Mjölnir


Mjölnir - 28.01.1948, Qupperneq 2

Mjölnir - 28.01.1948, Qupperneq 2
2 M J ö L N I R MJÖLNIR — VIKUBLAÐ — .. Útgefandi : Sósfalistafélag Siglufjarðar Símar 19í og 210 Ritstjóri og ábyrgðarraaöur: Helgi Guðlaugsson Blaðið kemur út alla raiðvikudaga. Áskriftargjald kr. 20,00 árg. Afgreiðsla Suðurgötu 10. SiglufjarfiarprenlsmiSja h. f. Hrunstjórnin rænir einu mánaðarkaupi af hverjum launþega Með dýrtíðarlögunum er vísitalan lækkuð um 8,5%. Það er sama og kaupið sé lækkað um 1/12. Með öðrum orðum, á árinu 1948 munu launþeg- verða sviftir einu mánaðar- kaupi vegna dýrtíðarlaga stjórnarinnar. Þessi gífurlega árás á launakjör almennings er nú reynt að verja með því, að hún muni leiða til lækkun- ar á vöruverði. En á þeim tima, sem liðinn er, liafa enn engin merki þess komið í ljós, að vöruverð sé að lækka. Er- lenda varan er öll hækkandi, t.d. hefur verðlag á kornvöru nýlega hækkað um 50% í New York. En maður skyldi nú halda, að þær vörur, sem ríkisstjórn- in getur framkvæmt lækkun á, væru lækkaðar, en því fer fjarri. Þegar dýrtíðarlagafrv. ríkisstjórnarinnar var lagt fram, var nefnd sem ein höfuð afsölcun fyrir því að lækka vísitöluna í 300, að bændur myndu verða látnir lækka vör- ur sínar tilsvarandi. En þó nú- verandi ríkisstjórn sé bæði afturhaldssöm og slæm, þá eiga þó bændur innan hennar menn, sem hafa reynzt þeim góðir, að minnsta kosti í sam- bandi við afgreiðslu dýrtíðar- málsins. Ríkisstjórnin hefur verið að undirbúa kauplækkun hjá launþegum frá því hún tók við völdum. En eins og kunnugt er hefur alltaf verið um það tal- að af hálfu hennai’, að land- búnaðarafurðir skuli færðar niður jafnhliða kaupinu, — þannig, að bændur fórnuðu eins og launamenn. I núver- andi stjórn er það Framsókn- arflokkurinn, sem gætir liags- muna bænda, og er þá að sama skapi áleitinn á hagsmuni launamanna, eins og reynsla undanfarinna ára hefur marg sýnt. Fullti’úar launamanna áttu svo að vera Stefán Jó- hann og Emil Jónsson og íhaldsmennirnir Bjarni Ben. og Jóhann Þ. Þessir menn og floklcarnir, sem á balc við þá standa, hafa reynzt svikulir við launafólk og endurtekur Ætlar ríkisstjórnin að svíkja Siglfirðinga um týsisherzluverksmiðjuna ? (Framhald af 1. síðu) Þvi næst var farið að afla véla. Lögð var áherzla á að kaupa þær vélar, sem lengstur var afgreiðslutími á, þ.e. vélar til vatnsefnisframleiðslu og var fest kaup á þeim í Eng- landi fyrir ca. 1,3 millj. ísl. lu\, en afgreiðslutíminn var 18 mánuðir. Þessar vélar eiga að vera tilbúnar i aprílmánuði n.k. Byggingarnefndin var önnum kafinn í starfi sínu. Hún var búinn að útvega reyndan erlendan efnaverk- fræðing til að takast á hendur sig nú gamla sagan frá tíð þjóðstjórnarinnar þegar geng- isskráningarlögin og gerðar- dómslögin voru sett. Fulltrúar bænda í ríkisstjórn inni, sem voru sjálfir að undir- búa kauplækkun, framkv. allstórfellda hækkun á land- búnaðarafurðum s.l. haust til þess að vera undir það búnir að geta framkvæmt einhverja málamyndalækkun, þegar þeir framkvæmdu kauplækkanirn- ar. Skulu nú talin nokkur dæmi: 1. 6. sept. s.l. var rtijólk hækk- uð um 11 au. pr. liter, en nú hefur hún aftur verið lækkuð um 6 au. Raunveru- leg hæklcun 5 au. á litra. 2. Rjómi var hæklcaður um 1,00 kr. á litra, en nú hefur ríkisstjórnin lækkað liann aftur um 30 au. Raunveru- leg hækkun er 70 au. á litra. 3. Smjör var hækkað um kr. 1,50, en nú lækkað um 80 au. kg. Raunveruleg hækk- un er 70 au. á kg. 4. Kindakjöt var í haust liækkað um kr. 1,50, en er lækkað nú um kr. 1,05. Raunveruleg hækkun er þvi 45 au. á kiló. Þannig er með allar land- búnaðarvörur. Ríkisstjórnin hækkaði þær allar í haust til þess að geta látist læklca þær þegar kaupið yrði lækkað. — Heimska menn telur ríkis- stjórnin launþegana vera, ef hún liehlur, að svona loddara- kúnstir muni villa nokkrum sýn. Það eru launamenn, sem einir eru látnir fórna, allir aðrir, bændur, útgerðarmenn, kaupmenn, og síðast en ekki sízt, heildasalamir, verða ým- ist ekki fyrir neinni skerðingu á tekjum sínum eða beinlínis hagnast á „dýrtíðarráðstöfun- um.