Mjölnir


Mjölnir - 05.11.1947, Blaðsíða 4

Mjölnir - 05.11.1947, Blaðsíða 4
41. tölublað. 10. árgangur. Miövkudaginn 5. nóv. 1947 VERÐUR DUNGAL BANNAÐUR AÐGANGUR AÐ OTVARPINU? Svo sem dæmi sanna er í'áít, sem vekur jafn ákafa bræði í hugum agenta Bandaríkjanna liér á landi eins og lilutlausar frásagnir af því, sem brýtur í bága við kenningar þeirra um það, að bandaríska auðvalds- skipulagið sé liið eina sálu- hjálplega, og alll, sem á ein- livern hátt er þrándur í götu bandarísku heimsvaldastefn- unnar, sé glæpsamlegt. Er þess skemmst að minnast, er Birni Franssyni var vikið frá er- indaflutningi um erlend mál i útvarpinu fyrir það eilt að lesa upp blaðagrein eftir rússnesk- an blaðamann, sem túlkaði skoðanir íbúa Sovétríkjanna á hugtakinu lýðræði. Þá er það minnisstætt er Jónasi Árnasyni var vikið frá erindaflutningi i sömu stofnun fyrir það að segja frá því, sem fyrir augu hans liafði borið á Keflavíkurflugvellinum 5. okt. s.l., en þann dag var ár liðið síðan herstöðvasamningurinn var samþykktur á Alþingi. Mun þeim ekki hafa þótt frásögn hans koma vel hehna við full- yrðingar þeirra sjálfra um, að Islendingar réðu í raun og veru öllu á vellinum, en einnig hafði hann sýnt þá ógætni að minn- ast á íslenzkt hundkvikindi, er orðið hafði á vegi hans á vell- inum. Bar hann nafnið „Sloppy Joe,‘, og leit ekki við Islend- ingum né gegndi kalli þeirra, en flaðraði upp um Banda- ríkjamennina og hlýddi skipun um þeirra í hvívetna. Telja sumir, að núverandi ríkisstjórn hafi fundizt sneitt að sér með þessu, og að fyrir það hafi Jónasi verið vikið. Síðastliðinn miðvikudag gerð ust þau tíðindi, sem í raun og veru eru ekki í frásögur fær- andi, el' þetta og svipað væri elcki á undan gengið, að próf- essor Níels Dungal llutti í út- varpið ferðapistla frá Banda- ríkjunum. Var frásögn hans hin fróðlegasta og hlutlaus á allan hátt. Vék hann jafnt að liinum björtu sem hinum dökku hliðum þjóðlífsins i Bandaríkjunum. Fór hann lof- samlegum orðuin um liina stór kostlegu tækni og framleiðslu- getu Bandaríkjanna, sagði frá uppgötvunum þar i þágu lækn- isfræðinna o.fl. Þá vék liann með nokkrum orðum að blaðamennskunni þar í landi, og sagði blöðin þar, sem nú að undanförnu hafa verið aðalheimildir borg- arablaðanna hér um flest það, sem máli skiptir, ekki vera sannlcikshollari en það, að al- menningur, sem ekki á þó við annan blaðakost að búa, legði yfirleitt varlega trúnað á fregnir þeirra. Væri aðalhlut- verk hlaðanna yfirleitt það að færa eigendum sínum gróða en ekki að flytja lesend- um sínum sem sannastan fróð- leik. T.d. væri algengt, að sami aðili gæfi út mörg blöð, sem túlka gagnstæðar skoðanir, hliðstætt þvi ef sami aðili hér á landi gæfi út bæði Morgun- blaðið og Þjóðviljann. Þá drap hann nokkuð á negravandamálið og tók sér í munn orð negratelpunnar, er spurð var, liverja hegningu hún vildi velja Hitler fyrir glæpaverk hans. Svar hennar var á þessa leið: „Málið hann svartan og sendið hann hingað lil Bandaríkjanna.