Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1992, Side 16

Freyr - 01.08.1992, Side 16
576 FREYR 15.-16.’92 Námskeið um nýtingu búfjáráburðar Óttar Geirsson Dagana 30.-31. mars sl. var haldið námskeið um notkun búfjáráburðar á Bœndaskól- anum á Hvanneyri. Námskeiðið var m.a. haldið í tilefni af 90 ára afmœli Guðmundar Jónssonar fyrrum skólastjóra, en hann kenndi lengi jarðrœktarfrœði við Hvanneyrar- skóla og skrifaði eina ítarlegustu ritsmíð um búfjáráburð sem enn hefur verið skrifuð á íslensku. Lars Nesheim flytur erindi sitt. Ljósm. Óttar Geirsson. Hún birtist í Búfræðingnum árið 1942 eða fyrir 50 árum, og var notuð við áburðarfræðikennslu í bændaskólunum fram yfir 1960. Guðmundur Jónsson var á nám- skeiðinu og að kvöldi fyrri nám- skeiðsdags var honum haldið sam- sæti á Hvanneyri þar sem margir Borgfirðingar og fleiri heilsuðu upp á hann. I upphafi námskeiðs- ins flutti Magnús B. Jónsson erindi um störf Guðmundar Jónssonar fyrir íslenskan landbúnað. Ströng ákvœði til verndar umhverfis. Síðan hófst hinn fræðilegi þáttur námskeiðsins. Pað voru 11 fyrirles- arar á námskeiðinu fyrir utan nem- endur í Búvísindadeild Hvanneyr- ar sem höfðu unnið veggspjöld og handhæga handbók um búfjárá- burð og skýrðu þessi verk sín á námskeiðinu. Einn fyrirlesara var norskur, Lars Nesheim frá Vágö- nes í Noregi, en Norðmenn hafa gert miklu fleiri rannsóknir á bú- fjáráburði og tilraunir með hann en við Islendingar. Þar eru einnig strangari kröfur gerðar um að bú- fjáráburður valdi ekki mengun en hér; t.d. verða norskir búfjáreig- endur að hafa aðgang að ræktunar- landi sem svarar til 0,4 ha á hverja búfjáreiningu sem þeir eiga. I einni búfjáreiningu eru mismargir gripir eftir búfjártegund, t.d. er ein mjólkurkýr í einni einingu en 7 ær. Bóndi sem á 20 kýr og 210 ær þyrfti því að eiga að lágmarki 0,4 ha fyrir hverja kú (0,4x20=8) og 0,4 ha fyrir hverjar 7 ær (0,4x30=12) eða samtals a.m.k. 20 ha. Þá eru einnig ströng ákvæði um það hvenær bera má búfjáráburð á tún og er yfirbreiðsla búfjáráburð- ar óheimil frá 1. nóvember til 1. apríl ár hvert nema því aðeins að búfjáráburðurinn sé felldur niður (plægður, herfaður) innan sólar- hrings frá því að hann er borinn á. Lars Nesheim taldi þessu ákvæði laganna strangar framfylgt í þétt- býlli héruðum en í dreifbýlinu í Norður-Noregi. Hvernig á að koma skítnum á tún án þess að skemma þau? í umræðum á námskeiðinu kom fram að hér á landi ræða menn enn oft um búfjáráburð sem vandamál sem þurfi að losna við á sem ein- faldastan og ódýrastan hátt, en þarna er að sjálfsögðu um verð- mæti að ræða og finna þarf leiðir til að nýta áburðarefnin í skítnum á sem hagkvæmastan hátt. Eitt erf- iðasta úrlausnarefnið er hvernig koma megi skítnum á túnin á þeim tíma sem til þess hentar án þess að skemma túnin og valda þannig e.t.v. meiri kostnaði en vinnst með sparnaði í áburðarkaupum. Oft er

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.