“ Verkafólk og launamenn eru nú sem óðast að fá opin augun fyrir því, að hinar svokölluðu dýrtíðarráðstafanir er launa- lækkun og ekkert annað, fram- kvæmdar skv. skipun auð- mannastéttar Reykjavíkur. Kosningarúrslit sem nú hafa frétzt frá verkalýðsfélögum staðfesta það, að verkalýðurinn er að búa sig undir að lirinda kauplækkunarherferð ríkis- stjórnarinnar. tæknilega stjórn á verksmiðj- unni. Það var meining liennar að hef ja smíði verksmiðjunn- ar árið 1947 og ljúka smíðinni árið 1948, svo að liægt væri að starfrækja hana veturinn 1948 —’49. Sjálfstœðis- og Alþýðu- flokkurinn svíkja nýsköp- unina. Hrunstjórnin mynduð. Til óhamingju fyrir Siglu- fjörð skeðu þeir atburðir að loknum þingkosningunum 1940 sem komu i veg fyrir byggingu verksmiðjunnar. Að afstöðnum kosningunum sneru Sjálfstæð- is- og Alþýðuflokkurinn við blaðinu, sneru baki við ný- sköpuninni, skeyttu elckert um fögur loforð fyrir kosningar, leigðu Bandaríkjunum herstöð á Reykjanesi og tókst að koma nýsköpunarstjórninni frá. — Eftir nokkurt samningaþóf mynduðu svo þessir flokkar ásamt Framsókn núverandi ríkisstjórn, sem gerði það að stefnumáli sínu, að boða það, að hrun væri óhjákvæmilegl og jafnvel æskilegt. Aðal áhugamál þessarar stjórnar er að stöðva allar verklegar fram- kvæmdir og koma á atvinnu- leysi. I lýsisherzluverksmiðju- málinu var það fyrsta verk ríkisstjórnarinnar, að setja byggingarnefndina af, þá sneri hún sér að því að fá riftað kaupunum á vélunum en tókst það eklci. Málið var falið stjórn S.R. og þar hefur Sveinn Benediktsson og fulltrúar stjómarflokkanna gætt þess dyggilega að allar framkvæmd- ir væru stöðvaðar. Það er meining ríkisstjórn- inni að svíkja Siglfirðinga um þessa verksmiðju, það er þegar komið á daginn. Það er óþarfi að ræða hér um hvílíkur skaði Siglfirðing- um er bakaður með þessum herfilegu svikum. En það er ekki einasta Siglfirðingar, sem skaðast, heldur þjóðin í heild, því að herzla síldarlýsins myndi í meðal síldarári auka g j aldeyristek j ur þ j óðarinn ar um nokkuð á annað hundráð milljónir króna. Siglfirðingar geta knúið málið fram. En þrátt fyrir það þó ríkis- stjórnin sé nú staðráðin i að bregðast Siglfirðingum í þessu máli, þá er hægt áð hindra það, ef Siglfirðingar eru sam- talca. Bæjarstjórn þarf að talca forystuna í baráttunni fyrir því, að lýsisherzluverksmiðja verði byggð. Undir foryslu bæjarstjórnar ættu hin ýmsu félagssamtök í bænum að hefj- ast handa um kröfur á hendur ríkisstjórninni í þessu réttlætis- máli. Senda þarf fulltrúa á fund ríkisstjórnar og alþingis til að bera fram málið, og ef Siglfirðingar eru nógu einhuga er alveg víst, að ríkisstjórnin verður að beygja sig. mm*. * Hversvegna stöðvar ríkisstjórnin og Landsbankinn byggingu tunnuverksmiðja á Siglufirði og Akureyri Fyrir meir en hálfu ári mun stjórn Tunnuverksmiðju ríkis- ins hafa sótt um lán og gjald- eyrisleyfi til Landsbanka Is- lands fyrir vélum og húsum í hinar fyrirliuguðu nýju tunnu- verksmiðjur, sem í ráði er að byggja hér og á Akureyri. — Eftir þvi, sem blaðið veit rétt- ast um þetla mál, hefur ekkert endanlegt svar borizt, hvorki frá Landsbankanum né gjald- eyrisyfirvöldunum. Þá er ekki vitað, að neitt hafi verið gjört af ríkisstjórninni til þess að ýta við þeim aðilum, sem þessi inál heyra undir, en vitanlega getur ríkisstjórnin, ef vilji væri fyrir liendi, fyrirskipað Landsbankanum og gjaldeyris- yfirvöldum landsins að af- greiða beiðni tunnuverksmiðj- anna jákvætt. Nú mun þessum málum þannig háttað, að vélar til tunnuverksmiðjunnar