Freyr - 01.08.1992, Side 6
566 FREYR
15.-16.’92
RITSTJÓRNARGREIN-----------
Umhverfisráðstefnan f Rfó
Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um
umhverfi og þróun, hin önnur í röðinni,
var haldin í Rio de Janero í fyrrihluta
júnímánaðar sl. Hin fyrsta var haldin í
Stokkhómi árið 1972. Fram hefur komið
að mat á árangri af ráðstefnunni er mis-
jafnt, sumir telja hann mikinn, aðrir lítinn.
Bent er á að það sé út af fyrir sig afrek að
ráðstefnan var haldin, hér sé á ferð stærsta
ráðstefna sem sögur fari af, hana hafi m.a.
setið leiðtogar 178 þjóða og þeir hafi und-
irritað merka sáttmála og yfirlýsingar.
Þessi áþreifanlegi árangur ráðstefnunn-
ar er eftirfarandi:
1. Undirritaðir voru tveir sáttmálar,
annar um verndun andrúmsloftsins og
hinn um verndun tegunda lífríkisins.
Hinn síðarnefnda undirrituðu þó ekki
Bandaríki N.-Ameríku.
2. Undirritaðar voru tvær yfirlýsingar,
önnur um verndun skóga, en hin uin
réttindi og skyldur ríkja í umhverfis-
og þróunarmálum, sem er ítarleg
framkvæmdaáætlun fyrir þjóðir heims
um aðgerðir á 21. öldinni, 800 blað-
síðna rit, og nefnt Agenda 21. Kjarni
þessi er að í lífi jarðarbúa skuli stefnt
að sjálfbærri þróun, en á skortir að
þannig sé nú lifað á jörðinni.
Svo langt sem þetta nær er allt gott um
ráðstefnuna að segja. Um samþykktir og
yfirlýsingar má segja að orð séu til alls
fyrst, en einar og sér breyta þær þó litlu
sem engu. Þar kemur að höfuð átakaefn-
inu. Til að hrinda samþykktunum í fram-
kvæmd þurfa stjórnvöld í hverju landi að
sýna vilja sinn í verki; betur settar þjóðir
að ákveða fjárveitingar og skattlagningu á
þegna sína sem og að setja reglur um að
draga úr mengandi efnum sem sleppt er út
í umhverfið; loft, láð og lög.
Fyrir fulltrúa á ráðstefnunni í Ríó voru
lögð gögn sem sýna að aðgerðir manna
hafa stefnt lífi á jörðunni út á hættulega
braut, en jafnframt að mögulegt sé að
sveigja inn á lífvænlegt spor með því að
taka mark á hættumerkjunum og breyta
samkvæmt þeim. Talað er um að þessi
stefnubreyting þurfi að hafa átt sér stað
fyrir nk. aldamót.
Að ráðstefnunni lokinni lá ekkert
ákveðið fyrir um að þetta muni gerast.
Betur settar þjóðir eru ekki reiðubúnar að
slaka á kröfum sínum til lífsgæða og fyrir-
tæki og aðilar sem valda mengun með
starfsemi sinni halda uppi harðskeyttri
hagsmunagæslu. Má þar nefna olíuiðnað-
inn.
Oft hefur verið rakið hver séu helstu
umhverfisvandamál jarðar. Það skal þó
rifjað upp hér. Mengunar- og umhverfis-
skaða má skipta í staðbundin vandamál og
óstaðsetjanleg. Meðal hinna fyrrnefndu er
mengað loft yfir iðnaðarhéruðum, af út-
blæstri verksmiðja, og yfir stórborgum,
þar sem m.a. bílaumferð og upphitun húsa
skilar mengun út í andrúmsloftið. Spillt
vatn má rekja til sömu orsaka en einnig
hefur umhverfi spillst þar sem vatn hefur
verið leitt burtu og vatnsyfirborð stöðu-
vatna hefur lækkað.
Þá er gróðureyðing staðbundið en þó
algengt vandamál og í kjölfar þess fylgir
jarðvegseyðing, sem telja má með mestu
umhverfisvandamálum jarðarinnar.
Undir óstaðbundin umhverfisvandamál
heyra í fyrsta lagi gróðurhúsaáhrifin svo-
kölluðu en þau stafa einkum af auknum
koltvísýringi í andrúmslofti og eiga sér
engin landamæri. Sama gildir um mengun
hafsins, úthafa sem innhafa, en mestöll
föst og fljótandi mengunarefni og jafnvel
sum loftkennd eiga sína endastöð í hafinu.