Mjölnir


Mjölnir - 12.07.1950, Blaðsíða 3

Mjölnir - 12.07.1950, Blaðsíða 3
MJÖLNIR MaEakkaskagi í báli Vestrænt lýðræði handa Austurlandabúum Hinn 4. ina, 1949 var for- maður Alþýðusamfoands Mal- akkasikaga, Ganapathy, hengd- ur í Kuala Lumpur að skipan brezku yfirvaldanna á skagan- um. Bretarnir staðhæfðu, að ¦hann heif ði leynt skammbyssu með sex skotum í ífoúð sinni, en lögðu ekki fram neinar sannin- ir fyrir -þeirri fullyrðingu. — Alþýðusamband Malakkaskaga sem yfirvöld forezka verkalýðs- foringjans Bevins sviptu iþann- ig foringja, var meðlimur í AI- þjóðasambandi verkalýðsins, er forezka Alþýðusambandið var einnig meðlimur í þá. Ganapathy hafði tekið við stjórn Alþýðusambandsins sftir dauða Liu Ah Liang, sem brezka lögreglan hafði kvalið til bana í fangelsi. Samskonar örlög hlaut eftirmaður Gana- pathys, Vira Senan. Þrem dög- um eftir að hann var kcsinn formaður Alþýðusambandsins skutu brezkir lögreglurnenn hann til foana á götu. Sl'ikar eru aðferðir Attlees og Bevins við að útbreiða þekik ingu á „yfirburðum hins vest- ræna lýðræðis" í Austuríönd- um. j j j>J' Brezku yfirvöldin stæra sig af ofsóknum gegn verkalýðnum. Auk þessara þriggja manna ber að minnast þeirra þúsunda skipulagsbundinna verkamanna sem lögregla Bevins handtók þegar í júlí 1948. Þessir fangar hafa ýmist verið myrtir á „lög- legan" hátt eða í fangafoúðun- um. Brezku yfirvöldin á skag- anum stærðu sig af því í fyrra, að þau hefðu tekið meira en 100 þúsund malakkiska iýðræð- issinna til fanga fyrir árslok 1948. Þar við foætast 40.000 kín verskir flóttamenn, sem Bretar hröktu úr landi og afhentu Ku- omintang-stjórninni meðan hún réði í Suður-Kína. Þessir flótta menn voru allir myrtir fyrir þá sök eina að vera félagsbundnir í stéttarsamtökum. Skef jalaus kúgun Malakkaskagi er sígilt dæmi um nýlendu, sem er stjórnað með það eitt að markmiði að auka auð yfirþjóðarinnar. Eftir 80 ára yfirráð Breta í landinu eru 80 hundraðshlutar af yfir- borði þess þaJktir frumskógi og fenjum. Ræktun fimmtungs þess hefur kostað óteljandi mannslíf — ekki Breta, heldur innborinna manna. Hið frjó- sama land framleiðir aðeins iþriðjung þess korns, sem íbú- arnir þurfa sér til viðurvœris. Meirihluti hins ræiktaða lands er sem sé gúmmíekrur, sem Bretar hafa komið upp með ódýru vinnuafli íbúa sikagans, og Malakkaskagi er mesta gúmmíland heimsins. Tini breytt í gull. 'Á' Malakkaskaga eru líka geysiauðugar tinnámur. Bæði tin- og gúmmíframleiðslan er algerlega í höndum brezkra ein oíkunarhringa, sem allt f ram að heimsstyrjöldinni síðari réðu verðlaginu á gúmmí og tini á heimsmarkaðnum. Árið 1924, þegar brezki Verkamannaflokk urinn var enn í andstöðu við ihaldið, gaf hann út bækling, sem sýndi, að kostnaðurinn við framleiðslu einnar smalestar af tini var aðeins 46 sterlings- pund, en verðlagið var þá 143 eftir ALIAN HUANG pund. Gróði hringanna af hverri smálest af tini, sem íbúar Malakkaskaga voru neyddir til að vinna úr jörðu við ólýsanlega aum kjör, nam þannig hvorki meira né minna en 97 sterlingspundum. Nú er öldin önnur. Nú er verðið á tini og gúmmíi ekki lengur ákvéðið í London, held- ur í New York. Hinir amerísku ikaupendur nota sér dollaraþörf