAP), sem standa að þessum þingum
sem haldin eru annað hvort ár og eru jafnframt
aðalfundir samtakanna.
Samtökin, sem voru stofnuð árið 1946, hafa
í vaxandi mæli látið að sér kveða hin síðari ár
og fleiri og fleiri þjóðir gerst aðilar að þeim.
Nú bættust ýmsar nýjar þjóðir í hópinn. í
fyrsta sinn voru nú sendinefndir frá Sovétríkj-
unum og frá öðrum Austur- og Mið-Evrópu-
löndum, svo og frá Rómönsku Ameríku. Það
er þó athyglisvert að þó að bændur séu án efa
lang fjölmennasta stétt heimsins (í sumum
fjölmennustu ríkjum heims eru bændur allt að
80% þjóðanna), þá hafa heimssamtök bænda
alls ekki Iátið að sér kveða á alþjóðlegum
vettvangi í samræmi við það. Bændur heimsins
ráða einnig yfir því vopni sem þrátt fyrir allt er
öllu hervaldi sterkara, matnum. Ef til vill er
það einmitt tímanna tákn að bændur heimsins
sýna nú vaxandi samstöðu. Nær hvarvetna er
við veruleg vandamál að stríða.
Ríku þjóðirnar berjast við vandamál tengd
offramleiðslu og lágt verð á þeim hluta fram-
leiðslunnar sem seldur er úr landi. Fátæku
þjóðirnar búa margar enn við sáran skort og
jafnvel hungur á stórum svæðum, en það sem
ýmsar þeirra, einkum í heitu löndunum, geta
framleitt til útflutnings, svo sem kaffi, te og
kakó, er selt til iðnríkjanna við smánarverði.
Menn hafa nær hvarvetna áhyggjur af vaxandi
mengun eða alvarlegri röskun á umhverfi,
eyðingu regnskóga, stórfelldri brottskolun
jarðvegs eða vatnsskorti sem leiðir m.a. til þess
að þurrkaeyðimerkur breiðist út.
Allar þjóðir virðast sammála um að bæta
þurfi markaðsmál landbúnaðarvara en þar
greinir menn á um leiðir og hve langt eigi að
ganga í því að losa um höft og draga úr vernd.
Engin þjóð er tilbúin að hætta öryggi sínu og
sjálfstæði með þvíað gerast íöllu háð innflutn-
ingi á matvælum.
Þetta allt mótaði umræður á þinginu og af
þessum viðfangsefnum var dagskrá þess snið-
in.
Megin málaflokkarnir voru þessir:
1. Matvæli heimsins og staða landbúnaðar.
2. Verslun með landbúnaðarvörur og GATT
viðræðurnar.
3. Samskipti búvöruframleiðenda og neyt-
enda.
4. Umhverfismál og landbúnaður.
Áberandi var hve öll þessi megin atriði
blönduðust saman í umræðum, sama hvaða
efni var á dagskrá hverju sinni.
Þegar rætt var um horfur í matvælafram-
leiðslu var á það bent að aukning í matvæla-
framleiðslu hafi í heild ekki haldið í við fólks-
fjölgunina. Þó að víða hafi ástandið batnað þá
eru heilar álfur, eins og Afríka, þar sem mat-
vælaframleiðsla á hvern íbúa hefur haldið
áfram að dragast saman allan síðasta áratug.
Svipað er hægt að segja um Rómönsku Amer-
íku og viss svæði í Asíu. í þessu sambandi var á
það bent að ef öll verslun með landbúnaðar-
vörur yrði gefin alfrjáls og hömlulaus og jafn-
framt öll svæðisbundin verndun landbúnaðar
afnumin, (útflutningsbætur, verndartollar,
niðurgreiðslur og allir framleiðslustyrkir yrðu
óheimilir), eins og þeir sem lengst vilja ganga í
GATT- viðræðunum virðast leggja til, mundi
það í fyrstu geta leitt til að nær allur landbún-
aður legðist af á stórum svæðum þar sem
náttúruleg skilyrði eru á einhvern hátt erfiðari.
Öllum ætti að vera ljóst hvaða áhrif það hefði á
matvælaástandið. Ennfremur væri þá vandséð
hverjir tækju að sér að sjá til þess að til væru
Frh. ú bls. 629.
17, SEPTEMBER 1990
Freyr 615