Mjölnir


Mjölnir - 13.10.1948, Side 4

Mjölnir - 13.10.1948, Side 4
Miðvikudagiim 13. október 1948 42. tölublað. 11. árgöngur. 25 MILUÚNIR BANDARlKiAMANNA ERU ðUESIR OG OSKRFANDI Sex milljónir barna njóta ebki skólavistar. — 70.000 kennara vantar til starfa í skólum landsins. — Sauðárkrókspósturinn 1 ræðu sinni til þingsins 27. júlí s. 1. gaf Truman forseti svo iiljóðandi yfirlýsingu: „Skól- arnir eru nú svo yfirfullir, að heilsu barnanna er hætta búin og kennslan ber ekki tilætlað- an árangur. Vegna vöntunar á skólum og kennslukröftum eru nokkrar milljónir barna úti- lokuð frá skólagöngu.“ Hið íhaldssinnaða blað New York Times sagði frá því í febrúar i vetur, að um 60 millj- ónir barna, eða um fimmti hluti allra skólaskyldra barna nyti ekki skólafræðslu. Clark dómsmálaráðlierra fullyrðir, að i Bandaríkjunum séu um 25 milljónir manna, sem hvorki kunna að lesa né skrifa. I tímaritinu New Statesman and Nation, sem gefið er út af brezka verlcamannaflokknum, birtist nýlega grein eftir kennslukonu, sem fengizt hafði við kennslu í Bandaríkjunum í rúmt ár, um skólamál lands- ins. Samkvæmt frásögn hennar hafa um 35 þús. kennarar hætt störfum í barnaskólum í Bandaríkjanna síðan 1940. — Vantar nú um 70 þús. kennara til skólanna. Árið 1947 lá við borð að loka yrði 6000 barna- skólum vegna kennaraleysis. Hver er orsökin til þessa ástands? Kennslukonan segir, að laun kennara séu svo lág, að al- mennur flótti sé frá starfinu. Samkvæmt opinberum hag- skýrslum eru meðallaun banda riskra kennara 37 dollarar á viku. Er það allmiklu lægra en kaup ófaglærðra verkamanna, sem er þó mjög lágt í Banda- ríkjunum. Meira en 10 þús. kennarar og kennslukonur hafa aðeins 12 dollara í kaup á viku. Þetta fólk starfar í lélegu og heilsuspillandi skólahúsnæði og við slæm skilyrði að öðru leyti. Þrátt fyrir þetta eru gerðar mjög strangar kröfur til kenn- aranna, hvað snertir hegðun og lifnaðarhætti. Kennslukon- ur, og sums staðar einnig kenn- arar, verða að skuldbinda sig til að neyta hvorki tóbaks né áfengis. 1 mörgum skólum er kennslukonum bannað að sækja dansleiki, vera í þing- um við karlmenn og fara svo seint að hátta, að þær fái ekki átta stunda svefn. Þá eru ákvæði um, að kenn- arar gangi vel til fara, og þeir mega ekki sækja nema vissa skemmtistaði. Þeir mega ekki vera af erlendu bergi brotnir .(hafa óamerískan framburð), ekki ríkisborgarar annarra landa, og í mörgum landshlut- um mega kennslukonur ekki vera giftar, þá mega þeir eklci vera Gyðingar, ekki negrar, — elcki meðlimir í óæskilegum trúflokkum eða stjórnmála- flokkum, til dæmis ekki vera kommúnistar. Kennslukona þessi skýrir svo lrá, að hún hafi ekki sklið til fulls, hve djúptækar kyn- þáttaofsóknirnar í Bandaríkj- unum væru, fyrr en hún sá sjálf dæmi um það. Hafði 17 ára stúlka af Gyðingaættum komið í bekk hennar með nef- ið söðulbalcað eftir skurðað- gerð, og nýtt nafn, að loknu sumarleyfinu. Skurðaðgerðin hafði verið framkvæmd eftir „slys við íþróttaiðkanir“, og var kennslukonunni sagt, að slík „slys“ væru mjög algeng meðal barna efnaðra Gyðinga. Gætu þau þá komizt í mennta- skóla, sem Gyðingum er ann- ars meinaður aðgangur að, — sömuleiðis sótt skemmtistaði, sem fólk af lituðum kynþátt- um fær ekki að koma á. En þrátt fyrir allt þetta leggja bandarískir kennarar sig fram til að innræta börn- unum lýðræðislegan hugsunar- hétt, og ná oft undraverðum ár- angri, að áliti greinarhöfund- ar. Ágæt skemmtun Knattspyrnufélag Siglufjarð- ar hélt kvöldskemmtun síðastl. laugardagskvöld í Bíóhúsinu. Húsfyllir var, enda vel til skemmtiatriða vandað. Þórir Konráðsson setti skemmtunina og minntist þá um leið með