Mjölnir


Mjölnir - 20.07.1949, Qupperneq 2

Mjölnir - 20.07.1949, Qupperneq 2
2 MJOLNIR — VIKUBLAÐ — Útgefandi: SÓSÍALISTAFÉLAG SIGLUFJARÐAR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Sigurðsson Blaðið kemur út alla miðvikudaga Áskriftargjald kr. 20,00 árg. — Afgreiðsla Suðurgötu 10. Simar 194 og 210 Siglufjarðarprentsmiðja h/f. MISTDK RlKISSTIðRNARINNAD Rikisstjórnin hefur beðið algert málefnalegt skipsbrot. Henni hefur mistekizt allt, sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Aðal- hlutverk hennar var, samkvæmt yfirlýsingum hennar sjálfrar, að halda dýrtíðinni í skefjum, eða lækka hana. Árangurinn af þeirri viðleitni er sá, sem öllum landsmönnum er kunnur, að dýrtíðin hefur aukizt stórkostlega, ekki þrátt fyrir aðgerðir ríkisstjórnar- innar, heldur þvert á móti vegna aðgerða hennar. Kaupmáttur daglauna verkamannsins eða fastlaunamannsins hefur aldrei verið minni en nú, síðan einhverntíma fyrir stríð. Ríkisstjómin lofaði að koma betra skipulagi á innflutnings- og verzlunarmálin í landinu en áður ríkti. Einnig það hefur henni mistekizt. Helzti sjáanlegi árangurinn af aðgerðum hennar í þeim málum er sá, að svartur markaður, sem varla þekktist hér áður en hún kom til valda, er nú orðin einn aðalþáttur verzlunarmálanna í landinu. Innflutnings- og gjaldeyrisleýfin ganga nú kaupum og sölum, og mikið áf-þeim vörum, sem fluttar eru inn út á þessi leyfi, eru seldar við okurverði á svarta markaðinum. Vöruskortur- inn og hið bjánalega fyrirkomulag, sem hefur verið haft við framkvæmd skömmtunarinnar, er alkunnugt og skal því ekki frekar um það rætt. Þegar ríkisstjómin tók við völdum lét hún það verða eitt sínum fyrstu verkum að setja á stofn Fjárhagsráð, sem skyldi hafa. eftirlit með og stjórn á f járfestingu í landinu. Hún lýsti því yfir, að ekki væri ætlunin með þessu að stöðva eða koma í veg fyrir nauðsynlegar framkvæmdir, heldur hitt, að tryggja að því fé, sem fest yrði í húsum, atvinnutækjum og ýmsum mannvirkjum, væri skynsamlega varið. Árangurinn af þessari ráðstöfun, sem vissulega hefði getað orðið mjög farsæl, ef vel hefði verið á málum haldið, er sá, að mikið af þeim mannvirkjum, sem verið var með í smíðum þegar ríkisstjórnin tók við völdum, eru ekki fullgerð enn. Byggingarefni er sumt selt á svörtum markaði, sömuleiðis ganga fjárfestingarleyfin nú kaupum og sölum. Byggingabraskararnir í Reykjavík, menn, sem hafa það að atvinnu að byggja hús til að selja, hafa grætt stórkostlega á þessu fyrirkomulagi. Þeir kaupa leyfin af hinum útvöldu, sem hafa fengið þau, oft á tugi þúsunda króna, byggja síðanliúsin og selja þau. Leyfisverðinu bæta þeir ofan á söluverðið. Vegna samdráttarins í byggingaframkvæmdum og þar af leiðandi vaxandi húsnæðisleysis, hafa húseignir hækkað jafnt og þétt í verði síðan Fjárhagsráð var stolfhað, til mikils gróða fyrir byggingabraskara og fasteignabraskara. En almenn- ingur, sem býr við húsnæðisvandræði, borgar brúsann. Ríkisstjómin