Elektron - 01.03.1917, Blaðsíða 17

Elektron - 01.03.1917, Blaðsíða 17
ELEKTRON 27 símastöðvum. Samlöl þessi skal af- greiða á undan venjulegum hraðsam- tölum og er gjaldið fyrir þau tífalt venjulegt talsímagjald. Personalia. forsteinn Gríslason símritari á Seyðisfirði er skipaður aðstoðarstöðv- arstjóri þar. í hans stað er símamey Elísabet Benediktsdóttir skipuð sím- ritari og þær Valdís Tryggvadóttir og Anna Guttormsdóttir settar talsima- meyjar við sömu stöð. Tóma8 Stefánsson er frá 1. þ. m. skipaður aðstoðarmaður á skrifstofu stöðvarstjórans i Reykjavík. í hans stað við skeytaafhendinguna kemur Snorra Benediktsdóttir símamær og í hennar stað Ásta Sighvatsdóttir tal- símamær af miðstöðinni. Ennfremur er Sigriður Hafstein talsímamær skip- uð símritari við landssímastöðina hér og í stað hennar er skipuð talsíma- mær við landssímastöðina Sotíia Guð- laugsdóttir, áður á bæjarsimamið- stöðinni. Á bæjarsímamið8töðina í Reykja vík hafa verið teknar 4 nýjar tal- símameyjar; þessar: Guðný Sigmunds- dóttir, Guðrún Lárusdóttir, Ástríður Guðnadóttir og Jakobína Arinbjarn- ardóttir. A Akureyri var Lára Schiöth selt talsimamær í vetur, en láðst hefir að geta þess hér í blaðinu. Tíu boðorð símr'tarans, Á einum af göngunum á aðalstöð- inni (í Buenos Aires) hangir skjal með yfirskrift þessarar greinar, og sýnir það hin sönnu kjör þessarar stéttar. Boðorðin hljóða svo: Til þess að vera símritari er nauð- synlegt að vera: 1. Mjög sparsamur; 2. Öþreytandi starfsmaður; 3. Mentaður; 4. Óskeikull í verkum sínum; 5. Ráðvendnin sjálf. — Þótt ekki sýnist svo, þá fara þó miklir fjár- sjóðir gegnum hendur hans; 6. Þagmælskur eins og gröfin; 7. Hafa hófsaman maga og ganga ekki i fötum eftir nýjustu tízku, heldur þriggja ára gömlum; 8. Reisa ekki bú — eða ef ekki verður hjá því komisí, hrúga ekki niður krökkum, sem heimta meira brauð; 9. Vera ekki sólginn í leikhúsið eða skemtanir aðrar en lúðrablástur á opinberum stöðum. 10. Sá sem vill verða símrilari, og hefir alla þessa kosti til að bera, þarf ekki annað en að leggja stund á símritun í eitt eða tvö ár og getur hann þá fengið at- vinnu við járnbraut, þar sem hann fær gifurleg laun — segj- um 50 pesos — og ókeypis and- rúmsloft 200 kilómetra frá heim- illi sínu. Eftir Revista Telegráíica. Hitt og þetta. Froskleggur móttökuáliald í þráð- lausri flrðritun. — »The Electrical Experimenter« skýrir frá tilraunum, sem hafa verið gerðar með frosklegg sem móttökuáhald í þráðlausri firð- ritun. Mjaðmartaug lærsins var fest við »mikrófón«-hringrás og var hinn endi leggsins festur við sérstaklega lagaðan penna, sem skrifaði á sívaln- ing, er var látinn snúast í sífellu. Þegar þráðlausu merkin »komu inn«,

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.