Elektron - 01.03.1917, Blaðsíða 7

Elektron - 01.03.1917, Blaðsíða 7
ELEKTRON 21 lengd og sveiflutími eru því hlutfalls- leg hvort gagnvart öðru, svo að því meiri sveiflutími því meiri öldulengd; því minni sveiflutími, því minni öldulengd. 56. Það, að hægt er að stilla stöðv- ar fyrir ákveðna öldulengd hefir haft afar mikla þýðingu í framþróun þráð- lausu firðritunarinnar og verður að teljast með merkari uppfundningum í henni. Það er fyrsta sporið í átt- ina til þess að geta haldið þráðlaus- um skeytum leynilegum fyrir öðrum stöðvum. Þegar tvær stöðvar stilla á ákveðna öldulengd, geta ekki aðrar stöðvar en þær, sem stilla á sömu öldulengdina heyrt til þeirra. Þetta reynist þó ekki svo í reyndinni, því að með algengustu þráðlausu firðrit- unarkerfunum er hægt að heyra milli stöðva, þó muni 100 metrum eða meiru á öldulengdinni. SamstiIIingin er þó nákvæmari í kerfi Poulsen’s*), þar sem hægt er að stilla með 25 metra nákvæmni, og í kerfi DeForest’s, þar sem hægt er að stilla með 13 metra nákvæmni. 57. Ég sagði hér rétt á undan, að öldulengdin fengist með því að marg- falda saman sveiflutimabilið og út- breiðsluhraðann (300.000.000 metrar á sek.). Sveiflutímanum (og þar með öldulengdinni) má breyta með þvi að breyta rými og íleiðslu sveifluhring- rásarinnar. C. SAMSETNING ÁHALDANNA. I. Sendiáhöldin. 58. Sendiáhöldin verður að útbúa þannig, að þau geisli vel út frá sér öldunum. Vegna endurhljómsins verða þau að geta framleitt margar öflugar sveiflur, hverja á fætur annari, til þess að mynda langa lest af öflugum öldum. Sveiflurnar þurfa því að vera lítið hamlaðar, eða óhamlaðar. 59. Til þess að senditakin geisli vel út frá sér sveiflunum, þurfa þau að vera í sambandi við opna hring- .rás — sjálf eru þau í lokaðri. Teng- ing áhaldanna við opnu hringrásina getur verið með ýmsu móti. Höfund- ur þráðlausu firðritunarinnar, Gugli- elmo Marconi, tengdi á fyrstu stöðv- um sínum áhöldin beint inn í opnu hringrásina (fálmarana). — Þetta er sýnt í 1. mynd greinar þessarar, í októberblaðinu 1915. — Þessi aðferð hefir ýmsa ókosti, t. d. þann, að neistabraut í opnu hringrásinni eyk- ur mjög hömlun sveiflanna, enda er hún nú lögð niður, nema í varasendi- tækjum skipa; þar er hún leyfð. 19. og 20. mynd sýna nýtízku tengingar, sem eru mikil endurbót á sviði þráð- lausrar firðritunar. En þeim fylgir þó einn galli, og hann er sá, að sök- um endurverkana milli sveifluhring- rásanna eru öldurnar með þessu fyr- irkomulagi, — ef svo mætti að orði kveða — tvöfaldar, og er önnur held- ur styttri, en hin heldur lengri en eiginsveiflur beggja hringrásanna. Þessi mismunur er þó eigi ávalt jafn mikill og er það komið undir teng- ingunni, hve mikill hann er — því lausari sem tengingin er, því minna ber á þessu. Marconifélagið hefir þó leyst þessa þraut algerlega við stóru stöðvar sínar og að miklu leyti við smástöðvar, með hverfineistabraut- inni, og Telefunkenfélagið hefir leyst hana alveg með kælineistabraut sinni. 60. í 19. og 20. mynd er F fálmar- arnir, C þéttari og N neistabrautin. Þræðirnir sem sjást liggja frá henni, tengja hana við spennubreytirinn. L eiginleiðslukeflin sem tengja sam- an hringrásirnar. A. 20. mynd er ekki nema eitt kefli og er íleiðsla þess aukin eða minkuð með svo- nefndum rennara, sem snertir þráð- inn, sem keflið er undið með. Mynd- *) Sbr. Elektron I, 38.

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.