lofaði Mka að halda áfram nýsköpuninni. Efnd- unum hefur að nokkru leyti verið lýst hér að framan. Mörg af þeim atvinnutækjum, sem þá voru vel á veg komin eða í undirbún- ingi, eru enn ófullgerð og óarðbær. Marshall-nýsköpunin, stolt ríkisstjómarinnar, er farin veg allrar veraldar; dollaramir, sem vérja skyldi til hennar, hafa verið étnir upp. RÍkisstjómin lofaði að tryggja hag ríkisins út á við. Efndir þess ldforðs eru á þá leið, að landið skuldar nú nærri 100.000.000,00 kr. — eitt hundrað milljónir króna — erlendis og hefur ekki verið eins illa á vegi statt fjárhagslega gagnvart öðmm þjóðum síðan á kreppuárunum fyrir stríð. Ríkisstjórnin lofaði að tryggja rekstur aðalatvinnuveganna og viðhalda atvinnu fyrir aila. Efndir: Aðalatvinnuvegur þjóðarinnar — sjávarútvegurinn — riðar á barmi gjaldþrots, m. a. vegna þess að ríkisstjómin hefur spillt eða eyðilagt" beztu og eðlilegustu markaði þjóðarinnar. Atvinnuleysi er taisvert og fer vaxandi. Ríkisstjórnin lofaði að standa dyggilega vörð um sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar. Það loforð hefur hún efnt á þá lund, að hún hefur með MarshaHsamningnum falið Bandaríkjunum yfir- umsjón með efnahagsmálum þjóðarinnar; og með Atlanzhafs- samningnum framselt þeim landið sem herstöð í hugsanlegri árásarstyrjöld þeirra gegn friðimnandi þjóðum Evrópu. Banda- rikjamenn em nú orðnir herraþjóð í landinu, friðhdgir fyrir íslenzkum lögum, eins og framferði þeirra á Keflavikurflugvelli og umburðarlyndi ríkisstjórnarinnar gagnvart þvá sannar ljóslega. Hér hafa verið talin fáein af helztu loforðum ríkisstjórnar- innar og drepið á efndir hennar á þeim. 1 raun og vem hefði þó verið nóg að minna á loforðin, því efndirnar em öllinn kunnar. Og efndir þeirra loforða, sem ekki hafa verið talin, em nákvæm- lega á sömu leið og hin. Þau háfa öll verið svikin líka. .Mistök ríkisstjórnarinnar em í því fólgin að hún hefur ekki miðað gerðir sínar við það, sem almenningi væri fyrir beztu, heldur rposturinn ★ Jarðarför Guðlaugs Sigurðs- sonar, skósmiðs, fór fram s. 1. laugardag að viðstöddu fjöl- mennj. Skósmiðir bám kistu hans í kirkju og úr. — Þorsteinn Hannesson óperasöngvari söng einsöng í kirkjunni — Sólskin og blíða var meðan á athöfninni stóð. ★ Jarðarför Helga Björnssonar frá Skútu fór fram s. 1. laugar- dag. Fylgdi honum mikill mann- fjöldi til grafar og er víst, að hlýjar hugsanir annarra Sigl- firðinga, sem ekki voru við- staddir, hafa fylgt þessum kunna, gamla manni, siðasta spölinn. ★ Jarðarför frú Ólinu Björns- dóttur, er lézt hinn 5. þ. m., fór fram s. 1. föstudag, að viðstöddu miklu fjölmenni. ★ Jarðarför Matthíasar Hall- grímsosnar, útgerðarmanns, er lézt hér í bænum fyrir skömmu, , fór fram s.l. mánudag. Allmargt manna var við jarðarförina. ★ Mætti gera betur. — Það er nokkuð langt síðan, að Bæjar- pósturinn kom með tillöguna um vatnsbílinn á göturnar. — Rétt á eftir var farið að útbúa vatnstanka með dreifara til