Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1992, Blaðsíða 20

Freyr - 01.08.1992, Blaðsíða 20
580 FREYR 15.-16.’92 87,3% af breytileika vöðvaþung- ans. Sambærilegar tölur fyrir flat- armálið eru 23,1% og 86,5%. Þessar niðurstöður sýna fyrst og fremst að HLM mæling á bak- vöðvaþykkt og flatarmáli bak- vöðvans eru nálega jafn góðir mælikvarðar á vöðvaþunga skrokksins. Af því leiðir að sund- urskurður á skrokkum kann að verða óþarfur og sparast þar með mikil vinna og fjármunir að ekki sé talað um hve niðurstöður fást fljótar og þau áhrif sem það kann að hafa á úrvalsaðferð og kynbóta- framfarir eins og minnst var á í upphafi. Bakbreidd, bak- og lærastig höfðu jákvæða, en mun lægri fylgni við vöðvaþungann og höfðu lítil áhrif til lækkunar á staðalskekkju. umfram þungaleiðréttingu. Þykkt síðufitu (J) sem mæld er á föllunum í sláturhúsi og m.a. notað við flokkum á kjöti, hafði hæstu fylgni við heildarfitu skrokksins y ' HESTURR UEETURG. HR. 907 »' C50O 1428 UET 220U DIS=039MM SCREEN i xi. k i 8 s 4 3 5 FR2 7. 5MHz 09/09/91 i ________________I Myndin sýnir þykkt á bakvöðva (milli krossa) af hrútnum Galsa 907 á Hesti. Bakvöðvinn mœldist 39 mm, sem er það mesta sem mœlst hefur á Hesti. (r=0,63), og útskýrði samanlagt með þunga á fæti 86,9% af breyti- leika heildarfituþunga skrokksins. HLM-mælingar á fituþykkt yfir bakvöðva og mat á síðufitu með þreifingu á rifjum virðast jafn góðir mælikvarðar á heildarfituþungann (r=0,44). Bak- og lærastig virðast lítið tengd heildarfitu skrokksins og eru það jákvæðar niðurstöður en hins vegar reyndist jákvætt sam- band (r=0,42) milli lærastiga, met- in á fallinu, og fituþungans. I heild má segja að þessar niður- stöður lofi góðu um notkun HLM- mælinga í þágu kynbóta fyrir kjöt- gæðum. Þótt hér sé um lítið gagna- safn að ræða eru niðurstöðurnar í góðu samræmi við eldri rannsóknir frá Hesti. Með stærra gagnasafni mun nákvæmni aukast og efalaust má gera matið á vefjunum ná- kvæmara með því að taka fleiri þætti með í reiknilíkanið svo sem beina- og fitumál, en það bíður heildaruppgjörs, sem áætlað er að ljúka á síðarihluta næsta árs. Notkun ómsjár... Frh. afbls. 581. anna, þá sem best komu út. í flest- um tilfellum hafði ég hins vegar aðstoðarmann með mér, sem sá þá að mestu um mælingarnar með ómsjánni. Gafst þá meiri tími til þess að aðstoða bóndann við val á lömbum til skoðunar svo og að stiga og mæla á hefðbundinn hátt stærri hluta þeirra lamba sem mynduð voru með ómsjánni. Við eðlilegar aðstæður voru af- köst við mælingarnar með ómsjánni 20-30 lömb á klukku- stund. Hins vegar kom það manni mjög í opna skjöldu hversu erfitt var að mæla lömb, sem höfðu sand eða mold í baki. Var þetta verulegt vandamál á mörgum bæjum, tafði oft tilfinnanlega og setti tímaáætl- anir úr skorðum. Auk skoðunar á lambhrútum var á þessum tíma verið að skoða og dæma vetur- gamla hrúta, ýmist heima á bæjum eða á sýningum og voru þeir allir mældir með ómsjánni. Eingöngu var myndað á einum stað, þ.e. við 3. spjaldhryggjarlið, og mæld þykkt bakvöðva þar sem hann er þykkastur og þykkt fitu þar yfir. Þá voru allar myndir prentaðar og gátu menn þá virt fyrir sér Iögun vöðvans, sem oft sagði mikið til viðbótar við mæl- inguna. í 1. töflu eru sýndar tölur úr þessum mælingum á Norðurlandi yfir syni sæðingahrúta. Athygli vekur ágæt útkoma hrútanna Kokks og Kráks frá Hesti og Hnykils og Svola frá Stóra- Ármóti. Á þessum stöðum hafa mælingar á þykkt bakvöðva á föll- um í sláturhúsi verið stundaðar um alllangt skeið og virðist það koma mjög greinilega fram þarna að ár- angur hefur náðst. Ennfremur vekur athygli góð útkoma kollóttra hrúta af Ströndum en þeir hafa allgóðann vöðva og eru fitulitlir. Þar sem ómsjáin er alldýrt tæki hafa menn rætt hvernig hægt væri að nota hana utan þessa hefð- bundna tíma fyrir líflambaval í september og október. Fór ég út í það að mæla gimbrahópa í nóvem- ber og desember, samtals 350 gimbrar, hjá 10 bændum. Voru þetta nær eingöngu nýklipptar gimbrar og mæling því yfirleitt auðveld. Auk mælinga með ómsjánni mældi ég fótlegg á gimbrunum og gaf þeim stig fyrir læri. Með þessu móti ætti að vera hægt að finna í væntanlegum ær- hópi best gerðu einstaklingana, t.d. verðandi hrútsmæður. Aug- ljóst er að þessar mælingar út- heimta mikla vinnu ef gera á þær í stórum stfl. Ég tel þó að skoða verði gaumgæfilega hvort ekki sé ástæða til að framkvæma allvíð- tækar mælingar á fé á þeim búum þar sem líkur eru á að keyptir séu hrútar inn á sæðingastöðvar. Eflaust mætti hugsa sér notkun þessa tækis á annan hátt en hér hefur verið rætt um en ég tel að eftir þessa reynslu sé enginn vafi á því að ómsjáin getur orðið mjög mikilvirkt hjálpartæki í kynbóta- starfinu í sauðfjárrækt.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.