Mjölnir - 03.03.1948, Qupperneq 3
3
i --- MJÖLNIB
Ferðapistill frá St. Moritz
Eftir 3ÓNAS ÁSGEIRSSON
Niðurlag
I»arna í Pontresina stökk ég
ekki oftar, því að daginn eftir,
og næstu daga, var brautin ekki
í goðu ástandi, og auk þess
hvassviðri.
Á Hótel Victoria kynntist ég
norskum Kanadamanni, Tom
Murbráten, sem er góður stökk-
maður. Urðum við oft samferða
á æfingar, og honum á ég það
að þakka, að ég fékk að reyna
Olympiubrautina, við hagstæð
skilyrði, fyrst eftir að hún var
opnuð aftur. Að hans uppá-
stungu fórum við að skoða
brautina, eftir að hríðinni slot-
aði.
Þar hittum við fyrir Sigmund
Ruud, sem var stökkstjóri við
keppnina, og sá að mestu um
viðhald brautarinnar á æfing-
um.
Brautin var ekki alveg tilbúin,
en eftir að við höfðum aðstoðað
við að troða aðrennslið, fengum
við að reyna.
Sigmund, sem vissi að ég
þekkti ekki brautina, ráðlagði
mér að fara ekki efst á að-
rennslið og hlýddi ég því.
Pyrst reyndi ég með styttra
aðrennsli, og þegar það lánað-
ist vel, fór ég alla leið upp næst.
Það er mjög gott að stökkva
í brautinni, eða eins gott að
stökkva í henni og hún lítur
hrikalega út.
Þarna æfði ég síðan alla daga,
sem brautin var opin til æfinga,
fyrir mót.
Það var ákveðið áður en lagt
Breyting á
’ orlofslögunum
Þingmenn sósíalista hafa lagt
fram frumvarp til breytingar á
orlofslögunum, sem nú gilda. —
Er aðalbreytingin sú, að sjó-
wenn fái sama rétt til orloís
eins og landverkamenn, en þeir
hafa aðeins að hálfu slík rétt-
indi eins og nú er, og svo það,
j að krafa til orlofs fyrnist ekki
fyrr en um leið og krafa um
vinnulaun verði ógild. Hefur
þetta verið rætt i heilbrigðis- og
félagsmálanefnd Neðri deildar
alþingis, og kemur þar í ljós, að
stjórnarliðið er á móti auknum
réttindum til orlofsins. Virðist
fyrnast fljótt hin brennandi ást
til sjómannanna þegar þessir
menn eru komnir frá hljóðnem-
anum, þv’i hver getur borið fram
meira hól á menn en fulltrúar
þeirrar stjórnar, sem nú situr,
gera, þegar þeir koma að út-
varpi um áramót og á öðrum
tímum, þar sem þeir geta komið
því að. En þetta meðal annars
gefur glögga hugmynd um hvað
hræsnin er á háu stigi hjá þess-
hm mönnum, enda eru sjómenn
nú famir að þekkja eyrun, sem
farin eru að koma undan gær-
* Unnh og er atkv.greiðslan um
samningsuppkastið hans Sigur-
jóns um sjómannakjörin nú
fyrir stuttu glöggt dæmi um
var af stað heiman að, að ég
tæki þátt í bruni. Þó var horfið
frá því ráði, er við höfðum
kynnst aðstæðunum betur þar
syðra. Brunkeppnin var á undan
stökkinu og vegna slysahætt-
unnar í bruninu var ákvörðun
þessi tekin, þar sem ég var einn
frá fslandi í stökkkeppninni, en
þeir Magnús og Guðmundur í
bruni og svigi, auk Þóris Jóns-
sonar, sem bættist í hóp kepp-
endanna 1 St. Moritz.
Því hefir áður verið lýst i
blöðunum hvernig brunbrautin
var, og þar er ekkert ofsagt.
Brunbrautir þær sem tíðkast
hér lieima eru hreinn bama-
leikur hjá slíkri braut.
Olympiubrunbrautin var ákaf
lega f jölbreytileg og mjög löng,
og reyndi til hins ýtrasta á
leikni og þol skíðamannsins. Þar
sem náttúran ekki lagði til nógu
erfitt landslag, vom af manna-
höndum útbúnar allskonar tor-
færur.
Einna helzt mátti líkja braut-
inni við risavaxið þvottabretti.
Þegar tekið er tillit til þess g’if-
urlega aðstöðumunar hvað við-
víkur íslenzku keppendunum í
biuni verður ekki annað sagt en
að þeir hafi staðið sig mjög
vel, í slíkri braut, sem var þeim
algerlega framandi fyrirbrigði.