hafa fyrir mörgum mánuðum verið pantaðar í Danmörku, og eitt- hvað er búið að greiða í vélun- um og geta þær orðið tilbúnar til afgreiðslu nú bráðlega. Enn- þá hefur ekkert loforð fengizl fyrir gjaldeyri þeim, er á vant- ar, svo að hægt verði að leysa vélarnar út. Þá hafa verið pöntuð stálgrindahús frá Eng- landi, gætu þa\i komið nú fljót- lega, en það sem verra er, er að Landsbankinn hefur fram að þessu þverskallast við að veita lán ,svo að hægt sé að byggja grunn undir húsið, og vitan- lega hefur bankinn ekkert lán viljað veita svo hægt verði að leysa húsið út þegar það kem- ur. Framkoma Landsbankans, gjaldeyrisyfirvaldanna og rík- isstjórnarinnar í þessu máli er orðið eitt stórt hneyksli og sýnir ljóslega hvernig ráða- menn þjóðarinnar beita áhrif- um sínum og valdi til þess að stöðva byggingar á nýjum fyrir tækjum. Þetta mál er mjög al- varlegt fyrir siglfirzka verka- menn, því með því að stöðva byggingu nýrrar tunnuverk- smiðju hér er verið að stuðla að auknu atvinnuleysi yfir vetrarmánuðina, þó nú í vetur hafi verið næg atvinna hér, er engin vissa fyrir því, að svo verði i framtíðinni, til þess er of lítil reynsla fengin með veiði síldar á Suðurlandi að vetri til, og ekki ótrúlegt, að horfið verði að þvi ráði að láta „Siglfirðingur“ vekur umtai. Það óvenjulega atvik skeði í gær, að blað sem út kom af „Siglfirðingi“ vakti nokkuð um- tal í bænum. I fyrsta lagi er fellt niður hver gefi út blaðið og hver sé ábyrgðarmaður þess. í öðru lagi mun sjaldan í ís- lenzku blaði hafa birst grein, skrifuð af jafnmiklu æruleysi og óþokkjaskap og grein sem í blaó- inu er, jafnframt er greinin frá- munalega heimskuleg. Auk lyga um erlenda og innlenda komm- únista, sem sumpart er Iapið upp eftir heimildum þekktra nazista, er í grein þessari gerð mjög svívirðileg árás á mann- orð Áka Jakobssonar og Þór- odds Guðmundssonar. Eflaust þorir greinarliöfundurinn, sem setur X undir grein sína, ekki að segja til nafns síns, því það er alkunna að eftir því sem innræti rógberanna er siðlaus- ara, eftir því eru þeir lmglaus- ari. — En fróðlegt er að vita, livort stjórn Sjálfstæðisflokks- ins hér vill taka á sig ábyrgðina á ritsmíð þessari og telur það virðingu sinni samboðið. Máli þessu verður að sjálf- sögðu svarað á viðeigandi liátt. vinna ineira úr síldinni á Suð- urlandi, en liægt hefur verið að gera i vetur. Menn hljóta að spyrja: Hvaða öfl eru hér að verki? Hversvegna stöðvar Lands- bankinn byggingu tunnuverk- smiðjanna á Siglufirði og Ak- ureyri? Hversvegna fyrirskipar ríkisstjórnin ekki Landsbank- anuin að lána fé til þessara framkvæmda? Eru máske ein- hver dulin öfl að baki, sem hafa áhrif á ríkisstjórnina í þessu mál? Það er vitað, að er- lendir tunnuframleiðendur eru mjög andvígir því, að Islend- ingar komi sér upp innlend- um tunnuiðnaði. Er ríkisstjórn Islands og Landsbankinn undir áhrifum slíkra erlendra afla? Af hverju stafar allur þessi dráttur meða að veita umbeðin lán og gjaldeyri? Það þýðir ekkert, hvorki fyrir ríkisstjórn né Landsbankann að bera við féskorti. Það eru til nægir pen- ingar. Síldveiðarnar í vetur hafa aukið gjaldeyri Islend- inga um 50—60 milljónir fram yfir það, sem gjört var ráð fyrir i hinni umtöluðu skýrslu Fjárhagsráðs um gjald eyri, svo það er engin afsökun að bera nú við gjaldeyrisskorti Hvernig sem þessu máli er velt fyrir sér, er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri, að af einhverjum ástæðum, sem öllum almenn- ingi eru ökunnar hefur ríkis- stjórnin stöðvað byggingu hinna nýju tunnuverksmiðja. Almenningur hér á Siglufirði og á Alcureyri krefst svars um það, hverjar séu orsakirnar. Ríkisstjórn og Landsbankinn munu ckki sleppa við það að gjöra grein fyrir framkomu sinni í þessu máli. G. J.

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.