Mjölnir


Mjölnir - 12.07.1950, Blaðsíða 1

Mjölnir - 12.07.1950, Blaðsíða 1
4& ^^ 20. tölublað Miðvikudagur 12. júlí 1950. 13. árgangur. Nýja sundlaugin tekin í notkun Laugin var vígð s. I. sunnudag, en rekstur hennar mun hef jast í dag Sundlaugin vígð Sundlaug Siglufjarðar var opnuð s.l. sunnudag með vígslu athöfn, sem fór fram við Iaug- ina. Fluttu þar ræður Þórir Konráðsson form. íþróttamála- nefndar bæjarstjórnar, Jón Kjartansson bæjarstjóri og Þorsteinn Einarsson íþrótta- fuliltrúi, sem ikom hingað til að vera við opnun laugarinnar. Ennifremur söng karlakórinn Vísir. Því næst fór fram björg- unarsund. 19 ára piltur, Arnold Bjarnason, sem fyrir 11 árum vágði gomlu laugina með því að stinga sér í hana, þá 7 ára gamall, stakk sér til botns, en Helgi Sveinsson íþróttakennari kafaði eftir honum og synti björgunarsund með hann til lands. Síðan fór fram boð- sundskeppni. Kepptu tvær 6 manna sveitir, og voru þeir Helgi Sveinsson og Bragi Magnússon fyrirliðar. Bar sveit Braga sigur úr býtum. Um kvöldið hélt bæjarstjórn verk- tökum, forustumönnum um íþróttamál, blaðamönnum o.fl. kaffiboð að Hótel Hvanneyri. Gamla sundlaugin Gamla sundlaugin, sem var „Viðreisnin" Fréttir af afleiðingum „viðreisnar" íhalds' og Framsóknar, gengislækkun inni, haifa legið niðri hér í blaðinu nokkurn tíma, enda verið fremur strjálar undanfarnar vikur. Verð- hækkunum hefur verið frestað eftir getu fram yfir 1. júlí, en verðlag þann dag var lagt til grundvallar fyrir útreilkn- ingi vísitölu þeirrar, sem gilda skal fram til ára- móta, en ný skriða mun nú í þann veginn að renna af stað. Hér eru þrjár nýlegar verðhækkanir: Mjólk hefur hækkað um 10 aura líterinn. Kaffibætir hefur hæ'kk- að úr kr. 7,20 kr. 9,00 pr. kg. Hækkunin er kr. 1,80. Harðfiskur, barinn og paikikaður, hefur hækkað um kr. 2,40 pr. kg.; úr kr. 14,60 í kr. 17,00, og ópakkaður harðfiskur um kr. 2,10 pr. k;g., úr kr. 13,70 í kr. 15,80. hituð með kælivatni frá olíu- rafstöðinni í Hvanneyrarhlíð, var vígð í.júní 1939. Var hún síðan í notkun á hverju sumri fram til hausts 1944, og stutt- an tíma næsta vor, meðan við- gerð fór ifram við Skeiðsfoss, en gamla stöðin var rekin á meðan. Þegar samfelldur rekstur Skeiðsfossrafveitunnar hófst og gamla rafstöðin var lögð niður að mestu leyli, var úr sögunni Sá grundvöllur, sem verið hafði fyrir rekstri g;ömlu laugarinn- ar, eins og hún var úr garði gerð, og hófu þá áhugamenn áróður fyrir því að komið yrði upp nýrri sundlaug, eða sú gamla enduíbætt svo að hún yrði reksturshæf. í gömlu laug ina vantaði upphitun, böð og Iklefar voru ónýtir, og vantaði í rauninni allt nema þróna, sem þar að auki var allt of djúp. Bygging nýju sundlaugarinnar. Horfið var að því ráði að nota gömlu þróna og byggja nauðsynleg mannvirki við hana. Gékk fyrst lengi í þófi með að ifá teikningu af laug- inni, en hún fékkst jþo áð lok- um fyrir milligöngu Þorsteins Einarssonar íþróttafulltrúa, og, komst þá fyrst skriður á málið, Fyrsta teikningin, sem send var að sunnan, reyndist þó ónot- hæf, að dómi íþróttamálanefnd ar bæjarins. Gerði þá Einar Kvaran verkfræðingur nýja teikningu, eftir tillögu eins nefndarnianns og var hún síð- an send húsameistara sem tii- löguuppdráttur. Var hún tekin til greina og samþykkt með litlum breytingum. Hófust fram kvæmdir við bygginguna um mánaðamótin júlí-jágúst 1948. Tók Sveinn & Gísli h/f. bygg- inguna að sér, og hafa séð um allan