Elektron - 01.03.1917, Blaðsíða 4

Elektron - 01.03.1917, Blaðsíða 4
18 ELEKTRON háð þeim breytingum, sem verða á verði lífsnauðsynja. En þessar breyt- ingar hljóta að verka mest á þann hluta launanna, sem telja verður þurftarlaun, og þá á öll hin lægri laun, sem venjulega eru ákveðin eft- ir framfærsluþörfinni einni, og svo á tiltölulegan hluta hinna haérri em- bættislauna. Á þann hluta launanna sem miðaður er við annað en fram- færsluþörfina, geta verðlagsbreytingar að vísu einnig verkað, en miklu minna, og þó komið gæti til mála að bæta einnig upp þann hluta laun- anna, yrði það að vera gert eftir öðr- um mælikvarða. Pví mun nú varla verða neitað með rökum, að réttlátast og sann- gjarnast væri, að búa svo um, að búa svo um, að launin gætu jafnan staðið sem mest í föstu ákveðnu hlut- falli við framfærsluþörfina, eins og hér er bent á. Er þá á hitt að líta, hvort líklegt er, að þetta mundi reyn- ast svo örðugt í framkvæmdinni, að fyrir þá sök þætti eigi fært að fara þessa leið. En þáð virðist ekki lík- legt. Verðlagsskýrslur þær, sem á þyrfti að halda, ætti ekki að vera ókleift að útvega, og að afla þessara skýrslna og rétta launin samkvæmt þeim varla svo mikið verk né kostn- aðarsamt, að ekki þætti fært þess vegna. Þeirri mótbáru kynni að verða hreyft gegn þessu máli, að af þess- um launabreytingum mundi stafa nokkur óvissa um kostnaðinn við rekstur embættanna. En þetta þyrfti eigi að verða. Þegar verðlagsskýrsl- um yrði safnað árlega, mætti jafnan eftir þeim fara nærri um það fyrir- fram, hver áhrif verðlagsbreytingarn- ar mundu hafa á Iaunafúlguna. En hins vegar verður ekki hjá því kom- ist, að rétting launanna eftir verð- lagsbreytingum getur raskað hlutfall- inu milli tekna landssjóðs og em- bættaútgjaldanna. Þó mundu vart svo mikil brögð að þessu, að veruleg áhrif hefðu á landsbúskapinn. En til þess að unt væri að setja lög um rétting launanna, með því móti, sem hér er bent á, þyrftu að liggja fyrir verðlagsskýrslur nokkurra ára að minsta kosti. Slíkar skýrslur hlytu að verða aðalgrundvöllur þeirra laga. Þá fyrst þegar þær eru fengnar væri unt að gera sér grein fyrir því til fulls, hvernig þessu yrði hagað í framkvæmdinni i einstökum atriðum. Þessar skýrslur eru enn eigi til, og ekki fáanlegar að sinni, og fyrir þá sök treystir nefndin sér eigi til að koma fram með ákveðnar tillögur um þetta mál, en verður að láta nægja að svo stöddu þessar lauslegu bendingar ttl nánari athugunar fyrir þing og stjórn, og hún telur málið þess vert, að gerðar verði nauðsyn- legar ráðstafanir til undirbúnings því sem fyrst. Því hefir verið haldið fram, að liækka þyrfti allmikið laun embættis- manna alment vegna þess, að lífs- nauðsynjar hefðu hækkað svo mjög í verði síðan launin voru ákveðin, og hefir þá oftast verið miðað við launalögin frá 1889. Að því leyti, sem nefndin miðar upphæð iaunanna við verð á nauðsynjavörum, hefir liún, sem fyr segir, farið eftir því verðlagi, sem var fyrir ófriðinn. Um þetta verðlag á innlendum vörum er það víst, að það hefir hækkað yfir- leitt að miklum mun, eða um 33°/o og þar yfir síðan 1889. En um verð- ið á útlendum nauðsynjavörum er torvelt að segja, hvort það yfirleitt hafi hækkað eða lækkað á þessu tímabili, með því að verðlag það, sem talið er í Landshagsskýrslunum nefnt ár, er tæplega ábyggilegt, að

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.