Elektron - 01.03.1917, Blaðsíða 15

Elektron - 01.03.1917, Blaðsíða 15
ELEKTRON 25 Bandaríkin Pýzkaland . Ítalía . . . Frakkland . Austurríki . [Ann. d. P. kr. 26,00 — 23,84 — 20,23 — 17,71 — 13,25 F. T. eftir L’Elettricista]. Kabilkassarnir. Ljótt íslenskt orð, er naumást is- lenska, en kann ekkert annað í stað- inn. Já, efnið var alt annað. Það var sem sé það, að beina þeim vinsam- legu tilmælum til Elektrons, að flytja grein um, hvernig væri hægt að varna því, að einangruðu þræð- irnir úr kabilkössunum út á langlín- una slitnuðu eins oft og á sér stað. Eg er hræddur um, að eitthvað sér- stakt þurfi að g’era þeim til trygging- ar. Ég vil benda á þessi tíðu slit, ef ské kynni, að hægt væri að breyta eitthvað til með byggingarlag og gera sambandið örugt. Sömuleiðis hefir mér reynst, að þræðirnir innan í kabilkassanum hafi verið býsna við- kvæmir. — Öll slitin valda stöðvar- fólkinu leiðindi, notendunum tjón og landssimanum tekjumissi. lig vænti þess fastlega, að Elek- tron talfæri málið, og væri æskilegt að heyra álit og tillögur símaverk- fræðingsins. Stöðvarstjóri. Aths.: Höf. hafði yfirskriftina »Kabelkassarnir«, sem auðvitað er ekki íslenska, eins og hann réttilega segir í byrjun greinarinnar, en vér breyttum því í »kabil-«, sem er gam- alt orð og þýðir digur taug, og á ágætlega við hér, því að útlendu orð- in (cable cáble, kabel o. s. frv.) eru mynduð ýmist eftir þessu norræna orði eða latneska orðinu capulus, enda er kabillinn digur taug, samsett úr málmþráðum. — Vonandi verður símaverkfræðingurinn við tilmælum höf., en gott væri þó að heyra álit og tillögur sem flestra. — Ritstj. Rafmagnshögg. Sauðárkrók 31. jan. 1917. Hr. ritstjóri Elektrons! Eg hefi gaman af að lofa yður að frétta af rafmagnsfyrirbrigði sem kom fyrir í febrúar 1916. Davíð Eyr- bekk linumaður, sem er mjög skjrr og athugull, var staddur upp á Kol- ugafjalli við símaaðgerð. Hann hafði ný fundið slit á koparlínunni nr. 2 og hafði lagt frá sér hönk1 * *) (3—4 vafn- inga) 4,5 mm. koparvír, en þegar hann tók hönkina aftur, fékk hann 3 snögg rafmagnshögg. Hann fullyrðir að hönkin hafi hvergi komið í samband við annan þráð, hvorki úr símalín- unni né öðrum þræði. Hönkin lá á klaka. Til staðfestu eru nöfn okkar beggja undir. Davíð Eyrbekk. P. Sighvatsson. Umburðarbréf frá landssimastjóranum siðan á nýjári. Umburðarbréf nr. 1, 9/t ’17. — Stöðvarnar. — Frá því á morgun, 10. janúal, verður landssímastöðin Þjórsárbrú annars fiokks. Umburðarbréf nr. 2 17/i ’17. — Gæslustöðvarnar. — [Forstjórastaðan við loftskeytastöð- ina auglýst laus.] 1) Hönkin var að ummáli eins og vana- leg línuhönk (rúlla) af peim gildleika. P. S,

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.