útgröft, uppslátt, steypu og mikið af innréttingum. Um Uppsetningar miðstöðvar- og hreinlætistækja sá Egill Stef- ánsson, en Snorri Stefánsson um uppsetningu hreinsunar- og hitunartækja fyrir laugarvatn- ið; Jóh. Jóhannesson um raf- lagnir og Erl. Stefáns og Baldur SILDVEIÐIN Stormbræla er enn á mið- og vestursvæðinu ©n þoka fyr- ir aústan. Nokkrir bátar köst- uðu á Þistilfirði í gærkvöldi og í morgun, en árangur mun haf a orðið fremur lítill. Tvö skip feinar Hálfdáns og Haukur I. munu þó haf a f engið 200 máL Ólafsson um múrverik. Innrétt- ingiar smíðuðu, auk Sveinn & Gísli h/f., jþeir Báíl Jónsson, Bjarni Þorsteinsson og Friðrik Sigtryggsson. , Stærð og fyrirkomulag. Laugarþróin er 25x10 metr., mesta dýpi um 2,80 m., vatns- magn 300 teningsmetrar. Var þróin grynnkuð alhnikið frá því sem var í gömlu lauginni, en vatnsmagn hennar var um 540 teningsm. Rúmgóðar stéttir eru umhverfis alla laugina og upp- hækkað áhorfendasvæði að norðanverðu. Búningsherbergi eru með „básum." Rúmast 44 í einu í búningsherbergi kvenna en 53 í búningsherbergi karla. Inn af búningsherbergjunum hvorum megin eru böð og þurrk klefar, ennfremur salerni og snyrtiherbergj. Eru 6 iböð fyrir (Framhald á 4. síðu). Söltunarverkfall hefst 19. þ. m., hafi ekki náðst samningar miíli Brynju og saltenda fyrir þann tíma Verkakvennafélagið Brynja hefur undanfarið staðið í .samn ingum við vinnuveitendafélag Siglufjarðar um kaup og kjör meðlima sinna. Ekki hefur náðst Aamkomulag, og hefur Brynja nú hoðað verkfall kl. 6 siðdegis hinn 19. þ.m. hjá þeim atvinnurekendum, sem ékki hafa gert samning við félagið fyrir þann tíma. Það sem deilan stendur um er aðallega eða eingöngu tvennt, kauptaxti fyrir vinnu í hraðfrystihúsum og vikufé siglfirzkra síldarstúlkna, er samsvari nokkru af þeim hlunn indum sem aðkomustúlkur hafa fram yfir þær. .. Um hraðfrystihústaxtann er það að segja, að hann hefur undanfarin ár verið miklu lægri en taxti fyrir almenna vinnu. Mun þetta vera einsdæmi á öllu landinu, að lægra kaup sé greitt fyrir hina erfiðu og vos- sömu frystíhúsvinnu en al- menna vinnu. Vilja Brynjukon- ur því, að sértaxtinm fyrir ís- húsvinnuna falh niður, og og almenni taxtinn verði greiddur fyrir hana. Rétt er að taka fram, að andstaðan gegn þessari leiðrétt- Seyðfirðingar beðnir að hjálpa MarshaSI-„hjálpinní" Þau tíðindi gerðust á Seyðis firði mánudagjnn 3. þ. m. að fram var borin á bæjarstjórnar fundi beiðni frá væntanlegum útgerðarstjóra Hærings, Garð- ari Þorsteinssyni, ríkisstjórn- inni og bæjarstjórn Reykja- víkur, um að gefa hinu aldna skipi eftir hafnargjöld og vatns skatt — ef hann kynni að verða gerður út „í tilrauna- ^kyni"(!) á Seyðisfirði í sum- ar. Minnsta bæjarfélag landsins er nú kinroðaalust ibeðið um „hjálp" til að hjálpa „Mars- hall-hjálpinni" miklu, hinni „fljótandi síldarverksmiðju," ryðkláfnum Hæringi. Seyðfirðingar hafa látið sér fátt um finnast 'þessa ibeiðni aðstandenda Hærings. Margir eru þeir sem henda gaman að henni, en tflestuni þykir iotið lágt að biðja nú minnsta bæjar félag landsins að gefa þessu fræga skipi eftir tilskilin gjöld þá ioks að það á að fara að verða arðbært eftir að hafa legjð tvö ár í Reykjavákurhöfn • sem eitt af furðuverkum nú- támans. Bæjarstjórnarmeirihlutinn á Seyðisfirði, þessi venjulegi, þ. e.a.s. óhaldið og f»amsókn sam iþykktu að verða við þessari beiðni aðstandenda Hærings. — Hinsvegar var þetta meira en einn dhaldsmaðurinn