nokkrum orðum á starfsemi K.S. Sigurður Ell- efsen og Sveinn Jakobsson sungu og léku á gítara. Helgi Sveinsson sagði smekklega frá Olympiuleikunum, Kristján Sturlaugsson las mjög vel ágæta smásögu; Erna Sig- mundsdóttir, Guðný Friðfinns- dóttir og Margrét Olafsdóttir sungu, og Erna lék undir á gítar. Sigurjón Sæmundsson söng einsöng með aðstoð Ragnars Björnssonar og Ragnar Björns- son lék einleik á píanó. Flutn- ingur þeirra Sigurjóns og Ragnars og túlkun á viðfangs- efnunum vakti óskipta hrifn- ingu áheyrenda. Sama má segja um söng og gítarleik Sigurðar og Sveins, Ernu, Guðnýjar og Margrétar og önnur skemmtiatriði.. — Skemmtuniuni lauk með því Skiladagur í happ- drætti Sósíalistafi. er á morgun Á morgun, fimmtudag, er skiladagur í happdrætti Sósíal- istaflokksins. Þá þurfa allir þeir, sem tekið hafa miða til sölu að koma á skráfstofuna Suðurgötu 10 og gera sk-il fyrir því, sem þeir hafa selt. Félagar! Munið að hver seld- ur miði er einn steinn í f járhags- grundvöll Þjóðviljans, — en um leið mikill möguleiki til að eign- ast nýtan og verðmætan lilut, heila búslóð o.fl. Herðið miðasöluna og gerið skil fyrir annað kvöld, fimmtu- dagskvöld. Þjóðviljinn— - Mjölnir Þeir áskrifendur Þjóðviljans og Mjölnis, sem enn eiga ógreidd áskriftagjöld, eru vinsamlega beðnir að koma í skrifstofuna, Suðurgötu 10 sem allra fyrst og greiða gjöld sín. Skrifstofan mun framvegis verða opin sem hér segir: Alla virka daga frá kl. 10— 12 f.h. og frá kl. 4—6 e.h. að sýnd var smellin gaman- mynd með gítarleikaranum Gene Autry og flokki hans. Þá foer og að þakka þá ein- stöku velvild frú Svövu Jó- hannsdóttur, að lána félaginu píanó. Án hjálpsemi hennar hefði þessi skemmtun að lík- indum ekki komist á, því að ekkert samkomuhúsanna í bæn um hefur séð sóma sinn í þvi að hafa frambærilegt hljóð- færi. Aðeins eitt atriði, (en það getur líka orðið aðalatriði) skyggði á ánægju þeirra, sem komu til að njóta góðrar skemmtunar, en það voru ólæti unglinga og barna, sem sátu á fremstu bekkjunum, pískur stympingar og ráp, — og eftir hléið bættist við glamur í glös- um. Olli þetta töluverðri truflun Til að koma i veg fyrir slíkt í framtíðinni, þarf að gera ann- aðhvort: að banna börnum að- gang að svo skemmtunum, eða að sjá um, að skemmtanagest- ir hafi ekki með sér glös eða flöskur inn í salinn. Hléin eru til þess að fólk geti fengið sér hressingu meðan á þeim stend- ur, en ekki til að birgja sig upp að vistum til seinniparts skemmtunarinnar. Að öðru leyti en þessu, var skemmtunin hin ánægjuleg- asta. Hafi K.S. og skemmti- kraftar þess hina beztu þökk fyrir. iVonandi býður K.S. okk- ur upp á aðra slíka skemmtun áður en langt um líður. Septembermánuður þykir oft illviðrasamur, og nú í haust ætlar hann ekki að bregða venju sinni. Menn, sem komnir eru til vits og ára, þekkja þetta mætavel og vita við hverj u má búast. Eklci er ótítt að vakna á morgnana við brimsog og heyra norðangustinn lemja gluggann. — Og þá daga er hver sá sæll, sem getur haldið sig innan dyra. — En menn eru misjafnir. Sumir eru svo mikil sólskinsbörn, að þeir gleyma kuldanum og vetrinum í blik- andi ljóma sólarinnar. Og vist væri gott að mega gleyma öll- um „íslenzkum“ vetrarkulda, ef það yrði ekki til þess, að hann læddist að okkur óvörum einhvern daginn. Og hver getur í raun og veru láð þeim, sem á sumrin sleikir þurrt sólskinið bak við gegnsæj ar gluggarúð- ur, en á veturna vefur fæt- urna gæruskinni á skrifstof- unni, þótt sá hinn sami gleymi kulda og brimi. Slíkar hugs- anir sem þessar fljúga mönn- um um huga, sem fylgzt hafa með hafnarmálum þessa bæj- ar síðustu vikurnar. Og þeir eru furðu margir, sem fylgj- ast