Freyr - 01.08.1999, Blaðsíða 26
Tala búfjár, heyfengur og uppskera garðávaxta 1998 (frh.)
Number oflivestock and production offteld crops byregions 1998 (cont.)
Nautgripir Cattle Sauðíé
Alls Total Kýr Cows Holdakýr Beef cows Kvígur Heifers Geldneyti Dry Cattle Kálfar Calves Alls Total
Austur-Landeyjahreppur 2.003 726 27 322 402 526 3.989
Vestur-Landeyjahreppur 1.249 417 88 416 328 3.641
Fljótshlíðarhreppur 929 392 7 90 207 233 4.624
Hvolhreppur 517 145 10 56 149 157 1.156
Rangárvallahreppur 1.122 361 5 149 290 317 4.763
Ásahreppur 614 232 2 93 120 167 2.720
Djúpárhreppur 384 143 79 58 104 1.182
Holta- og Landsveit 1.976 614 59 340 454 509 6.729
Gaulverjabæjarhreppur 1.322 552 3 260 171 336 773
Hraungerðishreppur 1.289 541 195 262 291 1.575
Villingaholtshreppur 1.272 426 2 77 425 342 1.817
Skeiðahreppur 1.714 753 397 145 419 2.203
Gnúpverjahreppur 1.174 509 9 133 214 309 2.314
Hrunamannahreppur 2.651 1.034 5 133 823 656 6.358
Biskupstungnahreppur 1.605 622 30 203 301 449 4.891
Laugardalshreppur 485 210 46 100 129 778
Þingvallahreppur 14 - 10 4 2.477
Hveragerði 7 4 1 2 29
Ölfushreppur 497 172 39 155 131 2.742
Grímsnes- og Grafningshreppur 565 235 102 63 165 6.623
Heimild: Forðagæsla; Bændasamtök íslands. Source: The Farmer ’s Association of Iceland.
Heimatilbúin vandamál
í bandarískum landbúnaði
Bandarískir bændur og land-
búnaðaráðherrann, Dan
Glichman, sitja í súpunni og
geta sjálfum sér um kennt.
Rökin fyrir þessari fullyrðingu er
að finna í nýlegri skýrslu ffá land-
búnaðaráðuneytinu, dagsett 30. júni
sl. Þar kemur fram að gífurlega
miklu var sáð i ár af maís og soja-
baunum en jafnframt eru enn til
miklar birgðir af komi frá síðasta
ári. Önnur skýrsla, frá 25. júní, sýn-
ir að bandarískir svínabændur
munu aftur yfirfylla markaðinn í ár,
sem aftur mun þrýsta niður verði á
svínaafurðum.
Bandarísku kom- og kjötmarkað-
imir bmgðust neikvætt við báðum
þessum skýrslum. Verð á Chicago-
markaðnum, Chicago Board of
Trade, féll niður í það lægsta verð
sem skráð hefur verið lengi - hvað
sojabaunir varðar það lægsta í 25
ár. Þess er þó ekki vænst að botnin-
um sé náð.
Langt og strangt sumar
Landbúnaðarráðherrann, Dan
Glichman, á ekki sjö dagana sæla
um þessar mundir. Það sem af er ár-
inu hefur hann verið að tjasla sam-
an hjálparaðgerðum upp á tugmillj-
arða króna fyrir bændur, verja við-
urkenningu bandarískra stjómvalda
á erfðabreyttum matvælum, útskýra
hvers vegna hann samþykkti árið
1996 landbúnaðarstefhu, sem hefur
verið kölluð „Frelsi til að rækta“,
sem nú hefur reynst hörmuleg og
að svara ásökunum gegn útflutningi
niðurgreiddra bandarískra búvara,
frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi, ESB,
Mexíkó og Kanada. í engu þessara
verkefna hefur hann átt láni að
fagna.
Dan Glichman ver enn landbún-
aðarstefnu Bandarikjanna, en við-
urkennir þó að hvorki hann né
Clinton forseti hafi óskað sér þess-
arar stefnu þegar þingið samþykkti
hana árið 1996 og að forsetinn hafi
undirritað lögin „mjög hikandi".
Vera má að það sé rétt en það er
auðvelt að vera vitur eftir á.
Þá hafa hin miklu opinberu
framlög til bandarískra bænda
gert Glichman að auðveldri
skotskífu fyrir samkeppnislönd á
búvörumarkaði heimsins. Þau
halda því fram að niðurgreiðslur
Bandaríkjanna á búvörum séu
brot á reglum Alþjóðaviðskipta-
stofnunarinnar.
26 - FREYR 9/99