gat fengið af sér að gera og greiddi atkv. á móti því, en einn úr hinni fös'tu björgunarsveit sem ætíð er viðbúin að bjarga aifturhalds fylkingunni, brá við og greiddi atkvæði með „hjálpinni" við Hæring. — Forustumenn Al- þýðufl. eru alltaf þjónustu reiðubúnir. Olympíudasurinn á Siglufirði 15. og 16. júlí n. k. verða fjáröfiunardagar fyrir Olym- píunefnd íslands um land allt. Jafnframt því verður f jölbreytt frjálsaþróttakeppni á hverjum stað. Hér á Siglufirði fer fram frjálsíþróttakeppni þessa fyrr- nefndu daga, og má búast við að keppnin verði í senn f jöl- breytt og skemantileg, því bú- ist er við góðri þátttöku, m.a. frá utanbæjarmönnum, sem hér eru í atvinnuleit. F.Í.S. og K.S. sjá um keppn- ina í samráði við I.B.S. Merki Olympíunefndarinnar verða seld á götunum við 'þessi tækifæri og rennur ágóðinn af sölunni í sjóð sem varið verður til að standa straum af iþátt- tökukostnaði íslendinga í Olym píuieikjunum 1952. ^onandi leggja Siglfirðingar sinn góða síkenf, eins og venju- lega, til þessa góða málefnis, með þvi að kaupa mikið af Olympíumerlkjum um næstu helgi. ingu mun ekki vera frá at- vinnurekendum yfirleitt, held- ur aðeins einum manni, tfor- nianni Vinnuveitendafélagsins. Um hitt atriðið er það að segja, að Brynja hefur áður samið um það við atvinnurek- endur, að aðkomustúlkur hafi auk ókeypis f erða og húsnæðis, frían hita og ljós. Hafa að- komustúlkurnar þessi hlunn- indi fram yfir siglfirzikar stúlk ur. Nú fer Brynja fram á, að siglfirzkar stúlkur fái aukreit- is nokkrar krónur á viku yfir tryggingartímann, sem endur- gjald fyrir þann aukakosnað, sem það kostar heimilin, er þær þurfa að fara í vinnu hvernig sem á stendur og fyrirvara- laust. Af undirtektum Yinnuveit- endafél. undir þetta virðist mega ráða, að það þyki hag- stæðara að ráða hingað að- komustúlkur, greiða ferðakosn- að þeirra, ljós, hita og húsnæði fyrir þær yfir söltunartímann, en að greiða siglf. stúlkum smávægileg hlunnindi, eða sem svarar því sem þær þurfa að greiða aukreitis í ljós, hita og þ. h. vegna hinnar óreglulegu vinnu. Er þetta skoðun síldarsalt- enda yfirleitt?. Margur mun ef- ast um það. Það er meira að segja réttmætt að efast um að Vinnuveitendaf élagið getí talist fullgildur samningsaðili fyrir alla sildarsaltendur hér, þar sem aðeins helmingur saltend- aniia eða ekki það mun vera í því, og fundur í því hefir ekki verið haldinn í tvö eða þr jú ár fyrr en nú. Hitt mun vera nær sanni, að andstaðan gegn hin- um sanngjömu Ieiðréttingum, sem Brynja fer fram á, sé að- eins „prinsip" mál eins eða tveggja manna í stjórn þess. SAMSÆRI Flestir hafa gaman af reyf- arasögum um samsæri gegn höfðingjum og aðalsmönnum, en vita þó að um skáldskap er að ræða. Nýlega er komin út bók, sem er eins spennandi og skemmtíleg og reyfarasögurn- ar. Hún tfjallar um samsæri gegn alþýðuveldi Bússlands og enginn þarf að efast um sann- leiksgildi hennar, því með henni fylgir ítarleg skrá um heimild- arrit þau, sem höfundar heiin- ar hafa lagt til grundvallar við samningu hennar. Bókin er 560 bls. og kostar kr. 50,00 í bandi en kr. 35,00 óbundin. Bók þessa þurfa allir að lesa tíl þess að geta skilið orsakir „kalda stríðsins". Bókin fæst í Suðurgötu 10. Athygli skal vakin á því, að gefnu tílefni, að hækkun sú er orðið hefur á auglýsingataxta Siglufjarðarblaðanna, er gerð með leyfi verðlagsstjóra.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.