að setja á vörubíl. Hefur bíll þessi sézt á ferli síðan, þegar ryk hef- ur verið mest, en ekki hefur hann verið látinn ganga stanz- laust alla daga svo sem þyrfti þegar sólskin og hiti er. Það mætti með þvi að láta bílinn alltaf vera á ferðinni, halda göt unum rökum og þá um leið þrifa legum og þá yrði hann að væta iþær kanta á milli. Og það má ekki eingöngu hugsa Tim að væta aðalgötumar í miðbænum, heldur líka fjölfarnar götur, eins og t. d. Hvanneyrarbraut, Þormóðsgötu, Lindarg., Lauga- veg og Hafnargötu, að ekki sé gleymt Suðurgötu, einni fjöl- förnustu götunni í bænum, enda , mun hún hafa verið vökvuð nokkuð langt suður eftir. 1 slíkum þurrkum, sem verið ihafa undanfarið, þarf bíllinn að vera stöðugt á ferðinni. Með því eina móti er hægt að bægja rykinu, þessum óvini manna og gróðurs, örMtið frá, a.m.k. minnka það talsvert. ★ Ituslkörfur. — Og hér kemur tillaga, sem ég vona að fái eins góðar undirtektir og tillagan um vatnsbílinn. — Eg legg til að settar verði upp á staura, sem víðast mn bæinn körfur, sem fólk getur hent í bréfum og öðm því, sem það þarf að fléygja á leið sinni um göturnar. Það er hörmulegt að sjá t. d. á Aðalgötunni alla gangstéttina milli Lækjargötu og Grundarg., morandi i bréfarush, sem fóik hendir frá sér þegar það kemur úr bíó eða af skemmtunum. — Og ef vindkviða kemur er ruslið eins og sveipar í loftinu, fýkur utan i fólk o.þ.h. Eg held að ruslkörfur myndu mikið bæta úr þessu og ættu líka að auð- velda götuhreinsunina. ★ Beitusala til Færeyinga. — Á s. 1. vetri var um tíma mikill skortur á beitusíld, m. a. hér á Siglufirði. I fyrrasumar mun talsvert af beitu hafa verið selt til Færeyinga, og þá ekki hugs- að um að tryggja það að nóg beita yrði eftir fyrir ísl. fiski- báta, sem héðan vildu róa. Nú endurtekur sagan sig. — Beitusíldin nýja er seld í stórum stíl til Færeyinga. En menn skyldu ekki láta söguna um beituskort hjá ísl. fiskibátum endurtaka sig. Það er stór vansi að slíku og getur leitt af sér mikinn þjóðhagslegan skaða. ★ Ágangur gripa. — Fyrir nokkm var að því vikið hér í blaðinu, hvílíku tjóni fénaður, sem gengur latis í bænum, veld- ur á görðum manna. Síðast i gær kom maður á skrifstofu blaðsins til þess að biðja það að vekja enn á ný máls á þessu. Ástæðan var sú, að í fyrrinótt höfðu kindur komizt inn í garð hans um illa lokað hlið og stór- skemmt eða eyðilagt trjáplönt- ur og ýmsan annan gróður, sem hann og fjölskylda hans hafa lagt mikla vinnu í að gróður- setja og hirða. Einhver fyrirmæli hljóta að vera til í lögreglusamþykkt bæj- arins um það, hvort fénaður á að ganga laus og óhindraður um ’i bænum. Væri reynandi fyrir þá sem fyrir tjóni verða vegna á- gagns gripa, að kæra það fyrir 'lögreglu og bæjarfógeta. Sam- kvæmt landslögum munu eig- endur gripa vera ábyrgir fyrir því tjóni, -sem þeir valda á eign- um annarra. ★ Fyrirspurn. — „Bæjarpóstur góður. Eg vildi gjaman biðja Iþig að upplýsa mig eða reyna að fá upplýst fyrir