Ef íslendingar vilja einhvern-
tíma jafnast á við þá beztu i
bruni, verður algerlega að
breyta um fyrirkomulag brun-
brauta hér heima.
Að þessari keppni lokinni fór
fram brun kvenna. Sást þá
glöggt, að kvenfólkið er engin
eftirbátur karlanna í ,,alpa“-
íþróttum.
Á meðan ég var að horfa á
stúlkurnar, kom fyrir atvik, sem
varð þess valdandi, að mér
fannst ég hlyti að vera búinn að
fá háfjallaveiki af verstu teg-
und með ofsjónum og öllu til-
heyrandi.
Ég horfði tvisvar áður en ég
trúði því, sem fyrir augu mín
bar — en niður fjallshlíðina
kom einfættur maður á einu
skíði, og fór ótal sveigjur á
fleygiferð. Eftir það veitti ég
manni þessum meiri athygli en
keppninni.
Þetta var Austurríksmaður,
sem hafði misst annan fótinn ’i
stríðinu. Áður fyrr var hann
frægur skíðamaður. Hann var
heiðursgestur austurrísku skíða
mannanna í St. Moritz.
Eins og að líkum lætur hafði
hann sérstakan útbúnað, sem
gerði honum fært að fara á
skíðum. T.d. voru stafirnir allt
öðruvísi en venjulegir stafir,
styttri og með litlum skíðum
neðan á í stað hringa.
En hvað sem öllum útbúnaði
líður var leikni hans undraverð.
Eg sleppi hér lýsingum á hin-
um ýmsu keppnisgreinum á
Vetrar-Olympiuleikuniun, því
þeim hefir þegar verið lýst all-
rækilega í blöðunum.
En þó er ein keppni sem ég
get ekki stillt mig um að segja
frá. Það var eina keppnin, sem
Islendingar hlutu verðlaun ’j,
enda var öllum þátttakendum
veitt verólaun.
Ekki tóku samt íslenzku
keppendurnir þátt í kappraun-
inni, því þetta var keppni milli
fararstjóra og þjálfara hinna
ýmsu þjóða. Af Islands hálfu
kepptu þeir Einar Pálsson far-
arstjóri og Hermann Stefáns-
son þjálfari.
Keppnin hófst á svigi og
haldið stanzlaust áfram í brun,
síðan á lítinn stökkpall, þarnæst
gengið upp bratta brekku og
þar urðu lafmóðir keppendurnir
að tæma snapsaglas og stórt
ölglas, þá svelgdist mörgum á.
Þá tók við langt borð, sem
skríða varð undir á skíðunum,
og neðan í því hékk pylsa ein
mikil, fyrir hvern mann, sem
ljúka varð. Á borðinu var vatns-
glas, sem keppandinn varð að
renna sér með niður bratta
brekku og síðan i mark. Þar
var glasið tæmt í mæli.
Að þessu loknu og eftir mjög
flókinn stigaútreikning voru
þeir Hermann Stefánsson og
prinsinn af Lichtenstein dæmd-
ir jafnir að stigum.
Við það var ekki látið sitja,
og fór úrslitakeppni milli þeirra,
fram á þann hátt, að hvorum
um sig voru fengnir þrír tennis-
boltar, sem þeir áttu að hitta
með ofan í vaskafat fullt af
vatni og láta boltana tolla.
Því miður sigraði prinsinn
með 3:2 eftir mjög harða keppni
Strax að leikunum loknum
héldum við Guðmundur heim.
Magnús og Þórir fóru til Frakk-
lands. Einar varð eftir í Sviss
og Hermann í Kaupmannahöfn.
Margt nytsamt var hægt að
læra í ferð þessari og mun ég
ef til vill skýra frá því síðar.
Jónas Ásgeirsson
Verður gengi punds-
ins lækkað?
í hinu ameríska fjármála-
tímariti, Journal of Commerce,
sem er eitt af kunnustu fjár-
málatímaritum heims, hefur því
verið spáð, að óhjákvæmilegt
muni verða að lækka gengi
sterlingspundsins, vegna verö-
fellingar frankans. Segir blaðið
það almenna skoðun fjármála-
manna í Bandaríkjimum, að
40% gengislækkun pundsins,
sem brezka stjórnin muni senni-
lega neyðast til að framkvæma
innan skamms, muni leiða til
20% verðfellingar kanadiska
dollarsins. Þá muni einnig koma
til lækkana á öðrum mynteining-
um á sterlingssvæðinu, en með-
al þeirra er Island og önnur smá
ríki Vestur-Evrópu.
