Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1999, Blaðsíða 37

Freyr - 01.08.1999, Blaðsíða 37
sumum bændum í verulegum mæli, þannig að þeir gátu látið frá sér kartöflur og gulrófur. Þetta kom sér mjög vel fyrir þjóð sem stöðugt barðist við að hafa nóg að borða. Afnám algerrar verslunareinok- unar, sem varað hafði á Islandi frá 1602, var mikið baráttumál á þess- um áratugum og barðist Skúli Magnússon, landfógeti, mest gegn verslunaróffelsinu. Árið 1787 var verslun á Islandi gefín frjáls öllum þegnum Danakonungs og leiddi það þegar frá leið til hagsbóta þó að töf yrði á að verslunin kæmist i hendur innlendra manna. Á nítjándu öldinni miðar enn hægt Tvo fyrstu áratugi 19. aldar gerð- ist lítið sem til framfara liorfði í stjórnsýslu eða búskaparháttum. Engin ný tækni við búskapinn hafði náð verulegri útbreiðslu og reyndar gerist það ekki að marki fyrr en á siðari hluta 19. aldar. Eftir 1820 fór árferði aftur batn- andi og var hagstætt fram yfir 1850. Þá batnaði hagur lands- manna verulega. Búfé landsmanna fjölgaði mikið; sauðfé um 50% (úr 400 þús. 1823 i 600 þús. 1849) og nautgripum um 25% (úr 20 þús. 1823 í 25 þús. 1849). Frá 1801 til 1850 ijölgaði landsmönnum úr 47 þús. í rúmlega 59 þús. Árið 1804 áttu landsmenn 5,8 kindur á hvert mannsbam en 11,8 árið 1853 og sýnir þetta hve mikið hagur fólks batnaði með bættu árferði þó að búskapurinn væri enn nánast á sama tæknistigi. Þessu til staðfestingar skulu nefnd dæmi: Árið 1828, þegar íbú- ar í Reykjavík eina þéttbýli lands- ins vom tæplega 300, vildu þeir hafa samvinnu um að taka upp mó í Vatnsmýrinni nokkuð frá þorpinu. Þá fannst þar enginn vegarspotti og ekkert flutningatæki (kerra eða vagn) svo að auðvelt yrði að flytja eldsneytið í húsin. Áhöld þóttu um það hvort sveitarfélagið hefði ráð á vegagerð og kerrukaupum. Um tíu ámm síðar (1839) fór Ræktun landsins gefur glögga mynd af framförunum. Túnasléttur frá 1849 1894 voru 1091 ha 55 1895 1904 99 1588 ha 55 1905 1914 55 3280 ha 55 1915 1924 55 2403 ha 55 1925 1934 55 12.454 ha Stærð ræktaðs land 1845 10.000 ha 55 1905 18.000 ha 55 1920 22.000 ha 55 1930 26.000 ha 55 1940 36.000 ha 55 1950 45.000 ha 55 1960 75.000 ha 55 1965 95.000 ha ungur bóndi frá Stóruvöllum í Bárðardal, til vetrardvalar í Dan- mörku. Hann flutti heim með sér plóg og herfí til jarðvinnslu og tveggja hesta vagn ásamt aktygjum. Hann hóf svo jarðvinnslu og slétt- aði um 1 ha túns. En þetta var eins- dæmi. Fyrsta búnaðarfélag á Islandi var stofnað árið 1837 og beitti það sér fyrir búnaðarframforum á öllum sviðum, ekki hvað sist í ræktun og nýrri tækni. Táknrænt er að árið 1841 er ákveðið að félagið útvegaði 20 hjólbörur og hefði þær til sölu á kostnaðarverði. Mælist það vel fyr- ir. Aukin fóðuröflun og bætt aðstaða til hennar var enn sem fyrr það sem mest áhersla var lögð á. Þar var einkum unnið á tveimur sviðum. Töluverð áhersla var lögð á áveitur, einkum á flæðiengjar sem í mörg- um héruðum vom bestu heyskapar- löndin. M.a. vom fengnir erlendir vatnsvirkjafræðingar til að kenna landsmönnum tæknina og innlendir búfræðingar, sem nú fóm að koma fleiri og fleiri eftir nám í Danmörku og síðar í Noregi, leiðbeindu um áveitur. Túnræktin var enn mikilvægari, bæði sléttun gömlu túnanna og frið- un þeirra með garðahleðslum, held- ur en nýræktun (brot á nýju landi). Athyglisvert er að enn var beitt nokkum veginn sömu aðferðum við að slétta gömlu túnin og ráðlagðar vom í jarðræktarlögunum frá 1776, þ.e. handverkfærum og handafli einu saman. Árið 1846 er sagt frá því að hug- vitsmaður einn, Guðbrandur Stef- ánsson jámsmiður, sé að finna upp tæki til að rista ofan af gömlu tún- unum, skera þökur. Yfirborð jarð- vegsins var síðan sléttað og þök- umar lagðar yfir aftur. Þetta tæki, undirristuspaði, og aðferðin, þak- sléttun, var síðan mikið notuð fram yfir síðustu aldamót. Þetta þóttu miklar „ tœkniframfarir“ þó að plógar væm þá þegar nokkuð vel þekktir. Hér er mikilvægt að gera sér grein fyrir því „ arktiska“ fyrirbæri sem er þúfnamyndun í nær öllu deiglendi. Þúfúr myndast vegna frosthreyfinga í jarðvegi og em rnjög áberandi á íslandi og því voru gömlu túnin nær öll þýfð og þurfti að slétta þau til að auðvelda alla vinnu við þau. Búnaðarfélög og búnaðarskólar Eftir 1850 urðu tækniframfarir smám saman örari. Bændur í ein- stökum hreppum landsins tóku að mynda með sér félög til að vinna að framforum, ýmist nefnd jarð- ræktarfélög, framræslufélög, framfarafélög eða búnaðarfélög, FREYR 9/99 - 37

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.