ineð þeim. Það er eins og menn finni það af einhverrri eðlisávísun, að hér er mikið í húfi, — menn, sem þó annars hefur lítið borið á í þröngum hring hinna athafnasömu. — Eftir hverja brimroku ganga bæjarbúar út á hafnargarðinn og skoða hverju Ægir karl hefir komið til leiðar í leik sín- um..Og til eru þeir, sem stór og óviðfeldin orð nota. Ekki vantar ráðleggingar og hugar smíði manna. Þeir falla í stafi yfir heimsku hinna lærðu manna. „Ekki hefði það orðið verra hjá mér,“ er viðkvæðið. Jafnvel bláókunnugir „túrist- ar“ í köflóttum pokabuxum og með gleraugu koma akandi í jeppanum sínum þarna út eftir og pata og benda í allar áttir, svo að heima^alningun- um stendur stuggur af. — Laust fyrirmiðjanseptember urðu allmiklar skemmdir á þessa árs viðbót við hafnar- garðinn. Steinskipið hið mikla, sem keypt var frá Englandi í vor, og manna á meðal er nefnt hinu virðulega nafni stein- nökkvinn, — brotnaði. Sjórinn var þangað til að nudda og grafa frá afturendanum á því, að það sprakk í sundur um öftustu lestina og skuturinn seig einn laugardagsaftan mjög svo rólega til botns. — Lestin sú, sem eins og hinar hafði verið fyllt með möl og sandi innan úr höfn, gaf Rán- ardætrum aftur talsverðan skerf af inhihaldi sínu. — Og eins og málum er nú komið, hangir afturpartur hins mikla skips, á j árnunum, sem liggja í steypunni eftir skipinu þveru °|> endilöngu. En ekki var nóg að blessað skipið færi í sundur. Skipið, sem Sauð- krækingar bundu svo fagrar vonir við, langstærsta skipið, sem þeir nokkurn tíma hafa eignazt. Nei, það var meira, sem undan varð að láti í liam- förum sævarins þessa helgi. — Staurakláfar þrír, sem settir höfðu verið niður framan við hinn svonefnda „sandfangara“, sigu. Framan við staurakláfa þessa höfðu staurar verið rekn- ir niður. öll var þessi smíði bundin saman með járnboltum ferlegum og gríðarsverum slám. Síðan var allt fyllt með stórgrýti handan úr Hegra- nesi. — Allir, sem litu verk þetta fullbúið, hrósuðu því mjög. „Þetta hefði átt að gera fyrr,“ sögðu margir — ;,og ef svona verður bætt við á hverj u ári, fáum við góða höfn áður en langt líður.“ En ólætis kláfarnir sigu, fyrst lítið, svo mikið. Og þá greip sjórinn tækifærið, braut hinar miklu slár, tíndi grjótið af mestu kostgæfni út úr kláf- unum og lagði það kyrfilega frá sér á hentugum stöðum inni í höfninni. — Og var þá nokkur furða þótt króksurum brygði í forún, þegar kláfa- skammirnar sigu von úr viti — en staurarnir framan við stóðu eins og hetjur. Enda bölvuðu menn þá verkfræðingum og Ihafnarnefndum. Til hvers væru líka þessir fjárans menntamenn, ef þeir gætu ekki rneira en ég og þú? „Auðvitað hlaut svona að fara. Það átti aldrei að setja niður neina kláfa. Það átti að „ramma“ alla leiðina. Þvílík vitfirring.“ Og menn hristu höf uðið og glottu, eftir skaplagi hvers og eins, þegar þeir snéru heim. Hafnarnefnd hélt fund. — Hvað skal nú, sögðu hinir vísu, struku skallana og tuggðu skro. iVörubílar koma hlaðnir stór- grýti utan frá Meyjarlandi og „sturta“ því niður í hálftóma kláfana, en steinskipið liggur í sömu skorðum. En á kvöldin, þegar menn hafa snætt kvöldverðinn og spjalla um dagleg mál við kunningjana ber eitt málið hæst. Hitaveitan. Og við sjáum úr fjarska rjúka frá hólunum suður við Áshildarholtsvatn. — Og á meðan lágur maður með derhúfu leiðir vin sinn um Aðalgötuna og talar um „verka lýðsmál,“ og á meðan bæjar- stjórnin ber sér á forjóst og hrópar: „0, við fátækir,“ — byggj a sauðkrækskir verka- menn sér loftkastala, sem hrun ið geta með fyrstu vetramæð- ingunum. Lesið auglýsingarnar í jblaðinu. ,J.

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.