Hinir bandarísku fjármála-
menn eru einnig þeirrar skoð-
unar, að alþjóðabankinn geti
ekkert aðhafzt til stöðvunar
gengislækkunum á sterlings-
svæðinu.
. S&StÁJL-.é-XSC■ ■ ivi... *
K AUPTAXTI
Undirrituð félög ákveða hér með að eftirfarandi kauptaxti
og ák\ æði um kaup og kjör liáseta og matsveina á skipum allt að
200 smálestir, sem stunda fiskveiðar með botnHörpu og fiska í ís,
skuli \ era í gildi frá og með 20. febrúar 1948 og þar til félögin
koma sér sameiginlega saman um breytingar:
1. gr.
Af heildarafla skipsins greiðist skipverjum eins og hér segir:
1. Skip undir 40 smálestir 39% er skiptist í 7 staði
2. Skip 40— 55 smálestir 39% er skiptist í 8 staði
3. Skip 55— 70 smálestir 39% er skiptist í 9 staði
4. Skip 70—100 smálestir 39% er skiptist í 10 staði
5. Skip 100—130 smálestir 39% er skiptist í 11 staði
6. Skip 130—160 smálestir 39% er skiptist í 12 staði
7. Skip 160—200 smálestir 39% er skiptist í 13 staði
Aldrei skal skipta í fleiri staði en skipverjar eru í hverri
veiðiferð. Skip, sem sigla með afla sinn til útlanda, skulu skipta
brúttósöluverði aflans á sama hátt og að framan greinir.
2. gr.
Matsveinar skulu fá 1*4 hásetahlut.
3. gr.
Útgerðarmaður greiði hverjum háseta í lok hvers mánaðar lág-
markskaup upp í hundraðshluta afla hans frá og með lögskrán-
ingardegi til og með afskráningardags kr. 580.00 fyrir hverja 30
daga, auk verðlagsuppbótar. Matsveinar fái lágmarkskaup er
nemi kr. 725.00 á mánuði, auk verðlagsuppbótar.
4. gr.
Skipverjar hafi frítt eldsneyti til hitunar og matreiðslu, öll
áhöld til borðshalds og hreinlætisvörur.
5. gr.
Skipverjar, sem vinna við útbúnað skipa eða veiðarfæra í
byrjun vertíðar, eða að veiðitíma loknum, skulu fá slíka vinnu
greidda frá útgerðinni samkv. gildandi taxta verkamanna á staðn-
um. Þó er skipverja skylt að vinna einn dag við að koma fyrir
veiðarfærum og slá undir í byrjun vertiðar og emn dag í lok
veiðitímans við að slá undan veiðarfærum og koma þeim í land
að veiðitíma loknum, enda sé það gert strax og skipið hættir
veiðum.
6. gr.
Útgerðin tryggi afla skipsins um borð í skipinu á sinn kostnað.
Önýtist aflinn af völdum sjótjóns, skiptist vátryggingarupphæðin
á sama hátt og andvirði aflans samkv. 1. gr.
7. gr.
Skipverjum er heimilt að hafa fulltrúa við reikningsskil, kaup
á vistum og sölu aflans.
8. gr.
Ef lifur er brædd um borð í skipi, skulu skipverjar vinna að
bræðslunni, enda komi andvirði lýsisins til skipta á sama hátt og
önnur veiði.
9. gr.
Liggi skipverji sjúkur í heimahúsum, en ekki í sjúkrahúsi,
og eigi útgerðin lögum samkvæmt að greiða sjúkrakostnað og
fæði, skal útgerðin þá greiða honum fæðispeninga, er nema kr.
4,50 á dag, auk verðlagsuppbótar.
10. gr.
• Skipverjar fái greitt orlofsfé, 4% af aflahlut sínum, eða lág-
markskaupi, hvort heldur sem gildir.
11. gr.
Hásetar og matsveinar séu fullgildir meðlimir þeirra stéttarfé-
laga, er að kauptaxta þessum standa, eða öðrum verkalýðsfélög-
um innan Alþýðusambands Islands, enda tryggi skipstjóri og út-
gerðarmaður, að félagsbundnir heimamenn á hverjum stað sitji
fyrir um skiprúm.
12. gr.
Útgerðarmanni er skylt að standa skil á stéttarfélagsgjöldum
sjómanna sé þess óskað af viðkomandi stéttarfélögum, enda sé sú
ósk fram komin áður en fullnaðaruppgjör fer fram viðkomandi
skipverja.
Sjómannafélag Akureyrar. Verkamannafél. Þróttur, Siglufirði.
Verkalýðs- og sjómannafélag Ólafsfjarðar.
Verkalýðsfélag Hríseyjar. Verkalýðsfélag Dahikur