Breta til þess að iþrýsta verðinu á þessum vörum eins langt nið- ur og þeim er framast unnt. Bretar reyna aftur að hefna þess á Malakkaskaga sem þeir tapa í New York og leitast við að skerða lífskjör malakkiskra verkamanna enn meira, til þess að viðhalda hinum mikla gróða s'inum. I viðleitni sinni við að auka arðránið á Malakkaskaga njóta þeir dyggilegrar aðstoð- ar brezkra „verkalýðsforingja" sem ásamt aftúrhaldsþjónunum í bandarísku verkalýðssambönd unum CIO og AFL klufu Al- þjóðasamb. verkalýðsins með Iþað höfuðmarikmið fyrir aug- um að gera alþjóðlega stéttar- aðstoð til handa þrælunum í nýlendunum, sem berjast fyrir frumstæðustu lífsþörfum, erfið ari en áður, eða alveg ófram- kvæmanlega. Styzta sjóferðin til Kina. En Malakkaskagi er brezku heimsvaldasinnunum ekki ein- ungis mikilsverð hráefnaupp- spretta. Skaginn og hin mikla hafnarborg Singapore við suð- urodda hans og sunnanvert Kyrrahaf, hefur geysimikla viðskiptalega og hernaðarlega iþýðingu. Styzta sjó- og loft- leiðin frá London til Kína, þar sem brezku heimsvaldasinnarn- ir hafa fram að þessu haft mikilla hagsmuna að gæta, ligg ur um skagann og sunnan við hann. Malakkaskagi er tfrá sjónarmiði þeirra einn þýðing- armesti staður hnattarins, og þess vegna svífast þeir og hinir sósíaldemókratísku þjónar þeirra engra ráða í baráttunni fyrir hernaðarlegum og póli- tískum yfirráðum sínum þar. Öflug sjálfstæðishreyfing. Verkalýðssamtökin á Malakka sikaga hafa þroskað íbúana, sjö milljónir manna, Malaja, Hin- dúa og Kínverja, til stéttarmeð vitundar og einingar, sem teng ir í eina heild fólk af ólíkum trúflokkum og óskyldum kyn- þáttum. Þetta fólk foerst nú sameiginlegri foaráttu gegn sameiginlegum óvini, útlendu heimsvaldastefnunni, og fyrir frelsi og sjálfstæði lands s'ins. Þessi hetjulega barátta hófst árið 1942. Þegar brezki herinn í nýlendunni gaflst upp fyrir Japönum nærri mótspyrnulaust — íkomu malakkiskir foændur og verkamenn, undir forustu kommúnista, á f ót andjapanska frelsishernum, sem galt Japön- um geysilegt afhroð í þriggja ára skæruhernaði gegn þeim. Eftir ósigur Japana 1945 álitu forezku stórveldissinnarnir að íþeir gætu tekið upp á ný sínar fyrri aðferðir og ráðið algerlega lögum og lofum á Malakkasikaga eins og þeir höfðu áður gert. Þegar „verka- lýðsstjórn" Attlees, að loknum vanlegum undirfoúningi, hóf styrjöldina 1948, trúði hún statt og stöðugt á auðunninn sigur. Hún hafði komið á fót 60 þús. manna nýtízku her, foúnum fallfoyssum, skriðdrek- um og flugvélum. Úti fyrir ströndum landsins voru her- sikip á sveimi. Árásin var hafin á nazistavísu, styndilega og án stríðsyifírlýsingar. Kommúnista flokkurinn, verkalýðssamtökin og önnur fjöldasamtök voru lýst ólögleg, eignir þeirra gerð ar upptækar, meira en hundrað iþúsund af virkustu meðlimum þeirra myrtir og herlög sett um allt landið. Ætlun Bevins var sú að gier- eyða lýðræðishreyfingunni með einu einasta höggi. Honum skjátlaðist. Hann reiknaði allt dæmið í fallfoyssum og morð- tólum ,en gleymdi fólkinu. — Aðeins sjö dögum eftir hið mikla högg, sem átti að kveða alla mótsyrnu niður, var skor- in upp herör í öllum borgum og þorpum landsins. Með sér- stöku ávarpi, sem