Freyr - 01.08.1999, Blaðsíða 33
Tœkniframfarir
við búskap á íslandi frá miðri
18. öld til miðrar 20. aldar
Frumstæður
sjálfsþurftarbúskapur
Um miðja 18. öldina var svo
komið búskap á íslandi að hann var
enn án alls sem nefna má tækni.
Engin tæki eða vélar voru til sem
létt gátu mönnum erfíði eða aukið
afköstin. Einustu áhöldin, sem
beitt var, voru tiltölulega fábreytt
og ffumstæð handverkfæri; amboð-
in orf og ljár til sláttar og hrífur til
að snúa og raka saman heyinu.
Vetrarfóðurs búfjárins var annars
vegar aflað á smáum, þýfðum tún-
um og hins vegar á útengjum sem
gáfu víðast hvar meirihluta þess.
Sauðfé og hrossum var framfleytt
af beit vetur sem sumar og vetrar-
fóður sparað svo sem frekast var
kostur.
Enginjarðvinnslatíðkaðist. Tún-
in voru eina ræktaða landið og
ræktun þeirra var í því fólgin að
bera á þann búfjáráburð, sem féll
til, en hluta hans neyddust menn til
að nota til eldsneytis.
Búskapurinn var einhliða búfjár-
rækt, garðrækt eða matjurtarækt var
engin. Sauðféð var þá orðið mikil-
vægara en nautgripir - það féll bet-
ur að þeim landsnytjum sem menn
lifðu af - gaf ekki aðeins kjöt og
mjólk, heldur og ull og skinn til
klæðagerðar.
Hrossin, sem voru hlutfallslega
mörg, voru í senn einu ferða- og
flutningstækin, en allt var flutt í
klyfjum. Engir vagnar, sleðar eða
önnur dráttartæki fyrir hesta þekkt-
ust. Jafnvel hjólbörur voru nær
óþekktar. Þeir sleðar sem notaðir
voru voru dregnir af mönnum en
ekki hestum.
A þeim rúmlega átta öldum, sem
þá voru liðnar frá landnámi íslands,
hafði búskap landsmanna hrakað
tæknilega séð. Landnámsmennim-
ir höfðu flutt með sér allnokkra
kunnáttu til ræktunar. Komrækt
var stunduð á Islandi í nokkmm
Heybandslest, mynd frá Jyrstu áratugum aldarinnar. Við upphaf þess tíma, sem Jjallað er um i greininni, voru engin
tæki til notuð til flutninga á landi. Allt var „borið“ á baki hesta eða manna.
FREYR 9/99 - 33