mig um eftir- farandi: Er búið að fella úr gildi bann Fjárhagsráðs við því að byggja girðingar úr stein- steypu, biiskura og annað þess- háttar? Eg spyr vegna þess að ég hef nú undanfarna daga séð verið að byggja eina slíka steypugirðingu við hús eitt hér við Túngötuna sunnanverða. — E)f honum líðst þetta átölulaust ætla ég að byrja á steypugirð- ingunni, sem ég er búinn að biða með langa lengi. Með þökk fyrir. Elliði“ Svar Bæjarpóstsins. Eg leit 1 auglýsingu sem birt- ist í Degi 15. júní s. 1. frá Fjár- hagsráði. Hún hefst svona: ,,Að gefnu tilefni vill Fjárhagsráð minna á, að bann það við bygg- ingu sumarbústaða, bílskúra og steingirðinga sem sett var þann 17. sept. 1947, er enn 'i gildi —“ Ekki hef ég heyrt eða séð til- kynningu um að þetta bann hafi verið upphafið, og vísa ég þess- ari fyrirspurn áfram til þeirra aðila, sem eiga að sjá um, að thinum mörgu og margvíslegu fyrirmælum, höftum og hindmn um Fjárhagsráðs sé framfylgt af ölum almenningi. ★ Þorsteinn Hannesson óperu- söngvari hélt hér hljómleika s. 1. tföstudag og sunnudag. Var söng hans ágætlega tekið af áheyr- endum, og varð hann að endur- taka sum lögin og syngja auka- lög. Dr. Viotor von Urbants- öhitsch var við hljóðfærið. Skrá yfir útsvör í Siglufjarðarkaupstað fyrir árið 1949, liggur franuni, pimenningi til sýnis, % lögregluvarðstofunni frá og með 12.'—25. júlí n. k. — Kærufrestur til sama tíma. .... \ Siglufirði, 12. júlí 1949. I p m a pctiOpi íbúð tiI sölu 1 íbúð mín í húsinu Túngata 38 er til sölu, ef viðunandi tilboð fæst. Þeir, sem Ikynnu jað hafa hug á fþessu, gjöri svo vel að við mig fyrir 1. ágúst. / JÓHANN GUÐMUNDSSON hefur hún reynt að leysa vandamálin á kostnað almennings, án þess að leggja neinar byrðar á yfirstéttina. En slík pólitík er þýðingarlaus. Kraftahlutföll þjóðfélagsins em önnur nú en þau vom fyrir tíu til tuttugu árum. Verkalýðurinn er orðinn lang- samlega þýðingarmesta og sterkasta stétt þjóðfélagsins. Hann krelfst þess, að ef einhverjar fórnir verði að færa, verði hinn fjöl- menni og svínaldi sníkjulýður sem hann ber á herðum sér, látinn færa þær. Og hann hefur nú vald og mátt til að knýjia kröfur sínar fram. Mikil vandamál hafa lengi beðið lausnar og em óleyst eim. Þau verða ekki leyst á annan hátt en þann, að forréttindastéttin verði látin fóma. NúVerandi ríkisstjórn er algerlega ófær um að leysa þessi vandamál, af þeirri einföldu ástæðu, að hún er verk- færi yfirstéttarinnar og miðar aillar sínar gerðir við hagsmuni hennar. Vandamálin verða ekki leyst fyrr en leppum yfirstéttar- innar hefur verið vikið úr valdastólunum og fulltrúar almennings settir í þeirra stað. . , , . NYJAR BÆKIIR Týndi arfurinn og i Ingiríður á Víkurnesi, báðar eftir Margit Ravn Gríma 24. hefti Sherlodk Holmes, 5. hefti ; Blárra tinda blessað land, | eftir Áma Óla Holdið er veikt, eftir Harald (Á. Sigurðsson BÖKAVERZLUN ( LÁRUSAR BLÖNDAL

x

Mjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.