dreift var út, voru áfoúarnir hvattir til þátt- töku í frelsisbaráttunni. (Sér- stökum aðalstöðvum fyrir frelsishreyfinguna var komið upp. Eftir örstuttan tíma voru sjálffooðaliðar teknir að streyma til skæruliðadeildanna, sem dreifðar voru um allt land ið. Síðan þetta gerðist hefur hin h|ryll(ilegasta styrjöld geysað á Malakkaskaga. Hið „sósíal- istiska" Bretland hefur iþar nú -vel ibúinn 120 þúsund manna her, og hefur aufe þess sótt sótt mannætur frá Borneó með. flugvélum. Mannætur þessar eða hausaveiðimenn, sem svo eru nefndir, eru síðan sendir eins og veiðihundar inn á hin ógreiðfærari og afskekktari svæði landsins til launmorða, Þessi mikli og voldugi her íbrezku mannvinanna virðist þó ekki ætla að duga. Á ráðstefnu, sem Bevin sat nýlega á. Colombo á ,Ceylon ásamt öðrum utanr.ráðherrum breska heimsveldisins, grátbað hann afturhaldsríkisstjórnir Indlands, Paikistan, Ástraíiu og Nýja-Sjálands um aðstoð gegn hinni sívaxandi frelsishreyf- ingu á Malakkaskaga og í Burma. Skref af skrefi til sigurs. Hin hetjule^ga foarátta malakk I isku föðurlandsvinanna gegn ; breziku yfirgangsseggjunum verðskuldar aðdáun alls heims- ins. Frelsishreyfingin hefur þeg ar náð mikilsverðum árangri eins og sjá má á tilkynningu, sem kommúnistafloikkur Mal- akkaskaga hefur nýlega gefið út. Þar segir m. a. að sveitum þjóðfrelsishermanna hafi verið komið á fót í öllum landshlut- um og að andstaða allra þjóða og þjóðflokka, sem skagann ^yggja, hafi verið skipulögð og samræmd. jNúverandi ástand sýnir", segir í tilkynningunni, „að foar- áttu foyltingaraflanna hlýtur að Ijúlka með sigri, og forezku. heimsveldissinnarnir að foíða ó- sigur. Þjóðfrelsisfoarátta þjóð- anna á Malakkaskaga nálgast nú sigurinn skref af skrefi." ÞAKKARÁVARP Innilegt þakklæti flyt ég öllum þeim, er með gjöfum, heim- sóknum eða á annan hátt glöddu mig á sjötugsafmæli mínu !• 3™ s.l. , j , J j.^Jjjt- \y[l7j Guð blessi ykkur öll BJÖRIG ÞORBEBGSÍDÓTTIR, Snorragötu 3 Tilkynning nr. 24/1950 frá verðlas:sstióra Ríkisstjórnin hefur ákveðið nýtt hámarksverð á skömmtuðu smjöri sem hér segir: í heildsölu ........................ kr. 23,90 pr. kg. í smásölu ............................ — 25,40 pr. kg. Reykjavík, 3. júlí 1950. VERMAGSTJÓRENN Tilkynning nr. 25/1950 frá verðlagsstjóra Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákveðið nýtt hámarksverð á kaffibæti og verður það framvegis sem hér segir: Heildsöluverð án söluskatts ................ kr. 7,28 Heildsöluverð með söluskatti ................ — 7,50 Smásöluverð án söluskatts í smásölu .... — 8,82 Smásöluverð með söluskatti í smásölu — 9,00 Reykjavík, 6. júlí 1950. VER»LAGSTJÓRINN Tilkynning nr: 26/1950 frá verðlagsstjóra IiinlliitiMiigs- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákveðið nýtt hámarksverð á harðfiski og verður það framvegis sem hér segir: , i.ir I heildsölu: Barinn og pakkaður ........ kr. 14,00 pr. kg. Barinn og ópakkaður ........ — 12,80 pr. kg. I smásölu: - i "-', i | j ]]¦ Barinn og paJkkaður ............ — 17,00 pr. kg. Barinh og ópakikaður ........ — 15,80 pr. kg. Reykjavík, 6. júií 1950. VERöLAGSTJÓRINN

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.