“ Loks fór liann nokkrum orð- um um kosningafyrirkomulag Bandaríkjanna, og nefndi sem dæmi um hin stórkostlegu kosningasvik, sem þar viðgang ast við allar meiriháttar kosn- ingar, að úr einu einasta kjör- dæmi í Suðurríkj unum hel'ðu komið 45.000 fölsuð atkvæði við kosningar, sem fram fóru fyrir fáum árum. Var erindi próf. Dungals allt hið fróðlegasta og sýndi glögg- lega, hve gífurlegur máttur doll arsins er í „mesta lýðræðisríki veraldarinnar“, sem borgara- blöðin hér nefna svo. En eins og kunnugt er, hafa þau kapp- kostað um að telja möniíum trú um, að val peningajöfr- anna í Bandarikjunum væri ekki meira en vald livcrs ann- ars óbreytts borgara, t.d. negr- anna. Blaðinu er ekki kunnugt um stjórnmálaskoðanir próf. Dung als, en ólíklegt má teljast, að liann hafi flutt þetta erindi sitt í pólitísku áróðursskyni. — Verður fróðlegt að lieyra, hvort „óameríska nefndin“, sem stjórnar útvarpinu, lætur mál þetta til sín taka á sarna hátt og mál þeirra Björns og Jónasar. Ekki er heldur vitað, hvort áformað hclur verið, að hann flytti fleiri erindi en þetta eina. Er ósennilegt, að honum verði hleypt aftur í útvarpið á næstunni með ferðapistla frá Bandaríkjunum, ef þeir verða eitthvað svipaðir þeim, sem hann flutti síðastliðinn mið- vikudag. „Þar á ég úlfsvon .... (Framhald af 3. síðu). því, sem tíðkaðist i nazistaríki Hitlers. Stigmunur en ekki eðlis Munurinn á Sjálfstæðis- flokknum og nazistaflokkum ýmissa landa er aðeins stig- munur en ekki eðlis. Nafnið sktipir ekki máli, heldur inn- rætið og málstaðurinn. Og ein- mitt þetta tvennt, hatrið á rót- tækum sósíalistum og frjálsum verkalýðssamtökum og krafan um bann við starfsemi þeirra, eru höfuðeinkenni fasismans, ásamt hermennskudýrkun og kynþáttahatri. Að ekki hefur örlað meira á tvennu hinu síð- astnefnda en raun ber vitni um innan Sjálfstæðisflokksins, stafar aðeins af því, að hér eru Afmælisqjöf prinsins Eftir ANTONY ARMSTRONG Var það staðreynd að blábotnótt grinka hafði valsað um í svefnherbcrgi hirðmeyjanna í nokkra daga, áður en konunglegur ráðs- maður fór þess á leit að dýrið yrði fjarlægt. En prinsinn var svo önnum kafinn að hann sendi það í eina tvo eða þrjá staði, þar sem það var síður en svo velkomið, þar til hann iað lokum gerði endi á lífi jiess. Þá var veðurfarið einnig ýmsum furðuleg- um breytingum undirorpið, sökum gálauslegra athugasemda prinsins um það efni. Og breyt- ingarnar voru engan vegin takmarkar við um- hverfi hallarinnar. Lágþrýstisvæði yfir Islandi gat hæglega verið komið á einu augnabliki inn í dagstofu hallarinnar. Hugrakkur hirð- maður gerðist svo djarfur að kvarta undan þessu, en við svar prinsins: ,,Æ, ég vildi óska, 'að þú héldir þér saman“, féll hirmaðurinn bókstaflega saman eins og kjaftastóll. Og ár- angurinn af fyrstu tilraun prinsins til að koma honum í samt lag aftur, var allt annað en góður. Honum tókst að lokum að fá hann í rétt horf, en þessi ungi hirðmaður varð aldrei samur rnaður eftir. En hámarkinu náðu þessi ósköp samt nokkru síðar á konunglegum dansleiþ, þegar prinsinn var að tala við unga stúlku, sem liann liafði ekki séð áður, en leizt vel