Freyr - 01.08.1992, Blaðsíða 27
15.-16.’92
FREYR 587
plönturnar vaxa upp í víra og toppa
þær þá og skipta örar um plöntur.
Þessi aðferð tókst illa, því að blöð-
in gulnuðu hraðar en aldin þrosk-
uðust. Sá sami kvartaði einnig
undan því, að þegar stönglarnir
lögðust niður vildu þeir oft leggjast
utan í dropaslöngurnar og kippa
þeim upp.
2. Birtumagn og lýsingartími.
Gúrkur eru mjög birtukræfar
plöntur sem geta nýtt sér mikið
birtumagn, þannig að ólíklegt er
að ljósmettun náist í fullvöxnum
plöntum með mikinn blaðmassa
þar sem blöðin skyggja meira eða
minna hvert á annað. I norsku
tilraununum jókst uppskeran
nánast í beinu hlutfalli við aukna
lýsingu. Þannig jókst uppskeran
um 48% þegar lýsingin var aukin
úr 5500 lux (52 wött á m;) í 11.000
lux (103 wött á m:) og um 43% til
viðbótar þegar lýsingin var aukin
úr 11.000 lux í 16.000 lux (150 wött
á m;). Uppskeruaukningin stafaði
bæði af fleiri og þyngri aldinum.
Aukin lýsing hafði jafnframt já-
kvæð áhrif á aldingæðin (lengd, lit,
lögun og hrjúfleika).
Ráðlagt var að lýsa plönturnar
með a.m.k. 12.000 lux í 18-20 klst.
á sólarhring. Þung áhersla var lögð
á að gefa plöntunum 4-6 klst.
myrkur á sólarhring, því að gera
má ráð fyrir 30-50% uppskeru-
rýrnun við 24 klst. lýsingu saman-
borið við 18 klst. lýsingu.
Einn garðyrkjubóndinn hafði
orð á því, að plönturnar hafi orðið
of fljótt „gamlar“ síðastliðinn vet-
ur. Hann taldi að ástæðan væri
m.a. sú, að 18 klst. lýsing væri of
löng, sem „stressi“ plönturnar of
mikið þannig að þær eldist of fljótt.
Að hans áliti voru plönturnar mun
kröftugri við 13 klst. lýsingu, með
sverari stöngla og stærri blöð.
Næsta vetur er ætlun hans að lýsa
með 12.000 lux og bara í 13 klst. á
sólarhring, þ.e. að lengja daginn
að morgni og síðdegis, og nota
tímann frá lok nóvember og út
desember til að þrífa og sótt-
hreinsa húsin.
í öllum stöðvunum sem heim-
sóttar voru, að einni undanskil-
inni, var lýst með 12.000 lux (há-
þrýstir natriumlampar) í 18 klst. á
sólarhring. I einni stöðinni var lýst
með 15.800 lux í 18 klst. á sólar-
hring. All algengt var í nágrenni
Osló að vera með skyggingadúka
innan á gróðurhúsunum. Þeim er
bæði ætlað að draga úr útgeislun
plantnanna á heiðskírum, köldum
vetrarnóttum og að endurvarpa
birtunni til baka inn í gróðurhúsið.
Á dúknum er oft sjálfvirkur stýri-
búnaður, þannig að dúkarnir drag-
ast fyrir síðdegis þegar birtan fer
t.d. undir 2000 lux og frá að morgni
þegar birtan fer t.d. yfir 3000 lux.
Ennfremur fór lýsingin oft sjálf-
krafa af þegar birtan fór t.d. yfir
30.000 lux. Sumir garðyrkjubænd-
anna ætluðu einnig að nota lýsing-
arbúnaðinn í dimmviðri að sumri,
t.d. þegar birtan er undir 30.000
lux að deginum.
Þegar keypt er ótrygg raforka,
skiptir miklu máli hvernig plönt-
urnar bregðast við ef lýsingin er
rofin um tíma. Að sögn manna á
tilraunastöðinni ætti það ekki að
hafa nein skaðleg áhrif í för með
sér þó svo að lýsingin væri rofin í
tvo sólarhringa, en hins vegar væru
fjórir sólarhringar í lengsta laginu.
Ef lýsingin væri rofin um tíma, ætti
ekki að reyna að vinna upp tapið
með því að lýsa allan sólarhringinn
á eftir, en halda sér áfram við 18
klst. lýsingu. Ef lýsingin væri rofin
í lengri tíma en 2 sólarhringa, ætti
að lækka hitann niður í 17°C og
jafnvel 15°C.
3. Staðsetning lampa.
Til greina kæmi að vera með
lampana annað hvort yfir göngun-
um eða yfir beðunum. Af þeim
stöðvum sem við heimsóttum var
mun algengara að lamparnir væru
yfir göngunum. Með því móti fæst
betri birta niður eftir plöntunum
og þar með verður minna um guln-
uð blöð. Hins vegar verður vinnan
erfiðari þegar unnið er við toppa
plantnanna, því að menn eru þá
komnir með höfuðið upp undir
lampana. Æskilegt væri því að geta
slökkt á hverri lamparöð fyrir sig, á
meðan unnið er við plönturnar í
viðkomandi gangi.
Ætla mætti að talsvert bil þyrfti
að vera frá lömpunum og að
plöntutoppunum. Miðað við það
sem við sáum og heyrðum, skiptir
þetta litlu máli. Það er nánast ekki
fyrr en plöntutopparnir taka að
snerta lampana eða vaxa inn undir
skermana, að þeir fara að skemm-