Freyr - 01.08.1992, Side 8
568 FREYR
15.-16.’92
Leðuriðjan Tera
Leðuriðjan Tera á Grenivík framleiðir föt og smávörur úr leðri og
rúskinni Sigríður Sverrisdóttir framkvœmdastjóri f viðtali.
Leðuriðjan Tera á Grenivík við Eyjafjörð var stofnsett í nóvember 1987 og fagnar því
fimm ára afmœli á komandi hausti.
Tera býr við þröngt húsnœði. Anna Ingólfsdóttir og Hulda Ragnarsdóttir við
vinnu sína.
Þetta er hlutafélag og tveir aðal-
hluthafarnir í því eru Grýtubakka-
hreppur og Iðnþróunarfélag Eyja-
fjarðar. Eitt af markmiðunum með
stofnun Teru var að styrkja at-
vinnulíf í Grýtubakkahreppi, eink-
um fyrir konur. Fyrirtækið er nú að
skila árangri í rekstri og hefur
rekstrarstaðan batnað á þessu og
síðasta ári.
Sigríður Sverrisdóttir veitir Teru
forstöðu og er jafnframt kennari
við grunnskólann á Grenivík. Hún
er ein af hinum kunnu systrum frá
Lómatjörn, en þær eru auk Sigríð-
Sigríður Sverrisdóttir. Freysmyndir
J.J.D.
ar, sem er þeirra elst, Guðný,
sveitarstjóri á Grenivík og Val-
gerður, alþingismaður.
Starfsemi Teru er á jarðhæð í
gamla barnaskólahúsinu á Greni-
vík. Það húsnæði er orðið óhentugt
og þröngt. Framleiðsla fyrirtækis-
ins er aðallega fatnaður úr rúskinni
og leðri; jakkar, buxur, dragtir,
frakkar og kápur en auk smærri
vörur s.s. kerrupokar, töskur,
hárbönd, teygjur og belti til að
nýta frekar tíma og efni. Fjórar
konur starfa hjá fyrirtækinu en
ekki eru allar í fullu starfi.
I upphafi unnu tvær konur í
hálfu starfi hjá Teru og þá var
áhersla lögð á að framleiða ýmsar
smávörur, en síðustu þrjú ár hefur
fatasaumur verið æ stærri þáttur í
framleiðslu fyrirtækisins. Sigríður
segir að vegna smæðar þess séu föt
að jafnaði ekki saumuð á lager, en
frekar eftir pöntunum og máli og
framleiðslan seljist vel.
- Við tókum þátt í iðnsýningu á
Akureyri i júní í fyrra sumar og það
varð okkur mikil lyftistöng. Við
fengum heilmikla vinnu út á það og
gátum kynnt starfsemi okkar.
Jafnframt fengum við góða um-
fjöllun í fjölmiðlum.
Það er talsvert dýrt að sauma á
lager en samt höfum við reynt að
eiga dálitlar birgðir af smærri vör-
um til að selja í nóvember og des-
ember, en þeir eru mestu sölumán-
uðirnir hjá okkur.
Ánægðir viðskiptavinir eru lík-
lega besta viðurkenningin fyrir lít-
ið fyrirtæki eins og Teru. Aðra
viðurkenningu hafa þær Teru-kon-