á, og lét í ljósi kurteislega en nokkuð vanhugsaða ósk um að fá að sjá hana nánar. Með þvi að sal- urinn var fullur af fólki, varð af þessu all- mikið hneyksli, og ekki bætti það úr skák, að fát kom á prinsinn og hann ruddi úr sér fjölda óska um teppi og öryggisnælur, áður en hon- um hugkvæmdist að flytja hina óttaslegnu ungfrú lil svefnherbergis hennar. Þetta atvik varð til Jiess, að skipaður var konunglegur eftirlitsmaður með hinni konunglegu ósk, og hafði sá eftirlitsmaður þann starfa að fylgja eftir hverju fótmáli Oddnefs prins og hnippa í liann í hvert sinn sem prinsinn sagði: „Ég vildi — —svo að hann gæti' fyllilcga yfir- vegað afleiðingarnar af því, sem hann ætl- aði að'fara að segja. Undir leiðsögn þessa embættismanns hóf nú prinsinn nákvæmt bókhald yfir mótteknar og notaðar óskir, til þess að hafa ávallt glöggt yfirlit yfir óskaforðanum. En þrátt fyrir þetta kom þó endirinn fyrr en varði, því dísin var alltaf á verði. Dag nokkurn, jiegar prins- inn hafði verið svo heppinn að eftirlætiskab- allinn hans hafði gengið upp þrisvar i röð, hló liann sigrihrósandi og hrópaði í ógáti: „Ég vildi, að ég gæti upplifað þcnnan hálf- tíma aftur.“ Og þarna klófesti dísin hann, þessi hálftími endurtók sig nákvæmlega, hvert einasta smá- atvik, allt til hins sigrihrósandi hláturs í lokin og hinar óvarkáru upphrópunar, sem varð svo upphaf að þriðja hálftímanum, hann að þeim fjórða o.s.frv. Að nokkrum tíma liðnum fluttu þeir hahn í kyrrlátt herbergi í afskekktri álmu hallar- innar. Og þar er hann enn. Hirðstærðfræðing- urinn hefir reiknað það út, öllum til mikils hugarléttis, að óskabirgðir prinsins muni end- ast honum til æfiloka. ENDIR ekki til neinir „óæðri kyn- j)ættir“ og enginn her. Ilins- vegar smjatta málpípur þeirra ótæpt á styrjaldaráróðri hús- bændanna fyrir „westan“, og hliðra sér við að taka afstöðu til kynþáttavandamála, nema þegar þær geta tekið málstað „herraþjóðarinnar“, án þess að verða sér til stórrar minnkun- ar í augum fylgjenda sinna. Það er því full ástæða til fyrir alla frjálshuga menn, hvar i flokki, sem. þeir kunna að standa, að gjalda meiri var- huga en áður við hinum fas- istisku öflum innan stærsta stjórnmálaflokks landsins. — Annars kann svo að fara, að frelsi hins borgaralega þjóð- skipulags og sjálfstáeði ])jóð- arinnar verði fyrr en varir stefnt í voða eða jafnvel glalað algerlega. MARMELAÐI margar tegundir KJÖTBÚÐ SIGLUFJARÐAR VÖRUBIFREIÐ TIL SÖLU Tilboð óskast í vörubifreiðina F. 5 — Bifreiðinni fylgir mikið af varalilutum ásamt nýrri vél. RÖGNVALDUR RÖGNVALDSSON B.S.S. REIKNINGAR Siglufjarðarkaupstaðar og stofnana hans fyrir árið 1946, liggja til sýnis á bæjarskrifstofunni næstu tv'ær vikur. Siglufirði, 4. nóv. 1947. BÆJARSTJÓRINN TILKYNNING Nýkomit Kventöskur Barnakjólar B^arnagallar VERZLUNIN AÐALGATA 34 h.f. Að gefnu tilefni auglýsist hér með, aó allur akstur yfir skóla- balann eða lóð Barnaskólans er stranglega bannaður. BÆJARSTJÓRINN R- steinn TIL SÖLU — ÖDÍR MAGNUS vagnsson. Sími 190 -

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.